Mín upplifun af Suðurlandsskjálfta - myndir

Ég var staddur hér á Hellu í vinnunni, niðursokkinn í að skoða mál í tölvunni sem beið úrlausnar, ásamt vinnufélaga mínum. Þá fór jörðin af stað undir fótunum á okkur. Við rukum út og starfssystur okkar hlupu líka út í skelfingu.

Möppur

 Nokkrar möppur gerðu sig líklegar til að detta úr hillum.

  

Skömmu síðar kom beiðni til Flugbjörgunarsveitarinnar um aðstoð vegna jarðskjálftans. Ég fór með og smellti af þessum myndum. 

  Sjúkraflutningar

Verið að flytja aldraðan mann í börum, sem þurfti að komast í öruggt skjól.

Hraðahindrun náttúrunnar?

Skemmdir í vegi við bílastæði við einbýlishús á Selfossi. Hraðahindrun af völdum náttúrunnar?

Stétt með stétt

Stétt við sama hús sem nýbúið var að leggja. Ég geri ráð fyrir að hún hafi litið svona út fyrir skjálftann (sama mynd og hér á eftir, en búinn að laga hana til í myndvinnsluforriti.) Allar hellur snyrtilega lagðar.

Stéttaskipting

Sama stéttin eftir skjálftann. Takið eftir að efsta röðin hefur færst til. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Helgason

Sæll Theódór  vá Takk Fyrir þessar myndir , Rosalega brá mér þegar skjálftin kom  , 'eg var að læra fyrir próf var hlusta fyrirlestur þegar rúmið mitt fór hristast , ég filaði mig eins og píuni í myndini  Exorcist  smá joke

Guð blessi þig

Jói

Jóhann Helgason, 31.5.2008 kl. 00:47

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Guð blessi þig sömuleiðis, ágæti vinur. Já, þetta var svolítið óhuggulegt og kom flestum verulega á óvart.

Theódór Norðkvist, 31.5.2008 kl. 00:54

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Gott er að þú ert heill á húfi þarna útí sveit Teddi, og ég verð að hrósa þér fyrir óeigingjarnt starf í björgunarsveitinni. En rosalegt var þetta og takk fyrir þessar ágætu myndbirtingar.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.5.2008 kl. 01:02

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Takk kærlega fyrir það, Haukur.

Theódór Norðkvist, 31.5.2008 kl. 01:13

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Teddi minn.

Takk fyrir myndirnar. Allt hefur farið af stað þegar jörðin fór að hristast. Það fer um mig hrollur bara að hugsa um orðið jarðskjálfti. Fyndið innlegg hjá Jóa.

Tek undir með Guðsteini trúbróður okkar og vil þakka þér fyrir óeigingjarnt starf í Björgunarsveitinni.

Hugsaðu þér að allt björgunarstarf sem þið látið í té hefur ekkert með ríkið að gera. Skömm af þessu.

Kannski kemur Geir Haarde í sjónvarpinu og biður okkur um fjárhagslega aðstoð fyrir fólkið á Suðurlandi?

Megi almáttugur Guð miskunna fólkinu á Suðurlandi. Margir hafa örugglega fengið áfall og þurfa að glíma við þær tilfinningar. Mikið eignartjón og ábyggilega er kvíði hjá sumum. Ég þekki bóndann sem á heima á sveitabæ á milli Hveragerðis og Selfossar. Útihúsið hjá honum var hrunið. Konan handleggsbrotnaði en ég vona að sár hennar gróði fljótlega með Guðs hjálp.

Guð blessi þig og eigðu góðan dag.

Kær kveðja/Rósa.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.5.2008 kl. 07:49

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Takk fyrir þetta Rósa, þú ert snemma á fótum. Fólk er óttaslegið og er það mjög skiljanlegt.

Að vísu styrkir ríkið sveitirnar eitthvað, en mætti gera meira af því, t.d. með því að leyfa litað bensín fyrir ökutæki björgunvarsveita, sem keyra mikið til utan vega.

Bestu kveðjur,

T.N. 

Theódór Norðkvist, 31.5.2008 kl. 11:38

7 identicon

Flott hjá Tedda bróður ég er stoltur af kallinum. En það á sér aðdraganda að Teddi fór í björgunarsveit, hann áttaði sig loksins á því hvað það hættulegt fyrir hann að vera bróðir minn.

Hér koma tvær skemmtilegar sögur af okkur bræðrunum:

1. Teddi var í heimsókn hjá mér á Akureyri og við ákváðum að skella okkur á kristilegt mót á Eyjólfsstöðum á Lada Sport. Mér fannst ég rosalegur jeppakarl á alvöru jeppa og keyrði alveg eins og druslan dró yfir Möðrudalsöræfi, en þetta var um vorið "95 (sama ár og heimsmeistarakeppnin í handbolta var haldin og Bjarni Kjaftfor (Teddi lék hann) tók viðtal Jón Bjóran (mig) á bænum Alkahóli í Eyjafirði hvort að leyfa ætti bjórdrykkju á keppninni en það er önnur saga.) Þetta var mikill snjóavetur.

Þegar við keyrðum í gegnum snjógöng sem þarna höfðu myndast, en töluverð drulla var á veginum og bílinn rásaði talsvert, vildi ekki betur til en svo að hornið á stuðaranum rakst utan í snjóvegginn og við það snérist bíllinn 90°, fór á hliðina og endaði á toppnum, en þar snerist hann í marga hringi áður en hann stoppaði.

Það sem ég hafði mestar áhyggjur af var litli bróðir, en allan þennan tíma sem við vorum að skauta á hliðinni og toppnum sagði ég í sífellu við Tedda "hafðu engar áhyggjur bróðir ég hef fullkomna stjórn á þessu".

2. Einu sinni fórum við saman í tveggja daga gönguferð á Snjáfjöll í Ísafjarðardjúpi okkur var skutlað af Kjartani Sigmundssyni frá Ísafirði og við lentum í fjörunni við bæinn Sandeyri undir Snjáfjöllum. Fyrri daginn gengum við fjöruna og fórum svo upp fjallið og ákváðum að fara á söguslóðir póstmanna forðum daga sem riðu fram af Bjarnarnúpnum og sama henti björgunarleiðangur þeirra, en þar vorum við vorum staddir þegar þessi saga gerist nánar tiltekið við foss sem heitir Mígandi en við vorum á leiðinni niður þegar ég ákvað að renna mér niður jökulbreiðu sem þarna var en er horfin í dag (global warming.)

Skórnir sem ég var á eru með hörðum botni og ég gat því beygt og stoppað mig eftir þörfum, ég renndi mér nokkrar S-beygjur og stoppaði svo til að virða fyrir mér útsýnið, en þá heyrist í Tedda jibbí! Þar sem jökulbreiðan var í bungu sá ég hann ekki og Teddi kallinn sá ekki það sem var fyrir neðan en það var nefnilega fossinn. Þegar hann svo birtist mér og sér fossinn kom annað hljóð í strokkinn (eða eiginlega skrokkinn) en það var Neiiiiiiiiiiiiiiiiiii.

Hann reynir allt hvað hann getur til að stoppa sig en af því að hann var á linbotna skóm og nælon fötum og jökulbreiðan sem svell gat hann EKKERT gert, ég færði mig þannig að ég sat fyrir honum og læsti svo klónum í úlpuna hans og fall hans dró okkur niður einhverja metra en við staðnæmtust ca. tvo metra frá fossinum.

Jón Sigurður Norðkvist 1.6.2008 kl. 00:27

8 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Teddi minn.

hm segi ég nú bara. Þóttist hafa fullkomna stórn á þessu.  Öllu má nú nafn gefa.

"hafðu engar áhyggjur bróðir ég hef fullkomna stjórn á þessu".

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.6.2008 kl. 00:40

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hvaða, hvaða þetta var ævintýri og við hlæjum að þessu eftir á. Báðir í beltum að sjálfsögðu.

Theódór Norðkvist, 1.6.2008 kl. 00:57

10 Smámynd: Linda

Sæll Teddi minn, þetta var skelfileg upplifun fyrir mig hér í Reykjavík, hvað þá fyrir vini og ættingja fyrir austanfjall, úff, mikið er ég þakklát Guði fyrir öll þau kraftaverk sem skeðu þennan dag, engin alvarlega slasaður og frábært fólk að vinna við að aðstoða þá sem þurftu meiri aðstoð en ella.

Bróðir þinn, hahahahah, Teddi minn, það er stundum sagt á ensku "with friends like that who needs enemies" muahaah.  Bróðir þinn er samt verulega næs, sé það alveg, svo honum er vitanlega bara fyrirgefið  fyrir að koma þér í þessar aðstæður og þú að fylgja eftir, ja hérna hér, góðir saman þið tveir ekki spurning.

knús

Linda, 1.6.2008 kl. 08:38

11 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Sæll og blessaður Teddi og skemmtilega saga hjá honum Nonna bróður þínum,ég gleymi aldrei frægri ferð sem við bróðir þinn fórum einusinni.

Þannig var að við félagar voru einusinni sem oftar að drekka söngvatn,vestur á Ísafyrði búnir að vera að alla nóttina og farið að leiðast enda ekkert um að vera fyrir vestan,svo okkur strákunum og Nonna dettum í hug að skella okkur suður til Reykjavíkur.

Nema nú voru góð ráð dýr,okkur vantaði bíl tilfinnanlega Nonni var snöggur að leysa þau mál eftir einhverja 2 tíma eða svo var Jón bróðir þinn búinn að kaupa bíl á víxlum og við búnir að finna einhvern sem var edrú til að leggja af stað.Við félagar áttum auðvitað frábæra daga suður í Reykjavík eftir að hafa skipst á að vera allgáðir svo einhver gæti keyrt bílinn góða.

Ég kann reyndar margar fleiri góðar sögur af honum Jóni bróður þínum,og eitt veit ég um hann er að hann er drengur góður og ljómandi félagi á allann hátt.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 1.6.2008 kl. 09:00

12 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Fyrst allir eru að fjalla um Jón og ökuferðir með honum, vildi ég bara bæta því við að, það er líklega honum að þakka að ég er með hálfgerða snjósleða fóbíu í dag....

Allavega, þegar hann leigði hjá Afa á Akureyri fékk ég eitt sinn að prófa að sitja aftan á hjá honum á snjósleða. Ég verð að segja, að ég varð dálítið skelkuð....

Bið samt innilega að heilsa honum og fjölskyldu hans. Jón ef þú lest þetta vil ég bara segja, takk fyrir farið! Guð blessi ykkur bræðurna.

Bryndís Böðvarsdóttir, 1.6.2008 kl. 15:54

13 Smámynd: Theódór Norðkvist

Takk fyrir innlitin, Linda, Úlli og Bryndís.

Linda þetta var uggvekjandi skjálftinn og ég er búinn að kynnast aðeins tjóninu. Í gærkvöldi sátum við tvö í þjónustumiðstöð RKÍ í Hveragerði. Konan sem var með mér á vaktinni þurfti að fara og veita eldri manni áfallahjálp.

Húsið hans var allt á rúi og stúi, myndir dottnar niður og aðrir lausir hlutir út um allt. Kommóða ein haf'ði skekkst svo mikið að ekki var hægt að opna skúffurnar. Þetta var í þjónustuíbúð og maðurinn var ósjálfbjarga þar sem hann þurfti að ganga í göngugrind (ekki vegna skjálftans, var það fyrir.)

Úlli þið Jón hafið margt brallað saman. Ég man eftir ýmsum ævintýrunum og sögunum líka. Við gætum haldið reunion!

Bryndís ég er viss um að Jón hafi gefið vel í á sleðanum! Foreldrar okkar fóru eitt sinn norður, held það hafi verið veturinn 1994, að heimsækja Jón. Þau ræddu heilmikið við Björgvin um trúmál og ég veit að það samtal hafði djúp áhrif á báða foreldra mína.

Móðir mín minnist þess samtals oft og sér í lagi, að þau sátu öll saman inni í stofu, mamma, pabbi, Björgvin og ungur maður að norðan sem dó af völdum einhvers sjúkdóms. Þau eru öll dáin sem sátu með mömmu og Jóni (held að hann hafi verið með, ekki viss samt.) Pabbi dó í lok árs 1994 og ungi maðurinn fljótlega eftir það. Hvenær dó Björgvin, eru ekki a.m.k. 10 ár síðan?

Theódór Norðkvist, 1.6.2008 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 104916

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband