30.10.2008 | 22:59
Undir sama dómi
Þegar Jesús var krossfestur voru tveir ræningjar krossfestir sinn hvoru megin við hann. Frásögnin er í 23. kafla Lúkasarguðspjalls, 39-43 versi:
Annar þeirra illvirkja sem krossfestir voru hæddi hann og sagði: Ert þú ekki Kristur? Bjargaðu sjálfum þér og okkur! En hinn ávítaði hann og sagði: Hræðist þú ekki einu sinni Guð og ert þó undir sama dómi? Við erum það með réttu og fáum makleg gjöld fyrir gerðir okkar en þessi hefur ekkert illt aðhafst. Þá sagði hann: Jesús, minnst þú mín þegar þú kemur í ríki þitt! Og Jesús sagði við hann: Sannlega segi ég þér: Í dag skaltu vera með mér í Paradís.
Þessir ræningjar sem krossfestir voru með Jesú áttu það sameiginlegt að hafa farið illa að ráði sínu í lífinu fyrst endalokin voru á þennan veg. Sá fyrri hefur greinilega vitað að Jesús hafði prédikað að hann væri hinn smurði Messías, sá sem spámennirnir höfðu boðað að myndi frelsa lýð sinn frá syndum þeirra, eins og segir í Matteusarguðspjalli 1:21.
Hann virðist hinsvegar ekki hafa trúað því að Jesús væri sá sem hann sagðist vera. Allavega sá hann ekki að hann þyrfti að iðrast misgjörða sinna. Hann gerði sér grein fyrir því að líf hans væri á enda, en gerði sér ekki grein fyrir því hvers vegna hann hlaut þessi örlög.
Viðbrögð hans eru í ætt við afstöðu margra efahyggju- og vantrúarmanna. "Ertu ekki Kristur? Bjargaðu sjálfum þér og okkur!" sagði ræninginn. Efahyggjumenn spyrja oft hvers vegna miskunnsamur Guð bindi ekki enda á hörmungar mannkynsins, hungursneyðir, styrjaldir, sjúkdóma o.s.frv. ef hann er til.
"Hræðist þú ekki einu sinni Guð og ert þó undir sama dómi?" Með þessari spurningu er ræninginn að lýsa yfir þeirri trú sinni að Jesús sé Guð. Ræningjarnir fengu sama dóm og Jesús, krossfestingu. Hann bendir síðan félaga sínum á að þeir fengu einfaldlega það sem þeir áttu skilið, ólíkt Jesú sem var krossfestur saklaus.
Þessi saga sýnir að það er jafnvel hægt að öðlast fyrirgefningu syndanna á lokamínútum lífsins. Guð er miskunnsamur. Það er samt óráðlegt að fresta afturhvarfi sínu og treysta óvissri dauðastund eins og Hallgrímur Pétursson orti í Passíusálmunum.
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll og blessaður.
Frábær pistill. Sammála þér að það er óráðlegt að fresta því að taka á móti Jesú og biðja hann um fyrirgefningu á síðustu augnablikum lífsins. Það eru ekki allir sem hafa þá tækifæri til að játast Jesú Kristi.
Drottinn blessi þig og varðveiti
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.10.2008 kl. 23:08
Takk fyrir athugasemdina, Guð blessi þig sömuleiðis. Ánægjulegt að fá athugasemd um svona mikilvægt málefni.
Theódór Norðkvist, 30.10.2008 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.