Enn grófari spilling og sérhagsmunagæsla í uppsiglingu?

Það lítur ekki út fyrir að liðið sem sökkti landinu hafi lært nokkuð af afglöpum sínum. Orðrómur er uppi um að það sé verið að vinna í því í nýju bönkunum, ríkisbönkunum, að fella niður skuldir vegna hlutabréfakaupa hjá starfsmönnum gömlu bankanna.

Þetta kemur fram á bloggi Egils Helgasonar:

Mikill fjöldi starfsmanna hefur keypt hlutabréf gegn láni (og þá helst erlendu) á undanförnum árum og jafnvel stuttu fyrir hrunið. Innan bankanna er unnið að því hörðum höndum að leysa úr þessari flækju og losa fólk undan þessari skuldbindingu - ástæðan er m.a. sú að starfsmenn sem tapa öllu og verða gjaldþrota mega ekki vinna hjá bankanum.

Á sama tíma og þetta er gert hækka íbúðarlán annarra landsmanna stjórnlaust, ríkið gerir ekkert nema bjóða gálgafrest og útlit er fyrir að tugþúsundir verði á götunni bráðlega.

Þegar skemmtiferðaskipið fræga Titanic var að sökkva læstu skipverjar fátæklingana inni á þriðja farrými með járnhliði meðan yfirstéttin raðaði sér og sínum í björgunarbátana. Á sama hátt ætla stjórnvöld að bjarga gæludýrum sínum meðan alþýða landsins er hneppt í skuldafjötra ásamt börnum sínum og barnabörnum um ókomna tíð.

Hvers konar drulluhalar eru eiginlega við stjórnvölinn á þessu skeri? Ég hvet alla til að mótmæla og láta heyra í sér. Ekki láta þetta lið komast upp með svona grófa mismunun átölulaust.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þetta mátti sjá fyrir

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 31.10.2008 kl. 23:57

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Undir hvaða þræði er þetta hjá Agli?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.11.2008 kl. 00:00

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Nákvæmlega Jakobína. Hér er tengillinn:

http://eyjan.is/silfuregils/2008/10/30/nokkur-lesendabref-i-vidbot

Theódór Norðkvist, 1.11.2008 kl. 00:13

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Theódór Norðkvist, 1.11.2008 kl. 00:17

5 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Já ég er sammála maður hafði von um að eftir hrunið myndi nú sistemið breytast til betri vegar,en nei það bara færist til skíturinn og nýtt matador sett í gang um leið.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 1.11.2008 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband