Hættur að blogga á þessum vettvangi

 Vegna síendurtekinna óheilbrigðra afskipta ritstjórnar blog.is af bloggsíðum, lokun fyrir fréttatengingar af litlu tilefni, handahófskenndra lokana ákveðinna bloggsíðna og fyrirvaralausrar auglýsingar á allar bloggsíður á sínum tíma hef ég ákveðið að yfirgefa þennan vettvang. Ég er búinn að stofna nýja bloggsíðu á Wordpress. 

Mér finnst nauðsynlegt að geta ráðið mínu efni sjálfur og það er óþægileg tilfinning að vita að stóri bróðir er stöðugt að kíkja yfir öxlina á manni.

Ég mun halda bloggsíðunni á blog.is opinni áfram, aðallega til að geta sent inn athugasemdir og til að athugasemdir sem ég hef sett inn á bloggsíðum hér hverfi ekki.

Ég vil þakka öllum bloggurum á blog.is, sem hafa kíkt við á minni síðu eða ég á þeirra, ánægjuleg samskipti.

Ég mun halda áfram að setja inn athugasemdir hjá mínum bloggvinum og öðrum, liggi mér eitthvað á hjarta. Ég mun aðeins nota theodorn.blog.is til þess ef ekki er boðið upp á aðra möguleika.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þú ert að gera rétt! En það er sjónarsviptir af þér!

Sigurður Þór Guðjónsson, 13.1.2009 kl. 17:17

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Takk fyrir það Sigurður. Ég verð þó alltaf kíkjandi við, set inn athugasemdir (á nýja blogginu) og þitt blogg er eitt af þeim sem ég les reglulega.

Theódór Norðkvist, 13.1.2009 kl. 17:23

3 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Ég virði ákvörðun þína Teddi,en sjálfsagt er missir af þér hér.Ég mun kýkja við á nýja blogginu þegar hentar,bara hef ekki mikinn tíma aflögu á þvælingi milli blogga.Ég fer minn bloggvina rúnt hérna á mbl og læt það oftast duga.

Gangi þér allt í haginn.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 13.1.2009 kl. 20:56

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Takk fyrir Úlli. Rétt, maður verður að velja og hafna. Ég nota mikið blogg.gattin.is, en þar koma öll blogg þeirra sem hafa skráð sig þar inn og sent RSS-slóðina, ekki bara moggabloggin. Ég mun áfram kíkja við hjá þér, alltaf gaman að kíkja við hjá gömlum félögum að vestan!

Theódór Norðkvist, 14.1.2009 kl. 08:58

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Teddi minn

Ég skil þetta mjög vel. Ég er hissa yfir sumum ákvörðunum hjá mbl.is á meðan þeir setja ekki út á svívirðileg orð um kristna trú, um Jesú Krist og um Guð almáttugan. Það hefði verið gaman að sjá þig í gær á A.Hansen.

Guð veri með þér kæri trúbróðir

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.1.2009 kl. 20:15

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sæl Rósa takk fyrir innlit. Ég á erfitt með að komast í bæinn vegna bílleysis, en verð í bænum um næstu helgi.

Theódór Norðkvist, 19.1.2009 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband