Ætla vandræðin í kringum Maradona aldrei að hætta?

Eins og kunnugt er þreytti Maradona frumraun sína sem þjálfari á alþjóðlegu stórmóti á heimsmeistaramótinu nú í sumar sem fram fór í Suður-Afríku. Margir vildu meina að þessi fyrrum besti knattspyrnumaður heims væri ekki eins góður þjálfari og hann var sem leikmaður.

Óhætt er að segja að Argentínumenn hafi byrjað vel í Suður-Afríku. Þeir unnu alla leiki sína oftast örugglega og brotlentu síðan illilega á móti ungu og spræku liði Þjóðverja, en þessar tvær þjóðir hafa lengi eldað saman grátt silfur. Í kjölfarið fóru af stað vangaveltur um framtíð Maradona sem landsliðsþjálfara.

Knattspyrnuáhugamenn vita flestir hvernig það fór, en nú segir Expressen frá því að nýi þjálfarinn Carlos Bilardo ætli að ná sér niður á goðinu á blaðamannafundi í næstu viku með því að afhjúpa sannleikann um þjálfaratíð Maradona. Athugið að fréttin er á sænsku. Þess má geta að Maradona sakaði Bilardo um svik við sig er ákveðið var að hann myndi hætta með liðið.

Gaman verður að sjá og heyra hvað kemur fram á þessum blaðamannafundi. Ég held að Ingi Björn Albertsson hafi hitt naglann á höfuðið með því sem hann sagði um Maradona eftir að það mældust í honum ólögleg örvandi efni við lyfjapróf á HM 1994. Hann sagði að það væri sorglegt að maður með svona gríðarlega hæfileika skyldi jafnframt vera með svona mikla skapgerðarbresti.


Ef gengislánamálið hefði gerst í matvælaiðnaðinum

Eins og frægt er orðið var kveðinn upp héraðsdómur í máli sem lögbrjótur að nafni Lýsing höfðaði gegn lántakanum sem fjármálafyrirtækið braut lögin á, í þeim tilgangi að velta þeim óhjákvæmilegu afleiðingum sem glæpir hafa oftast í för með sér (a.m.k. í réttarríkum, veit ekki hvort það eigi við séríslenskar aðstæður) yfir á fórnarlamb glæpsins.

Til að dómstóllinn myndi nú örugglega dæma lögbrjótnum í hag, varð að tryggja að héraðsdómari hefði hagsmuna að gæta gagnvart Lýsingu. Þess vegna var eiginkona viðskiptafélaga lögmanns Lýsingar, sækjandans í málinu, skipaður héraðsdómari. Forráðamenn fjármálafyrirtækjanna vita að flestir bíta ekki höndina sem fæðir þá.

Mér sýnist að Al Capone og félagar hefðu mikið getað lært af félögum sínum í fjársvikageiranum uppi á Íslandi, hefðu þeir verið uppi á sama tíma. Þegar dæma átti Al Capone fyrir sín glæpaverk mútaði hann kviðdómnum.

Íslenska mafín má eiga það að hún er greinilega mun lúmskari og hagkvæmari en starfsbræður þeirra í Chicaco voru á bannárunum. Hún handvelur dómara sem er hvort eð er á kaupi hjá glæpamönnunum!

Langar í lokin að birta áhugaverða grein eftir Ólaf Garðasson, varaformann Hagsmunasamtaka heimilanna. Hann veltir því fyrir sér hvernig gengislánamálið liti út, hefði það gerst í matvælageiranum. Ólafur segir:

 

Matvælaframleiðandi er uppvís að því að setja bönnuð heilsuspillandi fæðubótaefni í nokkrar vörur. Viðskiptavinur hætti að greiða afborganir af sendingu af slíkri vöru þegar gallinn varð honum ljós. Framleiðandinn setti reikninginn í innheimtu og málið fór fyrir héraðsdómara. Hæstiréttur hafði áður staðfest viðkomandi fæðubótaefni ólöglegt samkvæmt landslögum.

Héraðsdómari komst að þeirri niðurstöðu að framleiðandinn hefði orðið fyrir forsendubresti með dómi Hæstaréttar og dæmdi kaupandann til að greiða fyrir vöruna að frádregnum ólöglegum efnum en með sérstöku álagi útgefnu af matvælastofu auk áfallina dráttarvaxta. Fjöldi aðila, þar á meðal ríkisstjórn landsins og nokkrir málsmetandi og lærðir menn gáfu í kjölfarið yfirlýsingar um að þetta væri réttlát niðurstaða fyrir alla.

 

Grein Ólafs og athugasemdir er að finna á slóðinni hér fyrir neðan.

 

Matvælaframleiðandi fær skaða sinn bættan


Sóknarprestur

Prestur í Hollandi rekinn fyrir fótboltamessu fyrir úrslitaleik HM. Þessa kostulega frétt er að finna á vefsíðunni Fótbolti.net.

Ég skil samt ekki hvers vegna maðurinn tók sér hlutverk markmannsins af öllum stöðum á vellinum. Hann er nú einu sinni sóknarprestur, ekki satt? Eða réttara sagt var það. Hinsvegar stóð sóknarbarnið sem sparkaði boltanum til hans undir nafni.

Það er sennilega rétt sem sagt er, að knattspyrnan sé orðin að trúarbrögðum.

 


Abbey Road - lagasyrpan

Abbey Road var síðasta platan sem Bítlarnir gáfu út áður en upp úr samstarfinu slitnaði (með mikilli sorg fyrir tónlistarunnendur í kjölfarið.) Let It Be var síðasta bítlaplatan sem kom út, en upptökum á henni lauk á undan þeirri fyrrnefndu.

Platan er full af frábærum lögum og ekki eitt lélegt lag þar að finna, en athygliverðasta afurðin að mínu mati er lagasyrpan í lokin, The medley. Þannig var að fjórmenningarnir frá Liverpool voru stöðugt að vinna að nýjum lagasmíðum og jafnan með mörg járn í eldinum. Þegar hér var komið sögu voru þeir með fullt af lögum, kláruðum og ókláruðum sem þeir vissu ekki hvað þeir áttu að gera við.

Paul kom með þá hugmynd að skella þeim saman í eina samfellda lagasyrpu og úr varð hið margfræga verk, The medley. Það eru aðeins snillingar sem geta tekið hálfköruð lög eða lagabúta og gert úr þeim vinsælt tónverk sem enn þann dag í dag er álitið vera að mati tónlistargagnrýnenda og flestra virtustu tónlistarmanna eitt af þeirra stórvirkjum.


Mætti skoða að ákæra valdamestu stjórnmálamenn síðustu 30 ára

Það voru ráðamenn landsins (landráðamenn) sem bjuggu til jarðveginn fyrir gengislánaruglið. Sá jarðvegur heitir verðtrygging, sem var sett á á lán og laun árið 1979 og síðan afnumin af launum fjórum árum síðar.

Auðvitað mátti endurgjald fyrir vinnu fólksins rýrna í verðbólgunni  (að mati spilltra stjórnmálamanna) en alls ekki prentaðir peningaseðlar sem eru þó aðeins ávísun á verðmætin sem vinnan skapar.

Þannig að það þarf ekki að skoða hvort eigi að ákæra stjórnmálamennina, bara drífa í því.

 


mbl.is Skoðar hvort ákæra eigi vegna myntkörfulána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yrði aðeins til að stórauka ólöglegt niðurhal

Nógu auðvelt er nú þegar að sækja tónlist af YouTube, Rapidshare og ýmsum öðrum síðum. Ekki myndi draga úr því með 20% hækkun á vöru sem er allt of dýr fyrir.
mbl.is „Gerði út af við verslunina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hollendingar með besta lið keppninnar.

Þ.e.a.s. í blönduðum bardagalistum, MMA. Eiga að vísu marga í fremstu röð í MMA og sparkboxi (K-1) þegar keppt er raunverulega í þessum bardagalistum, en mér sýnist knattspyrnuliðið þeirra geta styrkt þann hóp verulega.
mbl.is Spánverjar heimsmeistarar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir

Það er ánægjuefni að Hið íslenska biblíufélag skuli vera komið á Facebook. Félagið hefur staðið eins og stólpi við að færa myrkvuðum heimi, sem sekkur sífellt dýpra í spillingafen, fátækt fleiri samhliða ríkidæmi stöðugt færri, styrjaldir og mengun, góðu fréttirnar af frelsaranum Jesú Kristi. Ekki veitir af, uppskerutíðin nálgast.

Ekkert gefur sálinni eins mikið og lestur og íhugun Orðs Guðs í bæn, ásamt breytni eftir Orðinu í kjölfarið.


mbl.is Biblíufélagið er komið á facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að skila þýfi er ekki eignatilfærsla

Meira hef ég ekki um þetta að segja og bendi á færsluna á undan.
mbl.is 350 milljarða tilfærsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kenna Hæstarétti um eigin afglöp. Sendiboðinn skotinn

Það hefur alltaf þótt lítilmannlegt að kenna öðrum um sín eigin mistök og sjálfskaparvíti. Þetta gerir Seðlabankinn sem ásamt öðrum fjármálastofnunum bjuggu til stjórnlaust skrímsli úr fjármálakerfinu með sofandahætti við eftirlit og hreinni meðvirkni með bröskurum.

Sérfræðingar bankans reyna nú að kenna Hæstarétti sem dæmdi eftir lögunum, um að þeir sjálfir skyldu eyðileggja hagkerfið með heimsku sinni, samkvæmt þessari frétt á Pressunni.

Er það löggunni eða umferðarlögunum að kenna ef bílstjóri sem er tekinn fullur undir stýri missi ökuréttindin? Er það fíkniefnaeftirlitinu að kenna að eiturlyfjasmyglari tekinn á Keflavíkurflugvelli skuli sitja í fangelsi í tíu ár og ekki geta séð fyrir fjölskyldu sinni?

Nei, auðvitað er það ekki dómsvaldinu að kenna að lögin séu brotin.

Hinsvegar er það Seðlabankanum og öðrum eftirlitsstofnunum að kenna að áratugum saman hefur verið rekin hér ömurleg og glæpsamleg okurvaxtastefna sem gerði landið að hreiðri fyrir alþjóðlega fjárglæpamenn og endaði á því að keyra þjóðfélagið í þrot.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband