12.6.2008 | 22:01
Línur skýrast í A- og B-riðli Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu
Það er farið að glitta í að hægt verði að sjá fyrir hvaða lið komist áfram upp úr A- og B-riðli Evrópukeppninnar. Portúgalir eru öruggir með efsta sætið í A-riðli og lofa góðu. Virkilega sterkt og skemmtilegt lið, Ronaldo og félagar. Tékkar og Tyrkir bítast um að fylgja þeim áfram í 8 liða úrslit í hreinum úrslitaleik liðanna um annað sætið í riðlinum. Þessi staða gerir það að verkum að Portúgalir geta hvílt lykilmenn sína fyrir 8 liða úrslitin og teflt fram hálfgerðu b-liði, eða sýnt listir sínar og rúllað yfir heimamenn í Sviss.
Þjóðverjar voru slakir, hugmyndasnauðir og óöruggir í tapleik gegn Króatíu, sem hefur tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum og sigur í riðlinum. Ég hallast að því að Króatar hafi verið að spara sig gegn Austurríkismönnum og einungis gert það sem þurfti til að vinna sigur. Þeir eru til alls líklegir í keppninni.
Eftir jafntefli gegn Pólverjum eygja Austurríkismenn von um að næla í annað sætið í riðlinum með sigri á Þjóðverjum. Þeir hafa heimavöllinn og þrá eflaust ekkert heitar en sigur á grönnum sínum. Þjóðverjar verða að bæta sinn leik verulega frá því í dag, ætli þeir sér að komast eitthvað lengra í þessari keppni.
Leikur þessara þýskumælandi þjóða gæti því orðið áhugaverður. Svisslendingar eru úr leik, en Austurríkismenn eiga möguleika á öðru sæti síns riðils og er það óvænt staða, þar sem flestir töldu Sviss vera með sterkara lið en Austurríki. Það kann að vera, en riðillinn sem Sviss er í, er líklega sterkari.
Þær sorglegu fréttir hafa borist að fyrrverandi pólskur landsliðsmaður hefði svipt sig lífi. Þetta kom fram á vefsíðu RÚV í dag. Hvort þessi sorgarfrétt hafi haft einhver slæm áhrif á pólska landsliðið skal ósagt látið. Engar skýringar fylgdu fréttinni um hvað knúði landsliðsmanninn til að enda líf sitt. Ég votta pólskum knattspyrnuáhugamönnum (og -konum) samúð mína.
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já þetta er búið að vera frábær skemmtun þetta mót og Hollendingarnir ótrúlega sannfærandi. Ég er samt ekki búinn að afskrifa Þjóðverjana og Frakkana. Ef Frakkarnir fara upp úr riðlinum gætu þeir náð langt. Eins og staðan er núna eru þó Holland og Portúgal sigurstranglegust og það yrði draumaúrslitaleikur enda þau laið sem spila skemmtilegasta boltann ásamt Spáni.
kv.
Teddi frændi 16.6.2008 kl. 14:54
Sæll frændi, ég er nokkurn veginn sammála þér. Það ræðst á þjóðhátíðardaginn í hreinum úrslitaleik hvort það verði Ítalía eða Frakkland sem fylgja Hollendingum í 8-liða úrslit, eða Rúmenía hreppi hnossið, sem er frekar ólíklegt.
Frakkarnir eru eflaust betri en Ítalir, en ég hefði gaman af því að fá Ítalina áfram, því þeir leika með hjartanu. Ég er hálfpartinn að vonast eftir að Austurríkismenn taki Þjóðverjana á heimavelli í kvöld, en það er frekar veik von, ég geri mér grein fyrir því. Það væri gott fyrir keppnina að hafa aðra heimaþjóðina áfram með.
Theódór Norðkvist, 16.6.2008 kl. 15:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.