Hvað á nýi hverinn að heita? Hugmyndasamkeppni.

Ég er nýkominn af skjálftavaktinni á Hveragerði og tók þessa mynd af nýja hvernum í gær.

Hver er þetta?

 

 

 

 

 

 

 Verðum við ekki að gefa svona sögulegu fyrirbæri af náttúrunnar hendi nafn?

Þið getið tekið þátt í könnun hér vinstra megin á síðunni, þar sem gefnir eru nokkrir möguleikar á nöfnum, sem mér dettur í hug í fljótu bragði:

  1. Hvergerðingur. Hann er í Hveragerðisbæ og einn af allra yngstu íbúunum. Ég hef ekki kynnt mér hvort einhver (alvöru) skjálftabörn hafi komið í heiminn síðan á fimmtudaginn.
  2. Leirburður. Algengasta merking orðsins er illa ort kvæði. Hverinn er leirhver, spýtir leir og drullu upp úr sér. Burður getur merkt fæðingu eða meðgöngu, samanber frumburður og barnsburður. Er þessi nafngift kannski leirburður?
  3. Skjálftahver.
  4. Suðurlandshrellir.  Jarðskjálftinn hefur hrellt marga Suðurlandsbúa og hverinn varð til af völdum skjálftans
  5. Eitthvað annað nafn. Endilega leggið höfuðið í bleyti (ekki samt í hvernum) og finnið eitthvað enn betra.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Mér lýst vel á þessa hugmynd hjá þér, best væri að útbúa göngukort og gefa öllum hverunum nafn við hæfi í þeim anda sem að þú leggur til :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 1.6.2008 kl. 12:43

2 Smámynd: Linda

hmmmm, hvað ætti nýi hverinn eða heita?, er ekki tilvalið að nota goðanöfn á slík fyrirbærir, mér lýst vel á "Sleipnir" hestur sem lét í sér finna og var skapaður náttúrinni og hennar krafti, er það það ekki sem ásatrúin gengur út á.  Kraftur og náttúra já,nýjasti hverinn á að heita "Sleipnir"  og tengir Þjóðsögu landsins við náttúrufyrirbæri.

knús.

Linda, 1.6.2008 kl. 14:24

3 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Suðurlandshrellir.

Bryndís Böðvarsdóttir, 1.6.2008 kl. 14:25

4 Smámynd: Linda

varð að skrifa til að vakta hvað kæmi inn :) Suðurlandshrellir er lika góður, en ég er ennþá sátt við Sleipnir....

knús

Linda, 1.6.2008 kl. 16:39

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sammála Kjartan, endilega taktu þetta upp hjá þínum samstarfsaðilum. Linda, Sleipnir er mjög gott og þjóðlegt nafn. Bryndís hverinn hefur hrellt suma, reyndar heillað líka. Kannski best að finna skemmtilegra nafn, eigi hann að laða að ferðamenn. Allt fyrir túrismann!

Bestu kveðjur,

T.N.

Theódór Norðkvist, 1.6.2008 kl. 16:43

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Teddi minn.

Skemmtilegar pælingar. Líst best á Suðurlandshrellir.

Guð gefi þér góðan dag í Jesú nafni.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.6.2008 kl. 08:42

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Takk sömuleiðis, Rósa. Bestu kveðjur,

T.N.

Theódór Norðkvist, 2.6.2008 kl. 09:55

8 Smámynd: Linda

hæhó, svo er það líka að vera með nafn sem útlendingar geti nú sagt án þess að fara hjá sér og síg í gíg muahahahaha

Linda, 2.6.2008 kl. 13:23

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Rétt Linda, þetta verður að vera nafn sem stendur ekki í blessuðum ferðamönnunum!

Ekki vitlaus hugmynd, Andrés. Þessi hver er líka alveg sér(stakur.) Hver er næstur sjálfum sér!

Theódór Norðkvist, 3.6.2008 kl. 11:59

10 Smámynd: Einar Indriðason

Kross-hver.  Þessi hver kom til í skjálfta sem varð á hálfgerðum kross-sprungum.

Einar Indriðason, 10.6.2008 kl. 19:14

11 Smámynd: Beturvitringur

Sé það þessi sem gubbar upp leirnum: "Subba"

Beturvitringur, 11.6.2008 kl. 08:42

12 Smámynd: Theódór Norðkvist

Subba og Kross-hver fara í nafnabankann. Þakka ykkur fyrir.

Theódór Norðkvist, 11.6.2008 kl. 15:21

13 Smámynd: Linda

Kross-hver, subba og Sleipnir, í uppáhaldi hjá mér.

knús

Linda, 12.6.2008 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband