Les Hörður Torfa bloggið?

Fyrr í kvöld birtist frétt á Eyjunni um að næstu mótmæli verði þögul. Þar segir:

Í stað ræðuflutnings er þeim tilmælum beint til þátttakenda að horfa í átt að Alþingishúsinu þegar klukka Dómkirkjunnar slær þrjú síðdegis, lúta höfði og hafa þögn í nákvæmlega 17 mínútur.

Ég verð að lýsa ánægju minni með þessa hugmynd, sem ég bar sjálfur fram á blogginu hjá Guðsteini Hauki fyrir stuttu síðan. Ég lagði líka til að mótmælafundirnir yrðu í 3-4 tíma, en er ekki viss að mikill hljómgrunnur sé fyrir því þar sem slíkt krefst mikils úthalds.

Ekki veit ég hversu duglegur Hörður Torfa og félagar eru að lesa bloggsíður. Það kann einnig að vera að mörgum þyki fullreynt að ræðuhöld undanfarinna mótmælafunda hafi ekki náð sljóum eyrum ráðamanna, þrátt fyrir margar góðar og hnitmiðaðar ræður. Það sé því tími til kominn til að grípa til annarra ráða.

Allt skal reyna áður en það sýður upp úr fyrir alvöru í þjóðfélaginu. Það er engum til góðs.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

við getum ekki haft 3-4 tíma fundi hér í kuldanum!!!!!!!!

Hólmdís Hjartardóttir, 11.12.2008 kl. 01:10

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það er hægt með nokkurs konar vaktaskiptum. EF samstaða næst fyrir því. Hafa 3-4 mótmælagengi.

Theódór Norðkvist, 11.12.2008 kl. 01:24

3 identicon

Ég bara spyr, til hvers í andskotanum að hafa mótmæli ef ekki má segja sína skoðun á því sem að okkur finnst miður hafa farið  í þjóðfélaginu? Til hvers á að safna saman fólki á Austurvelli til þess eins að halda kjafti ? Þetta er ekki það sem þjóðin vill, hún vill AÐGERÐIR en ekki einhverja úrtölukjafta sem að segja manni að gera þetta en ekki hitt, svo sem: Ekki henda eggjum, ekki gera eitthvað sem að ríkisstjórninni líkar ekki, endilega þrífið eftir ykkur sóðaskapinn, verið þæg og góð og gerið ekki neitt annað en halda kjafti.  Ég frábið mér svona heiguls og gunguhátt, þetta er ekki það sem að ég var alinn upp við. Ég vil alvöru aðgerðir og ég treysti erfingjum þjóðarinnar bezt til að ná árangri. ÞIÐ, UNGA FÓLK, BERJIST öðruvísi munuð þið aldrei ná árangri.  ÍSLANDI ALLT.

Kristjan 11.12.2008 kl. 02:08

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Þetta er bæði sérstakt og framúrstefnulegt. Það kemur í ljós á laugardag hvernig undirtektir hugmyndin fær, ég mæti. Það er snjallt að hafa þetta 17 mínútur, ein mínúta fyrir hvert þeirra 17 ára sem Davíð Oddsson hefur verið forsætisráðherra. Þó hann stjórni ríkisstjórn sinni úr öðrum stól nú um stundir ...

Haraldur Hansson, 11.12.2008 kl. 02:18

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Já, það verður forvitnilegt að sjá hvað kemur út úr svona mótmælum. Rétt að reyna til þrautar að snúa stjórnvöldum með góðu.

Theódór Norðkvist, 11.12.2008 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband