26.10.2008 | 01:03
Rífur Guð niður brýr?
Það var mjög einkennileg mynd í sjónvarpinu í kvöld. Myndin, sem á að gerast í Perú á 18. öld, segir frá presti sem er sendur til að rannsaka hvort almættið hafi átt hlut að máli þegar göngubrú hrundi og fimm manns fórust.
Þrátt fyrir að skarta Robert de Niro, Kathy Bates og nokkrum fleiri stórum nöfnum í lykilhlutverkum skorar myndin ekki hátt að mínu mati. Þær spurningar sem myndin vekur upp eru aftur á móti alltaf áleitnar.
Eru örlög hvers manns ákveðin af æðri máttarvöldum, eða skapa menn sér sína eigin gæfu? Í mynd þessari tekur prestur af reglu Franskiskumunka það að sér að yfirheyra nokkrar lykilpersónur í lífum þeirra sem fórust er perúska brúin hrundi í þeim tilgangi að fá svör við svona guðfræðilegum spurningum.
Margir vilja kenna Guði um öll þau óhöpp og ógæfu sem mannkyn þarf að þola. Þær persónur sem létu lífið í brúarslysinu í áttu það sameiginlegt að vera hið vænsta fólk sem lífið hafði leikið grátt.
Lexían sem hægt er að læra af myndinni er einna helst að fara aldrei yfir brýr nema maður sé viss um að hún þoli áganginn. Þessi göngubrú, sem lá yfir djúpt gil, var ofin úr bambusvið að því er mér sýndist. Hún var álíka traustvekjandi og efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar íslensku.
Ég álít hinsvegar ekki að Guð klippi í sundur brýr að gamni sínu.
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Teddi.
Ekki sá ég þessa og hef sennilega ekki misst af miklu.
Kærleikskveðjur.
Þórarinn Þ Gíslason 26.10.2008 kl. 01:48
Nei, ég varð fyrir vonbrigðum með myndina, þó hún fengi mig aðeins til að hugsa þessi mál.
Bestu kveðjur til þín.
Theódór Norðkvist, 26.10.2008 kl. 01:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.