Varið ykkur á tröllunum

Ég tek eftir því að mjög margir þræðir í heitum umræðum snúast um ungan mann sem var handtekinn ólöglega á föstudaginn var til að láta hann afplána sekt sem hann fékk fyrir eignaspjöll þegar hann var að mótmæla náttúruspjöllum fyrir nokkrum árum. Sami maður dró bónusfánann að húni við alþingishúsið á dögunum.

Mig langar að vekja athygli á því að þessir bloggarar, sem eru að mótmæla mótmælunum við lögreglustöðina á laugardaginn, vegna handtöku þessa unga manns, eru það sem kallað er á netmáli tröll.

Tröll eru fyrirbæri á umræðuvefum, sem leitast við að afvegaleiða umræðuna frá því sem skiptir máli yfir í þras um eitthvað sem skiptir litlu máli.

Það hefur gerst hér síðustu mánuðina að nokkrir tugir manna hafa rænt sparifjáreigendur út um alla Evrópu, gamalmenni, góðgerðarsamtök og sveitarfélög þar á meðal, fleiri hundruðum milljarða og stungið af með peninginn.

Yfirvöld landanna sem þjófarnir fóru ránshendi um urðu eðlilega æf og hafa þvingað íslenska ríkið til að bæta skaðann og því sitja skattgreiðendur uppi með skuld sem er hærri en árleg þjóðarframleiðsla landsins.

Auðvitað er fáránlegt að vera að þrasa um nokkrar brotnar rúður þegar svona neyðarástand hefur skapast, allir þjófarnir ganga lausir og eru jafnvel að kaupa upp fjölmiðla og verðmæt fyrirtæki til að geta haldið áfram að ræna fólk.

Ekki láta tröllin plata ykkur. Netfróðir menn telja að besta aðferðin til að berjast við tröll sé að svara þeim ekki. Ég hvet fólk til þess.

Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þetta

ég sofna ekki ég gleymi ekki held áfram að mótmæla

Kveðja

Æsir 23.11.2008 kl. 22:02

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ekkert að þakka, Æsir. Gott hjá þér.

Theódór Norðkvist, 23.11.2008 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband