Svik við gerða kjarasamninga

Þetta loforð sem ríkisstjórnin gaf var forsenda þess að verkalýðsfélögin sættu sig við smánarhækkanir á launum sínum sem eru löngu uppétnar á verðbólgubálinu og gott betur.

Nú ætlar ríkisóstjórnin að ganga á bak orða sinna ofan á allar þær álögur sem hún hefur lagt á almenning í landinu.

Burt með þessa svikahrappa úr ríkisstjórn eins og skot!


mbl.is Fallið frá fjölgun leiguíbúða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það stenst nákvæmlega ekkert

Hólmdís Hjartardóttir, 15.12.2008 kl. 11:43

2 identicon

eru kjarasamningar á almenna vinnumarkaðinum lausir nú um áramót? held það allavega...kolfellum allt draslið

Sigurður H 15.12.2008 kl. 11:55

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Samningar flestra BSRB félaganna og Eflingar eru lausir 31. mars 2009, en  borgin samdi til 31. ágúst.

Theódór Norðkvist, 15.12.2008 kl. 13:12

4 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Já og síðasta hækkun á að koma til nú um áramót,en svo eru auðvitað allir samningar lausir vegna verðbólgumarkmiða sem notað var sem endurskoðunarákvæði.

Ég bara skil ekki afhverju það er ekkert farið fram á að þessvegna séu samningar lausir??????????

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 15.12.2008 kl. 20:34

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Úlli, ég skil ekki hvernig stendur á því. Það var að vísu bara samið til eins árs hjá flestum félögum og það er vonandi að félögin verði nú loksins hörð á sínu þegar kemur að samningum á næsta ári.

Málið er að verkalýðshreyfingin er orðin máttlaus. Formenn stéttarfélaganna eru í raun gengnir í lið með sjálftökuhreyfingunni, allir (eða flestir) á ofurlaunum, þó fáir slái Gunnar Pál hjá VR út í þeim efnum.

Theódór Norðkvist, 16.12.2008 kl. 01:30

6 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Ég er vanur að segja bara eins og satt er,Verkalýðshreifingin dó með Guðmundi Jaka.

Það er orðið mjög langt síðan maður sá hugsjónamann eða konu í verkalýðmálefnum,og stjórnmálum andinn deyr um leið og sest er í góðan stól.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 16.12.2008 kl. 07:17

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það er málið.

Theódór Norðkvist, 16.12.2008 kl. 09:55

8 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Teddi minn.

Í gegnum árin hef ég verið undrandi yfir samningum sem okkur hefur verið boðið uppá og samningar hafa verið samþykktir. Fólk var samt mjög óánægt með samningana en þorði ekki annað en að samþykkja vegna skuldarólarinnar sem allir eru með um hálsinn. Ekki batnaði nú ástandið eftir að fólk fór að nota Vísa og Euro. Flestir versla og versla fyrir laun sem á eftir að vinna fyrir. Þetta vil ég meina að forráðamenn hafi nýtt sér.

Óþolandi hvernig forráðamenn koma fram við landsmenn þessa dagana. Við erum beðin um að bíða og bíða og svo þegar þau koma með að þeirra mati lausnir þá er það bara fyrir ríkiskassann en ekki fyrir almenning. Öllum finnst nú vísitölutryggðu lánin sín nógu há núna þó ekki sé verið að bæta á þau en ríkisstjórnin hikaði nú ekki við að svína á almenningi eina ferðina enn og gera aftur og aftur ef þau verða ekki stöðvuð.

Megi almáttugur Guð miskunna okkur með þessa óstjórn yfir okkur.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.12.2008 kl. 22:36

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Takk fyrir innlitið, Rósa mín. Þetta er alveg rétt hjá þér.

Theódór Norðkvist, 16.12.2008 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband