22.6.2008 | 21:57
Eiga bara óvinir Gyðinga að standa reikningsskil fyrir stríðsglæpi?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, ritskoðunarsinni og bloggari, skrifar grein um króatískan stríðsglæpamann, sem býr í Austurríki, hefur að hans sögn mikinn áhuga á knattspyrnu og hefur fylgst með leikjum landa sinna á Evrópumótinu, sem nú stendur yfir, af miklum áhuga. Milivoj Asner er maðurinn er sem um er rætt.
Þar sem Vilhjálmur ritskoðar bloggið sitt og lokar á athugasemdir frá þeim sem benda á óþægilegar staðreyndir um hans eigin átrúnaðargoð í Ísrael, hef ég ákveðið að svara Vilhjálmi á mínu eigin bloggi.
Fyrir það fyrsta tek ég undir með Vilhjálmi að auðvitað á þessi maður að standa reikningsskil sinna glæpa. Það sama gildir hinsvegar um stríðsglæpamenn Ísraelsríkis, sem hafa framið ekki síðri glæpi en nefndur Milivoj Asner, sem nú sötrar kaffi og vín í góðra vina hópi í stað þess að sitja undir réttarhöldum stríðsglæpadómstóls.
Reyndar hafa stríðsglæpamenn Ísraelsríkis, sem Vilhjálmur heldur hlífisskildi yfir um leið og hann heimtar að aðrir stríðsglæpamenn, sem frömdu samskonar glæpi gegn Gyðingum, fái makleg málagjöld, náð mun lengra í lífinu en að sitja í góðu yfirlæti á kaffihúsum.
Stríðsglæpamenn úr röðum Gyðinga hafa nefnilega margir hverjir orðið leiðtogar, Ísraelsríkis. Þar á meðal er Yitzhak Shamir, sem var forsætisráðherra Ísraels á árunum 1983-1984 og 1986-1992. Shamir var foringi hryðjuverkasamtaka, sem myrtu fulltrúa Sameinuðu þjóðanna, Folke Bernadotte sænskan greifa og mikinn friðarsinna.
Þá áttu sömu hryðjuverkasamtök, Lehi (smellið á nafnið fyrir meiri upplýsingar), þátt í Deir Yassin fjöldamorðinu, þar sem a.m.k. 100 varnarlausir Arabar, aðallega gamalt fólk, konur og börn, voru myrtir. Menachem Begin, einnig síðar forsætisráðherra Ísraels, átti þátt í sama atburði.
Þessir menn þurftu aldrei að standa reikningsskil gjörða sinna, dyggilega varðir af Bandaríkjamönnum og óbeint af íslenskum stjórnvöldum, sem hafa alltaf verið mikið vinaríki Ísraels.
Vilhjálmur vitnar í Dr. Efraim Zuroff forstöðumann Simon Wiesenthal Stofnunarinnar í Jerúsalem, sem segir:
"Austurríki hefur lengi verið annáluð paradís fyrir stríðsglæpamenn. Ef maðurinn [Asner] er nógu hraustur til að labba í bæinn og drekka vín, er hann nógu hraustur til að standa reikningsskil gerða sinna"
Kannski er hægt að snúa þessum orðum upp á Shamir, sem er á svipuðum aldri og Asner. Ég veit reyndar ekkert um heilsu Shamirs, en hann er á lífi og hans þáttur í Deir Yassin fjöldamorðinu var aldrei rannsakaður.
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
´
Ég hef einstaka sinnum sent inn athugasemdir á þennan Vilhjálm Örn Vilhjálmsson sem ég kýs að kalla Zíonista rétt eins og ég kalla Göbbels gamla Nazista og Beria forstjóra leynilögreglu Sovíet Kommúnista og tel mig ekki vera að móðga neinn né vera ósanngjarnan né fordómafullan, því það er það sem þessir menn eru sem ég kalla þá.
Í upptalningu þinni um Zíonistíska hryðjuverkamenn, vantar tilfinnanlega (ásamt mörgum öðrum) Ariel Sharon sem framdi sín hryðjuverk bara núna rétt síðustu árin en með dyggri hjálp BNA með neitunarvaldi þeirra í Öryggisráði SÞ tókst að þagga þessi ósköp niður á heimsvísu.
Aldrei hafa athugasemdir mínar fengið náð fyrir V. Erni V., og skil ég mjög vel, því hann þolir ekki "neibræður".
Sama er uppá teningnum þegar ég kem með athugasemdir til Femínista um kynferðisofbeldi kvenna gagnvart stúlkubörnum og/eða sveinbörnum og jafnvel eldri, en samt undir forræðisaldri. Í staðinn fyrir að svara fullum hálsi, þá þegja þær þunnu hljóði, - og merkilegt, eins og hjá V. Erni V.syni þá virðist þetta takast. Enginn tekur eftir þögninni.
Takk fyrir að koma með þessa ábendingu, en ég efast um að margir eyði púðri í að lesa hana né koma með athugasemdir því fólk fær doða yfir þunnri þögninni.
Kær kveðja,
Björn bóndi.
´
Sigurbjörn Friðriksson, 22.6.2008 kl. 22:47
Kæri Theódór
Það er mér hulin ráðgáta hvernig þú getur stillt málunum svona einfeldningslega upp. Vissulega er enginn þjóð/söfnuður betri en þeir einstaklingar sem eru í honum. En það sem þú ert að tala um er svo veruleikafirrt og úr samhengi við söguna að ég get ekki orða bundist.
Það tvennt versta sem nokkurntíma hefur riðið yfir mannkynið er þetta: (í hlutfallslega réttri röð)
1) Kommúnisminn í Sovétlöndunum: þar voru 50-70 milljón manns myrtir, á skipulagðan hátt.
2) Útrýmingin á gyðingum í Evrópu sem að mestu fór fram í Nazi-Þýskalandi: Margar milljónir gyðinga og barna þeira voru myrtar þar, einnig á skipulagðan hátt.
Bæði þessi ríki voru ríki sósíalista. Sovét þjóðnýtti allt, bæði atvinnuvegi og líf þegnana. Af hagkvæmnisástæðum lét Hitler sér nægja að þjóðnýta þegnana. En bæði ríkin voru sósíalista ríki.
Þjóðverjar fengu hugmyndina að gasklefunum sem þeir svo myrtu gyðingana í þegar þeir gerðu innrás í Sovét. Hugmyndin kom sem sagt frá Rússum. Þeir fundu gasklefana hjá Stalín.
Ég vona svo sannarlega að Bandaríkjamenn og fleiri (?) sleppi aldrei sinni verndarhönd af gyðingum.
Það sem þú ert að tala um eru þættir úr sjálfstæðis og lífsbaráttu gyðinga fyrir því að fá yfirhöfuð að vera til! Að þá leyfi til að að vera til, að verða ekki útrýmt !!!!
Hefur þú prófað að búa í ríki með óvinveitta nágranna á alla kanta ? Geturðu yfirhöfuð ekki sett hlutina í smá samhengi ? Já þetta ER vandamál.
Gyðingahatur er enn landlægt í stórum hluta Austur-Evrópu. En það eru þó engir gyðingar eftir í Austur-Evrópu til að hatast út í, því þeir voru næstum allir myrtir.
Smá perspektív væri ágætt. Það eru aðeins 63 ár síðan að þessi horror fór fram í bakgarðinum hjá okkur. Vonandi finnst lausn á þessum málum sem allir geta búið við.
Með kveðju
Gunnar Rögnvaldsson, 22.6.2008 kl. 22:57
Takk fyrir athugasemdirnar kæru félagar.
Sigurbjörn, ég hafði hugsað mér að nefna Ariel Sharon, en til að greinin yrði ekki of löng sleppti ég því!
Gunnar, auðvitað er stigsmunur á fjöldamorðum á 100 borgurum og mörgum milljónum. En ekki eðlismunur.
Það er hinsvegar mikil einföldun hjá þér að kalla morðin á hinum friðsama greifa Bernadotte og fólkinu í Deir Yassin, sem var óvopnuð gamalmenni og konur að mestu leyti, sjálfsvörn Gyðinga og vísa henni algerlega út í hafsauga.
Þá getum við teygt okkur mjög langt í að réttlæta mörg voðaverk sögunnar. Eru þá ekki hryðjuverk Hizbollah-hreyfingarinnar í Palestínu líka sjálfsvörn og bara lífsbarátta palestínuaraba fyrir að fá að vera til?
Það verður að segjast eins og er að friðsamir Palestínumenn fá ekki mikið svigrúm hjá böðlum sínum Ísraelsmönnum, sem gera daglegt líf þeirra að helvíti á degi hverjum og við horfum bara á.
Theódór Norðkvist, 22.6.2008 kl. 23:13
Eitt veldur mér vangaveltum. Jón Baldvin Hannibalsson sagði fyrir stuttu síðan í sjónvarpsviðtali í þættinum Silfri Egils, að Gyðingar væru ekki kynþáttur, heldur trúflokkur. Sama sagði í útvarpsviðtali fyrir nokkrum árum hann Gunnar Dal (fæddur 1923 sem Halldór Sigurðsson) er íslenskur rithöfundur, skáld og heimspekingur (frægastur fyrir að þýða "Spámanninn" eftir Ghalil Gibran á meistaralegan hátt).
Ef það er satt, þá er;
1. Gyðingar eru þá ekki Semítar, anti-semítismi á þá eingöngu við Araba, sem eru kynþáttur af Semítum kominn.
2. Gyðingar segjast vera afkomendur Abrahams, þá er það vitleysa.
3. Ísmael var launsonur Abrahams sem hann átti með ambátt sinni og rak þau bæti burt í útlegð að undirlægi Söru eiginkonu Abrahams. Abraham að sögn Araba er því ættfaðir Araba. Gamla Testamentið styður þá frásögn.
4. Eru þá Arabar og Gyðingar ekki skyldir?
5. Eru þá Gyðingar ekki þessir sem Gamla Testamentið segir frá og sem gera tilkall til "Fyrirheitna Landsins"?
6. Eru Gyðingar þá ekki þeir sem Guð gaf landið fyrirheitna?
Þetta þýðir að Jón Baldvin Hannibalsson og Gunnar Dal er þá að halda því fram að Gyðingdómur er bara kjaftæði og eins og ég held (og líklega þú Theódor Norðkvist,) að Gyðingdómur er bara pólitískt samsæri sem heitir Zíonismi og hefur ekkert með kynþátt, Semítisma né Gamla Testamentið að gera!?
Voru Nazistar á stríðsárunum í Helförinni (Holocaust) bara að þurrka út pósitíska andstæðinga, eins og Ísraelsmenn eru að þykjast að gera í Palestínu?
Hvernig er hægt að áframsenda þetta (C.c.) til V.Ö.V.sonar og fá svör við nokkrum spurningum, t.d., að hann legði nokkrar spurningar til Jóns Baldvins og Gunnars Dal??
Kær kveðja,
Björn bóndi.
Sigurbjörn Friðriksson, 22.6.2008 kl. 23:24
Það verður að segjast eins og er að friðsamir Palestínumenn fá ekki mikið svigrúm hjá böðlum sínum Ísraelsmönnum
Mér sýnist nú skotin ganga á báða bóga og örvæntingin ganga yfir báða hina stríðandi aðila. Það skeður einmitt í stríði og deilum. En útrýmingaranar á gyðingum voru ekki stríð. Þær voru einungs morð, og mörgum til mikils gamans. Þar er stór stór munur á. Sama gildir um morðin í Sovétþegnum.
sem gera daglegt líf þeirra að helvíti á degi hverjum og við horfum bara á.
Kanski ert þú með "patentlausn" á málunum og ef þú villt ekki bara "horfa á" þá gætir þú að keypt þér flugmiða og kynnt þér málið hjá báðum hinum stríðandi aðilum. Kanski muntu þá læra að skilja BÁÐA aðila.
Ég vona svo sannarlega að það muni vinnast friður fyrir báða aðila.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 22.6.2008 kl. 23:35
Björn bóndi, því miður er ég bara ekki nógu vel af mér í genetískum fræðum til að fullyrða nokkuð um erfðafræðilegan grunn Gyðinga nútímans. Ég hef þó lesið að Gyðingar frá Austur-Evrópu séu að mestu leyti afkomendur þjóðflokks sem tók upp trú Gyðinga um það leyti sem Íslam var að koma fram.
Keisari þjóðflokksins, sem hét Bulan, varð að velja milli kristni, gyðingdóms og Íslam. Hann valdi gyðingdóminn. Meira um málið hér. Sé eitthvað til í þessu þá er þorri Gyðinga í Ísrael ekki afkomendur hinna tólf ættkvísla Ísraels, heldur af heiðnu bergi brotnir og ættu því ekki að geta gert neitt tilkall til landsins á grunni himnesks afsals úr Gamla testamentinu.
Persónulega tel ég að hlutverk Gyðingaþjóðarinnar í fornöld hafi verið að fæða fram frelsara mannkynsins, Jesú Krist. Eftir að Hann kom fram er ekki eins ljóst hvert hlutverk Gyðinga er.
Gyðingdómur smám saman lagðist af og kristni hélt innreið sína og sá gyðingdómur sem stundaður er í Ísrael er engan veginn sami gyðingdómur og á tímum Gamla testamentisins.
Sigurbjörn, ég hvet þig til að setja þessar spurningar fram á blogginu hjá Vilhjálmi sem óskráður notandi. Ég vil ekki gera það, því mér er illa við að troða mér inn á blogg þar sem ég er ekki velkominn.
Ef Vilhjálmur er að lesa þetta er hann hér með hvattur til að svara þessum spurningum.
Theódór Norðkvist, 22.6.2008 kl. 23:43
Gunnar, þú svaraðir ekki spurningu minni í athugasemd nr. 3. Morð Gyðinga á aröbum í Deir Yassin og víðar voru ekkert annað en þjóðernishreinsanir, þó þær væru ekki eins viðamiklar og Gyðingar þurftu sjálfir að þola á fyrri hluta 20. aldar.
Ef þú lest ýmislegt sem David Ben-Gurion sagði þá þarftu ekkert að velkjast í vafa um að Zíonistar ætluðu sér að hrekja araba í burtu með illu eða góðu. T.d. þetta hér.
Það er stefnan hjá þeim enn þann dag í dag. Þó þeir fari ekki hátt með hana sést hún af verkum þeirra.
Theódór Norðkvist, 22.6.2008 kl. 23:50
Sigurbjörn, takk fyrir þitt innlegg, sem kom meðan ég var að svara Gunnari. Ég tek undir að mér sýnist þeir arabar sem hingað hafa komið spjara sig ágætlega.
Ég er ekkert að verja framkomu íslenskra stjórnvalda gagnvart gyðingum sem hingað vildu flytjast á tímum seinni heimsstyrjaldar og árunum á undan. Það er verðugt rannsóknarefni og ég fordæmi Vilhjálm ekki fyrir að halda því á lofti.
Það breytir samt ekki því að nauðsynlegt er fyrir Vesturlönd að taka upp harðari stefnu gegn stjórninni í Ísrael og mannréttindabrotum þeirra. Geri þau það ekki ávinna þau sér hatur og andúð arabaríkjanna.
Theódór Norðkvist, 22.6.2008 kl. 23:55
Þakka þér Theódoór fyrir skjót, góð og fræðandi svör. Mér þykir vænt um hvað þú getur rætt þetta mál af mikilli stillingu. Sjálfur berð ég mjög órólegur þegar ég sé ofbeldi beitt og sérstaklega ofbeldi sem er réttlætt með því að: "Ég var beittur ofbeldi, þá má ég beita alla aðra ofbeldieins og mér sýnist." Eins og Gyðingarnir segja (og G.W.Bush lærði af þeim): "Somebody must pay - just anybody - I don't care who."
Kveðja,
Björn bóndi.
Sigurbjörn Friðriksson, 23.6.2008 kl. 00:01
Ég get ekki svarað henni Theódór því ég þekki ekki málið nógu vel og ég treysti því miður ekki á orð þín um þessa atburði eftir að hafa lesið pistilinn þinn um hér að ofan um málefni Gyðinga.
En eitt veit ég: það voru stór mistök hjá Nuremberg dómstólnum að stimpla morðin á milljónum af Gyðingum sem verandi stríðsglæpi. Þetta voru einungis kaldrifjuð massamorð og höfðu ekkert með stríð að gera. Ekkert! Það stóð engum ógn af gyðingum. Engum! Þeir voru integreraður hluti af samfélaginu og góðir þegnar.
Þessi hryllingsaga afsannar einnig með öllu þá kenningu að það sé hægt að forðast styrjaldir, illvirki og massamorð með því að varpa efnahagslegum akkerum langt inni í þjóðfélagi annarra þjóða.
Gunnar Rögnvaldsson, 23.6.2008 kl. 00:07
Þakka þér fyrir hrósið, Björn. Mikið til í þessu hjá þér. Hörmungar sem gyðingar hafa þurft að þola í gegnum tíðina hafa því miður orðið vatn á myllu ofbeldismanna meðal gyðinga sem hugsa einmitt svona.
Theódór Norðkvist, 23.6.2008 kl. 00:08
Gunnar, ég skil ekki alveg síðustu setningu þína, gætirðu skýrt út hvað þú ert að segja?
Theódór Norðkvist, 23.6.2008 kl. 00:10
Það er óþarfi, Gunnar, að treysta á orð mín, um atburði fyrir botni Miðjarðarhafs fyrr og nú. Skoðaðu bara voðaverk Ísraelsmanna í Palestínu, t.d. Deir Yassin, ítrekuð morð þeirra á börnum í fótboltaleik. Það er til fullt af efni á netinu, bæði á Wikipediu, sem reynir að gæta hlutleysis og á www.liveleak.com, þar sem er að finna raunveruleg myndbönd af ofbeldi Ísraelsmanna gagnvart aröbum, sem lifa eins og hundar í búri á herteknu svæðunum.
Það fer ekkert á milli mála að tilgangurinn er að hrekja arabana í burtu með illu eða góðu.
Theódór Norðkvist, 23.6.2008 kl. 00:23
Sæll Björn bóndi; Þú veltir upp spurningunni hvort Gyðingar séu heiti yfir kynþátt eða trúarbragðafylgjendur. Svarið tel ég vera bæði. Vissir sjúkdómar sem leggjast á ákveðna genauppbyggingu leggst mest á Gyðinga. Þeir eru hinsvegar líka blandaðir. Ég hef hitt þeldökka Gyðinga (greinilega Afríkubúar) fá Eþíópíu í Ísrael og líka Gyðinga frá landamærum Rússlands og Mongólíu sem voru með mongólskt yfirbragð. Meiri hluti Gyðinga sem er búsettur í Bandaríkjunum og í Ísrael er samt upprunalega af semítaískum að uppruna. Það sem sameinar þetta fólk er svo trúin.
Theodór: Takk fyrir greinina. Hún endurtekur þessa oft spurðu spurningu; "hvenær drepur maður mann" o.s.f.r. Deilurnar sem koma í kjölfarið eru hvenær verður hryðjuverkamaðurinn að frelsishetju og hvenær verður stríðsglæpamaðurinn þjóðhetja. Eina leiðin til að fá einhverjar hreinar línur í svoleiðis umræðu er að finna hver grundvallaratriðin (prinsipin) eru. Á að miða við alþjóðleg lög sem æi gildi eru í dag eða lög sem í gildi voru fyrir 75 árum. Á að miða við siðferði vesturlanda eða siðferði austurlanda. Ef við miðum við algilda prinsippið "þú skalt ekki mann deyða" eru allir þessir menn, hvaða nöfnum sem þeir eru nefndir í dag, sekir.
Svanur Gísli Þorkelsson, 23.6.2008 kl. 00:32
Takk fyrir athugasemdina þína Svanur og velkominn sem bloggvinur. Hvenær drepur maður mann er sígild spurning. Ég tek undir þína niðurstöðu.
Hvað spurninguna sem Gunnar veltir upp varðar, hvort útrýmingarherferð nasista gegn Gyðingum voru stríðsglæpir þá er það nú frekar lögfræðilegt atriði en eitthvað annað. Eru stríðsglæpir bara glæpir sem eru framdir í vopnuðum átökum, eða glæpir sem eru framdir á stríðstíma, því tímabili sem stríði hefur verið lýst yfir milli þjóða eða þjóðabandalaga?
Aðalatriðið er að koma réttlætinu yfir stríðsglæpamenn, ekki hvaða nafni voðaverk þeirra eru nefnd. Mig minnir reyndar að ákæran á hendur flestum stríðsglæpamönnum nasista hafi einfaldlega verið glæpir gegn mannkyni.
Theódór Norðkvist, 23.6.2008 kl. 00:41
Enn og aftur ítreka ég hvatningu mína til Vilhjálms Arnar Vilhjálmssonar að svara spurningum Sigurbjarnar Friðrikssonar í 4. athugasemd þessarar umræðu.
Honum er velkomið að svara hér og tjá sig að öðru leyti um þessi mál, þó hann hafi lokað á mig á sinni síðu.
Theódór Norðkvist, 23.6.2008 kl. 00:43
Sæll Teddi minn.
Nóg að gera hjá þér.
Sendi þér orð:
"Með yður alla daga
16En lærisveinarnir ellefu fóru til Galíleu, til fjallsins, sem Jesús hafði stefnt þeim til. 17Þar sáu þeir hann og veittu honum lotningu. En sumir voru í vafa. 18Og Jesús gekk til þeirra, talaði við þá og sagði: "Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. 19Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda, 20og kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar." Matt. 28. 16.-20.
Guð þráir að þú þjónir honum og hefur miklu mikilvægarar hlutverk fyrir þig en að blogga neitkvætt um Gyðinga sem eru ekki fullkomnir frekar en aðrir menn. Við þurfum að biðja fyrir þeim því þeir þurfa að kynnast Jesú Kristi sem sínum persónulega frelsara og snúa frá sínum vondu verkum eins og allir aðrir. Kannski er það þitt hlutverk að flytja þeim gleðiboðskap Jesú Krists?
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.6.2008 kl. 12:50
Rósa ég tek heilshugar undir það að við þurfum að biðja fyrir Gyðingum sem öðrum mönnum. Ef þú veist betur en ég hvaða hlutverk Guð hefur ætlað mér væri forvitnilegt að fá að vita það. Ég veit hinsvegar að mér ber að halda á lofti kristilegum boðskap, hugarfari og gildum og það er ég að reyna að gera á þessum miðli.
Eitt af hlutverkum kristinna manna er að benda og vekja athygli á óréttlæti, hvort sem það á sér stað í Austurríki, Króatíu, Palestínu eða annars staðar.
Það er ekki kristilegt að þegja um, eða þykjast ekki vita um voðaverk sem framin eru af Gyðingum og enn ókristilegra er að reyna að þagga niður í þeim sem benda á þau, eins og Vilhjálmur og þú sjálf gerir.
Jesús Kristur hefur sjálfur sagt að þeir sem samþykkja óréttlætið, eða láta það óátalið, séu ekki að vinna fyrir Hans málstað.
Theódór Norðkvist, 23.6.2008 kl. 13:07
Enn bíð ég eftir svari frá Vilhjálmi.
Theódór Norðkvist, 23.6.2008 kl. 13:59
Sæll Teddi minn.
Það veit ég ekki og þess vegna skrifaði ég kannski.
Dró að gamni mínu orð fyrir þig: Jesús sagði: "Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá, sem heyrir orð mitt og trúir þeim, sem sendi mig, hefir eilíft líf og kemur ekki til dóms, heldur er hann stiginn yfir frá dauðanum til lífsins." Jóh. 5: 24.
Við erum lánsöm að tilheyra Jesú og eiga hann sem persónulegan vin og frelsara.
Verum í bandi.
Vertu Guði falinn.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.6.2008 kl. 15:28
Takk fyrir þín góðu orð Rósa. Mig langar mjög mikið að skrifa færslu um hvað felst í því að trúa á Drottinn Jesú. Ég veit ekki hvenær, en þangað til ætla ég að óska eftir athugasemdum við þetta hitamál sem er upphafsefni þessa þráðar:
Eru glæpir gegn mannkyni aðeins glæpir gegn mannkyni þegar þeir beinast gegn Gyðingum og eru framdir af öðrum en Gyðingum?
Theódór Norðkvist, 23.6.2008 kl. 15:37
Sæll Teddi minn
SVARIÐ ER AUÐVITA NEI. ÞAÐ ER ALVEG SAMA HVER FREMUR GLÆP. ÞAÐ ER SYNDSAMLEGT. ÞETTA HÖFUM VIÐ FARIÐ Í GEGNUM ÁÐUR OG ÞESSVEGNA SKVARAÐI ÉG EKKI ÞESSARI SPURNINGU. HÉLT ÞIG MUNA AÐ ÉG SVARAÐI ÞESSU Á BLOGGINU MÍNU AFTUR OG AFTUR Í VETUR OG LÍKA Í TÖLVUPÓSTI.
Boðorðin tíu: Eitt af þeim. Þú skalt ekki morð fremja . Gildir um alla.
Guðs blessun.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.6.2008 kl. 16:16
Þakka skýr svör Rósa. Nú er ég ánægður með þig (eins og alltaf!)
Theódór Norðkvist, 23.6.2008 kl. 16:47
Jesú Kristur: "Gjör öðrum það sem þér viljið að aðrir gjöri yður."
Konfúsíus (Kon Fú Tse): "Ekki gjöra öðrum að sem þér viljið ekki að aðrir gjöri yður."
Mér er nokk sama hvaðan gott kemur. Hér kemur nokkuð sem svo sannarlega er ekki frá gyðingdómi komið, því Jesús Kristur boðaði gyðingum aðra siði en hefnd, hatur og blóðþorsta (fyrir það var hann drepinn). Annað kemur frá Kristi (kristindómi) og hitt frá Kína, (laoisma ef ég hef rétt fyrir mér, skiptir ekki meginmáli) og bæði bera nákvæmlega að sama brunni.
Jesú Kristur: "Elska skalt þú náungann eins og sjálfan þig." Þetta kemur í beinu framhaldi.
Þurfum við nokkuð einfaldara til að lifa eftir í mannlegum samskiptum? - Ég held ekki. Þurfum ekki einu sinni trúarbrögð, því þessi boðskapur er um mannleg samskipti, sem trúaðir og trúlausir geta verið sammála um.
___
Theódór Norðkvist. Ég vil ekki skrifa V. Erni V.syni undir óskraðu nafni til að spyrja hann svars við bloggi mínu (nr. 4), því ég er einnig útilokaður frá bloggsíðu hans, og ef ég færi að troða mér þangað inn óboðinn, væri eins og að reyna að troða sér frárennsliskerfi holræsa stórborgar með allan þann viðbjóð sem þar flýtur (blogg þitt nr. 6).
Svanur Gísli Þorkelsson. Þakka þér greinargóð og efnisleg svör við spurningum við hugleiðingum mínum. Þau eru mjög samhljóma svörun Theódórs Norðkvists við sömu hugleiðingum. Þá berum við að sama brunni, geta "gyðingar" krafist eignarréttar yfir landi sem Guð "gaf þeim" fyrir yfir tvöþúsund árum, nema að þeir viðurkenni gyðingdóm sem pólitík og trúarflokk, ekki sem Semíta?
Ég geri orð vinar míns sem var á fundi (námskeiði) um mannleg samskipti, þar sem margir viðstaddra voru af hinum og þessum trúflokkum / trúarbrögðum. Hann sagði í lok fundar þegar hann sleit fundinum: "[nokkur falleg orð... og svo] megi Guð ykkar og æðri máttur ykkar vera með ykkur."
Kærar þakkir, Björn bóndi.
Sigurbjörn Friðriksson, 23.6.2008 kl. 22:40
Sæll aftur Björn bóndi. Ég tek undir með þér að gullna reglan er eitthvað sem gott er að ríki í mannlegum samskiptum. Þessi orð Konfúsíusar eru góð og gild, en gullna reglan gengur lengra, þar sem hún felur meira í sér framkvæmd (Gjörið...) meðan orð Konfúsíusar fela frekar í sér að framkvæma ekki (gjörið ekki...)
Ekki tel ég mig hafa svarið við því hvað er sannur Gyðingur og hver á Palestínulandsvæðið á grundvelli spádóma Biblíunnar. Þá væri ég að þykjast hafa svar við því sem færustu guðfræðingar heims deila um.
Ég held samt að siðaðir menn geti verið sammála um að ekkert himneskt afsal er til sem veitir einni þjóð rétt til að traðka á annarri, drepa hana, svelta og skjóta unga fólkið hennar á færi. Ísraelsmenn hljóta að vera bundnir af alþjóðlegum mannréttindasáttmálum siðaðra þjóða, rétt eins og aðrir.
En ég tek undir með þér að við skulum ekkert vera að læðast inn á lokaða bloggsíðu Vilhjálms. Honum hefur verið gefið færi á að svara fyrir sig hér, en hann hefur ekki treyst sér til þess enn. Þessi færsla er komin í heitar umræður og Vilhjálmur á alveg að vita hvað hér hefur farið fram, lesi hann aðrar bloggsíður en sína eigin.
Theódór Norðkvist, 23.6.2008 kl. 23:08
Takk Theódór fyrir ljúfa hugleiðingu fyrir svefninn.....
Guð gaf mér líf að lifa, mín gjöf til Guðs er hvernig ég lifi lífinu.
Góða nótt,
Björn bóndi.
Sigurbjörn Friðriksson, 24.6.2008 kl. 00:30
Takk fyrir innlitið og góða nótt.
Theódór Norðkvist, 24.6.2008 kl. 00:35
Theódór. Hverjir frömdu fjöldamorðin í Deir Yassin?
marco 24.6.2008 kl. 17:22
Ég svara aðeins þeim sem kynna sig með nafni.
Theódór Norðkvist, 24.6.2008 kl. 19:15
Svokallaður Marco hefur greinilega ekki lesið tengilinn sem ég vísaði til í upphafsfærslunni.
Theódór Norðkvist, 24.6.2008 kl. 20:42
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson svarar ekki ennþá. Ef til vill gæti Gunnar Rögnvaldsson hrist aðeins upp í félaga sínum?
Kv. Björn bóndi.
Sigurbjörn Friðriksson, 24.6.2008 kl. 22:25
Hann (Gunnar) má alveg gera það. Ég held bara að Vilhjálmi líki það best að ræða málin á sínu bloggi (ef hægt er að kalla það sem þar fer fram umræður) þar sem hann getur keflað fyrir munninn á andmælendum sínum.
Theódór Norðkvist, 24.6.2008 kl. 22:42
Rétt hjá þér. "Live and let live", jafnvel V.Ö.V. Hann V.Ö.V., káfar ekki uppá mig á síðunni sinni, því ég er hættur að svekkja mig á að lesa hana.
Ég lærði "trikk" af manni sem var 8 ára fyrir nákvæmlega 2.000 árum síðan. Ef mér líkar ekki við einhvern og finnst hann ógeðfelldur, þá bið ég fyrir honum. - Og gettu hvað. Mér fer að líða betur!
Kv. Björn bóndi.
Sigurbjörn Friðriksson, 24.6.2008 kl. 22:55
Það er besta ráðið. Góðar stundir.
Theódór Norðkvist, 24.6.2008 kl. 22:57
Sæll Teddi minn.
Sorgleg frétt frá Miðausturlöndum.
Spenna eykst á Gasa
Guð miskunni fólkinu bæði í Ísrael og Palestínu.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.6.2008 kl. 21:26
Takk fyrir þetta, Rósa.
Theódór Norðkvist, 25.6.2008 kl. 21:27
Að beiðni Árna Matthíassonar hef ég fjarlægt athugasemd Sigurbjarnar Friðrikssonar, sem var númer 7, þar sem hann segir að lögmaður Árvakurs telji hana brjóta gegn almennum hegningarlögum.
Hér er beiðnin sem Árni sendi mér, orðrétt:
On Thu, 26 Jun 2008 10:56:14 +0000
"Árni Matthíasson"
> Sæll vertu Theódór.
>
> Í athugasemdum notenda við bloggfærslu þína "Eiga bara óvinir Gyðinga að
> standa reikningsskil fyrir stríðsglæpi?",
> http://theodorn.blog.is/blog/theodorn/entry/574322/, eru ummæli sem fara
> gegn 233. gr. hegningarlaga a) um sérstaka vernd ákveðinna hópa gegn
> tjáningu/hatursáróðri að mati lögmanns Árvakurs. Í skilmálum blog.isstendur:
>
> "Gefi notandi bloggsíðu öðrum heimild til að skrifa á síðuna ber hann fulla
> ábyrgð á skrifunum."
>
> Í því ljósi beini ég því til þín að fjarlægja umrædda athugasemd, þá sem er
> nr. 7 í listanum og samin af Sigurbirni Friðrikssyni.
>
> Með kveðju,
>
> Árni Matthíasson,
> blog.is.
Theódór Norðkvist, 26.6.2008 kl. 13:32
Sæll Theódór.
Neðangreindan netpóst fékk ég frá Árna Matthíassyni á blog.is. Hann nefndi ekki nr. á greininni, né nákvæmlega hvað það var sem hlóp fyrir brjóstið á kærandanum svo og lögmanni Árvakurs. Nú ert þú búinn að fjarlægja athugasemd sem ég sé í bogginu til þín að var nr. 7, og ég man ekki nákvæmlega hvað var í athugasemd nr. 7, til að ég geti glöggvað mig á um hvað málið snýst. Vilt þú vera svo vænn að senda mér "Athugasemd nr. 7", mér til glöggvunar, svo ég geti: "gætt betur orða minna framvegis."
Eftirfarandi netpóst fékk ég frá Morgunblaðinu í dag, 26/06/2008, og er svar mitt þar fyrir neðan:
From: arnimatt@gmail.com [mailto:arnimatt@gmail.com] On Behalf Of Árni MatthíassonSent: 26. júní 2008 10:57
To: Sigurbjörn Á. Friðriksson
Subject: Vegna bloggfærslu Sæll vertu Sigurbjörn.
Ummæli þín í athugasemd sem skrifuð er við bloggfærsluna "Eiga bara óvinir Gyðinga að standa reikningsskil fyrir stríðsglæpi?", http://theodorn.blog.is/blog/theodorn/entry/574322/, fara gegn 233. gr. hegningarlaga a) um sérstaka vernd ákveðinna hópa gegn tjáningu/hatursáróðri að mati lögmanns Árvakurs. Í skilmálum blog.is stendur:
"Gefi notandi bloggsíðu öðrum heimild til að skrifa á síðuna ber hann fulla ábyrgð á skrifunum."
Í því ljósi var því beint til eiganda bloggsíðunnar, Theódórs Norðkvist fjarlægja umrædda athugasemd, en þú ert áminntur um að gæta betur orða þinna framvegis.
Með kveðju,
Árni Matthíasson,
blog.is. From: Sigurbjörn Á. Friðriksson
Sent: 26. júní 2008 14:57
To: 'Árni Matthíasson'; 'arnimatt@gmail.com'
Cc: 'bjornbondi@yahoo.com'
Subject: RE: Vegna bloggfærslu Sæll vertu Árni Matthíasson hjá blog.is 1. Til að ég get betur áttað mig á villu míns vegar og “gætt betur orða minna framvegis” eins og ég er áminntur um, vinsamlega vertu nákvæmari í því hver nákvæmlega orðin/setningin (setningarnar) eru sem ég var klagaður fyrir og sem lögmaður Árvakurs tekur undir með klagaranum. Theódór Norðkvist hefur þegar tekið til í sínum ranni svo ég get ekki fundið athugasemd mina.2. Þú sendir þessa tilkynningu um fjarlægingu ummæla minna svo og áminningu um að gæta betur orða minna framvegis, á netfang á vinnustað mínnum, sem mér finnst óviðeigandi.3. Ég rita undir blogg nafni; “Björn bóndi” (undirritun: Sigurbjörn Friðriksson) netfang: bjornbondi@yahoo.com4. Mér finnst viðeigandi að þú og aðrir haldi vinnustað og atvinnu minni utanvið bloggheim þann sem ég tek þátt í. Kær kveðja,Björn bóndi.
Sigurbjörn Friðriksson, 26.6.2008 kl. 15:05
Sæll Sigurbjörn. Ég er búinn að senda þér athugasemdina í tölvupósti.
Moggabloggsmenn verða að skýra hvaða hluti athugasemdarinnar það var nákvæmlega sem þeir sáu eitthvað athugavert við. Árni sendi mér þessa beiðni og ég verð að treysta áliti lögmanns þeirra.
Sjálfum finnst mér einkennilegt að höfundur bloggsíðu sé ábyrgur fyrir því sem aðrir skrifa. Þess vegna hef ég ekki tekið út athugasemdir, þó þær séu á mörkunum, fyrr en nú.
Mér fannst þessi athugasemd á mörkunum, þó ég hafi leyft henni að standa, en ég þakka þér fyrir þátttöku í umræðunni að öðru leyti.
Þetta er mál sem er mjög mikilvægt að ræða. Andstæðingum mál- og ritfrelsis og verjendum mannréttindabrota Ísraela má ekki takast að kefla fyrir munninn á þeim sem vilja ræða málið og draga myrkraverk stjórnvalda í Ísrael fram í dagsljósið.
Umræðan verður samt að vera á smekklegum nótum, ég hvet að sjálfsögðu til þess og reyni sjálfur að setja mitt mál fram þannig að það standist lög.
Ég er hinsvegar ekki löglærður og get ekki skorið úr um hvað er bannað og hvað ekki, aðeins beðið fólk að gæta velsæmis. Þess vegna hef ég ekki tekið út athugasemdir og er illa við að taka mér það vald að skera úr um hvenær á að kefla fyrir munninn á fólki.
Theódór Norðkvist, 26.6.2008 kl. 15:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.