21.11.2008 | 23:06
Blóðpeningar
Ég óska Bretum, Þjóðverjum og Hollendingum til hamingju með að hafa endurheimt sparifé sitt, en bendi þeim á eina staðreynd:
Þessir peningar sem þeir nú endurheimta eru blóðpeningar. Það sem gerði það mögulegt að þeir fá greitt sitt sparifé aftur eru væntanleg gjaldþrot, fátækt, sultur og seyra margra fjölskyldna, gamalmenna, sjúklinga og öryrkja sem verða reknir af deildum heilbrigðisstofnana sem verður að loka vegna skuldafjötra sem íslenska ríkið var neytt með fjárkúgun til að taka á sig. Þannig munu margir sem áttu enga sök á þjófnaði útrásarvíkinganna þjást.
Njótið vel, breskir, hollenskir og þýskir sparifjáreigendur.
Vona að þið séuð ánægðir, Jón Ásgeir Jóhannesson, Hannes Smárason, Björgólfur Thor og Guðmundsson og aðrir sem enn lifa í vellystingum þrátt fyrir að hafa lagt fjárhag heillrar þjóðar í rúst.
Til hamingju Sjálfstæðisflokkur, frjálshyggjumenn, Framsóknarflokkur og Samfylking með að hafa lagt samfélagið í rúst. Þið uppskáruð eins og þið sáðuð til. Til hamingju þið sem kusuð þessa flokka.
Greitt af Icesave reikningum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég tek undir allt hér framansagt og bæti við:
Á eyðisöndum Austurvallar
eiga hreiður rugludallar.
Kjaftaskúma kvörnin mallar,
klækja spinnur lygavef.
Eld þar skara að eigin köku
og alla næstum hirða böku.
Yrkja sumir stöku og stöku,
en særstur hluti fæst við þref.
Fjármagn dreifist fárra á hendur.
Fátækt eykst um víðar lendur.
Tími vor við tölvur kenndur
tryllt er sýndarveröld ein.
Græðgi og frekja gamma fárra
gæfu rýrir ótal smárra,
ögn sem hefðu annars skárra,
eitthvað meira en kjötlaust bein.
Sveinn Auðunsson 21.11.2008 kl. 23:40
Úr því maður er byrjaður!! Það er engin leið að hætta!!
Gegnum ötuga framrúðu framtíðar reyni að mæna.
Út um forina rýni í grámann, leita takmarks í buska.
Útspýtt sem hundsskinn og undinn sem grútskítug tuska
mun útsmognum dynt hverjum mæta með hjálpinni bæna.
Raunheims frá hvalræðum efalaust áfram mun hverfa
til innlanda fegri og töfraheims drottningar lista.
Þar ljúft er að gista, þá fegurðarþrána mun þyrsta
og þorrinn er máttur og leitar spánýrra gerva.
Sveinn Auðunsson 21.11.2008 kl. 23:52
Góðar vísur. Best að ég skelli þá inn vísu sem ég samdi snemma í haust, en fyrriparturinn er reyndar úr þættinum Orð skulu standa:
Theódór Norðkvist, 22.11.2008 kl. 00:12
Sökudólgarnir eru Gordon Brown, Darling og stjórnvöld í Hollandi, ásamt leppunum í ESB og Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Fyrir utan að sjálfsögðu þjófana sjálfa og sofandi stjórnvöld hér.
Mér finnst hinsvegar sjálfsagt að benda á þetta samhengi. Mér myndi ekki líða vel, ef Hollendingur myndi brjótast inn hjá mér og ræna öllu fémætu. Síðan myndu íslensk stjórnvöld bæta mér skaðann með því að ræna einhverja gamla konu í Amsterdam aleigunni og nota þýfið til að borga mér skaðann.
Theódór Norðkvist, 22.11.2008 kl. 00:37
Afsakið, bæta mér skaðann.
Theódór Norðkvist, 22.11.2008 kl. 00:40
Rétt minn kæri. Við eigum hvorki að vera vondir við gamlar konur í Amsterdam né Kópavogi. En svona í framhjáhlaupi: Með misnotkun skoðanakannana er verið að teyma þjóðina til að afsala endanlega fullveldi Íslands til ESB sem yfirþjóðlegs valds - með allt niður um okkur og án þess að hafa nokkurt einasta "Bargaining power" eða vera í neinni samningsstöðu - af neinu tagi.
Ef við neyðumst til þess að gefast upp fyrir skuldastöðu þjóðarinnar, er Noregur eina ríkið sem við höfum eitthvað að bjóða. Með EES erum við þegar í sama potti og Norðmenn og í yfirþjóðlegu sambandi við þá. Ef eitthvað er til í því að á Drekasvæði sé olíu að finna, eru þar hagsmunir sem henta Norðmönnum. Við deilum með þeim Norður-Atlantshafi auk uppruna okkar, sögu og fornri menningu. Sagan kennir okkur síðan að þaðan gætum við átt afturkvæmt
kela 22.11.2008 kl. 01:34
Bull og vitleysa er þetta í þér. Þetta eru engir blóðpeningar. Við komumst bara ekki upp með að stinga frá reikningum og vorum gómuð. Við komumst ekkert upp með að gera upp á milli erlendra og innlendra innistæðueigenda. Eitt skal yfir alla ganga og þetta eru stærstu mistök Íslandssögunar að halda að við gætum komist upp með þetta. Þetta er prinsippmál og lítil þjóð eins og Íslendingar komast ekkert upp með að brjóta. Hin vitleysan er að þjóðnýta bankanna og gefa skít í erlenda skuldunauta þeirra og banna lögsóknir gegn þeim í 2 ár. Þetta fer algjörlega með mannorð okkar. Enginn vill lána okkur um ókomna framtíð. Þetta er mjög hæpið mál lagalega séð og fjárnám eru gerð erlendis í eigur bankanna. Bankarnir eru gjaldþrota og fallnir og fyrir erlenda aðila er þetta enn eitt ránið og eyðileggur okkar orðstýr.
Réttast væri að gera þá gjaldþrota og láta erlenda kröfueigenda þá eignast þá og þá eiga þeir kröfur í lán íslendinga og við það verður allt mikið gegnsærra. Bankarnir njóta einskis traust og eru eins og hver annar brandari. Þúsundir bankamanna í atvinnubótavinnu. Gætu þess vegna farið að þrífa götur eða stýra umferð. Ekki geta þeir lánað eða stundað eðlilega bankastarfsemi.
Gunn 22.11.2008 kl. 08:12
Blessaður, Keli og takk fyrir síðast. Já, það er þó skárra að sameinast Norðmönnum, en það tók nú sjö aldir að losna frá þeim síðast.
Gunn, það er einfaldlega lagalegur ágreiningur um að ríkinu beri skylda til að bæta innistæðueigendum tap sitt vegna falls bankanna. Hitt er að þeir gerðu vitleysu með því að mismuna erlendum og innlendum sparifjáreigendum og brjóta jafnræðisregluna.
Theódór Norðkvist, 22.11.2008 kl. 11:21
Nákvæmlega, Hippókrates. Það getur ekki verið löglegt að gera skattgreiðendur ábyrga fyrir afglöpum einkaaðila.
Theódór Norðkvist, 22.11.2008 kl. 13:08
Það er naumast að það er vel ort :)
Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.11.2008 kl. 13:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.