Tyrkir með skemmtilegt lið

Þetta var fyrst og fremst baráttusigur. Tyrkir voru betri ef eitthvað er í framlengingunni og leikur þeirra er hraður og skemmtilegur. Þeir hafa tvívegis með baráttugleði sinni sýnt að leikurinn er ekki búinn fyrr en flautan gellur. Forvitnilegt að sjá hvernig þeim gengur gegn þýska stálinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Nú eru 2 leikir af 4 búnir þar sem lið sem vann riðil sinn tapar fyrir liði 2 í öðrum riðli,eins og ég hef sagt þegar hingað er komið í keppnina getur allt gerst,Tyrkir bara hreinlega áttu þetta skilið í kvöld,þvílíkar lokamínútur ég var bara hreinlega þrumulostinn og gapti af undrun.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 20.6.2008 kl. 23:35

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Vonandi verður þetta regla, að liðið í öðru sæti vinni í hinum tveimur leikjunum, því ég vil gjarnan fá Holland og Spán áfram. Mér finnst reyndar líklegt að Ítalía vinni Spán en Hollendingar hljóta að taka Rússana, þó veit maður ekki á hvaða spilum Rússar lauma.

Theódór Norðkvist, 21.6.2008 kl. 00:00

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Vonandi verður þetta ekki regla......átti að standa í byrjun.

Theódór Norðkvist, 21.6.2008 kl. 00:01

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Við virðumst vera sammála þarna. Ég skrifaði á bloggið hjá mér fyrr í kvöld:

"Fótboltinn búinn. Ég var svo hneyksluð þegar Króatar sem ég stóð með fóru að fagna áður en leikurinn var búinn. Ég tuðaði og sagði þessum mönnum sem hlupu inná völlinn að hypja sér út aftur af vellinum. Ætli þeir hafi heyrt í mér?  Leikurinn var ekkert búinn. Tyrkir náðu að skora og svo skoruðu þeir þrjú mörk í vítaspyrnukeppninni á meðan Króatar skoruðu bara eitt mark."

Þetta var alveg magnað. bæði mörkin komu alveg í restina eftir mikla baráttu. Króatar áttu mörg frábær skot t.d. í upphafi bæði í þverslá og í stöngina. svo var markmaðurinn hjá Tyrkjum alveg magnaður. Ef Tyrkir hefðu haft annað markmann væru úrslitin sennilega önnur. Hann varði og varði eins og berserkur.

Guð veri með þér.

Kær kveðja/Rósa 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.6.2008 kl. 01:24

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Takk fyrir þín hlýju orð, Rósa. Ætli Króatarnir hafi ekki verið að reyna að sóa nokkrum mínútum fyrir Tyrkjum og þar með minnka möguleika þeirra til að jafna? Fótboltinn er refskák, en rétt að leikurinn er ekki búinn fyrr en lokaflautið gellur. Það sönnuðu Tyrkirnir.

Theódór Norðkvist, 22.6.2008 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband