22.6.2008 | 15:55
Hvað fór úrskeiðis hjá Hollendingum?
Eftir að Hollendingar rúlluðu upp sínum riðli í EM, sem samanstóð af gull- og silfurhöfum frá síðasta Heimsmeistaramóti, Ítölum og Frökkum, ásamt Rúmenum, en þeir hafa oftast verið með vel spilandi lið, voru margir vissir um að þeir myndu spila til úrslita.
Annað kom á daginn og sprækir Rússar, með hollenska þjálfarann Guus Hiddink í fararbroddi, skelltu frímerki á rassinn á hollensku stjörnunum með 3-1 sigri á þeim og sendu þá niðurlúta heim.
Hvað var það sem gerðist hjá hollenska liðinu? Margar skýringar hafa verið nefndar. Ein er sú að þær þjóðir sem sigruðu í riðlum sínum með yfirburðum og settu hálfgert varalið í síðasta leikinn, hafi dottið úr takti eftir of langa hvíld. Þær náðu ekki aftur því flæði og stemmingu í leik sínum, sem þarf til að halda sér á sigurbraut.
Önnur skýring er persónulegt áfall eins af máttarstólpunum í vörninni, en hann missti dóttur sína, sem var fyrirburi. Eflaust erfitt að rífa sig upp aðeins fáum dögum eftir að hafa fengið slíka ágjöf og mögulegt að áfallið hafi smitað óöryggi yfir í aðra leikmenn. Kannski hefði verið rétt hjá þjálfaranum að setja hann út úr liðinu.
Þriðja skýringin og sú sem mér finnst líklegust, er að Hollendingar hafi verið orðnir of sigurvissir. Spánverjar unnu Rússa 4-1 og við erum ekkert síðri en Spánverjar, gætu þeir hafa hugsað.
Þeir hafa þá gleymt því að útsláttarkeppnin, þar sem allt er undir, er einfaldlega önnur keppni en riðlakeppnin. Lið sem vinna fyrstu leiki sína með svona miklum yfirburðum ná athygli hinna þjóðanna, sem setja allt á fullt við að finna bresti á leik þeirra.
Það má því segja að yfirburðir þjóðar í riðlakeppninni vinni gegn henni í útsláttarkeppninni á vissan hátt. Andstæðingar þeirra eru þá miklu frekar á tánum gegn þeim, þar sem þeir vilja forðast rassskellingu og ekki láta slá sig úr keppninni. Því má treysta að andstæðingarnir mæta enn ákveðnari til leiks gegn yfirburðarliði, en gegn þjóð sem ruslaðist með heppni í gegnum riðilinn.
Það má kannski segja að góð byrjun er ekki ávísun á góðan endi í svona móti. Spánverjar eru síðasta þjóðin sem vann sinn riðil eftir tvær umferðir. Rétt eins og Hollendingar og Portúgalir hafa þeir mörg undanfarin stórmót verið ofarlega í þeim hópi þjóða sem eru taldar geta náð langt, en hafa ekki staðið undir væntingum.
Reka Spánverjar af sér slyðruorðið, eða fara þeir sömu leið og Portúgal, Holland og Króatía og gugna undan væntingunum? Við sjáum það eftir tæpar þrjár klukkustundir.
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.