17.12.2008 | 18:19
Þökk til þessara hugulsömu Dana
Það er fallega gert hjá þessum dönsku háskólanemum að hjálpa frændum sínum frá Íslandi. Ég vil hér með koma á framfæri bestu þökkum til þeirra fyrir þessa aðstoð. Um leið hvet ég alla sem eiga þess kost að fara á tónleikana hjá dönsku listamönnunum. Þeir eru þjóð sinni til mikils sóma.
Fréttir bárust af því í upphafi kreppunnar að Íslendingar væru ofsóttir í Danmörku, hent út úr búðum og bankar neituðu að eiga viðskipti við þá. Síðan var einhver leiðindagaur að standa fyrir söfnun fyrir utan danska verslun, augljóslega í þeim tilgangi að niðurlægja Ísland.
Það er því mikið fagnaðarefni að upp skuli rísa hópur í Danmörku sem vill koma frændþjóð sinni til hjálpar.
Íslenskir ráðamenn og viðskiptajöfrar hefðu ekki átt að skella skollaeyrum við aðvörunum danskra banka- og blaðamanna og afgreiða þær sem öfund og illgirni.
Vel kann að vera að öfund hafi ráðið að einhverju leyti í gagnrýni danskra bankamanna, enda voru íslensku útrásarmennirnir í samkeppni við dansk aðila í viðskiptalífinu.
Það er samt einu sinni þannig að óvinur þinn þekkir þig stundum betur en þú sjálfur og því rétt að hlusta á gagnrýni með opnum eyrum, sama frá hverjum hún kemur.
Efnahagskreppan er alheimsvandamál og þjóðir Evrópu og alls heimsins þurfa að standa saman til að komast út úr henni.
Við verðum að reyna að setja allar fyrri deilur á bak við okkur og sameinast, sérstaklega Norðurlandaþjóðirnar sem eiga sameiginlegan menningararf og eru samanlagt mjög lítil stærð miðað við stærri þjóðir og bandalög.
Danskir íslenskum til bjargar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll og blessaður.
Sendiráðið vill ekkert hjálpa Kristínu vinkonu minni + bloggvinkonu sem á heima í Velje. Hún er einnig búin að biðja Kommúnuna um hjálp og einnig sótti hún um hjálp hjá Hjálpræðishernum. Alltaf nei og hún safnar skuldum. Gat ekki greitt húsaleiguna í sl. mán. Launin hennar hafa rýrnað um helming eftir að krónan féll. Mikið er ég fegin að vita að fólkinu í Árósum sé hjálpað.
Fjör hjá okkur á síðunni hjá Arnari.
Vertu Guði falinn.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.12.2008 kl. 19:17
Sæl, það er svakalegt að horfa upp á tekjur sínar rýrna um helming eins og hjá Kristínu. Er það ekki sama konan og Óskar hefur mikið beðið okkur um að hjálpa?
Já, fjör hjá Arnari.
Theódór Norðkvist, 17.12.2008 kl. 19:24
Sæl og blessaður
Jú það er sama konan.
Vertu Guði falin.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.12.2008 kl. 02:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.