Spánverjar hafa verið betri

Ekki get ég tekið undir það álit íþróttafréttaritara mbl.is að leikurinn hafi verið hnífjafn. Spánverjar hafa stjórnað leiknum, verið mest með boltann þó þeir þýsku hafi komist í eina og eina skyndisókn.

Spánn er marki yfir og síðustu fimmtán mínúturnar verða rosalegar. Átti von á Þjóðverjum mun beittari, en menn Vicente del Bosques hafa lesið handbókina um þýska landsliðið mjög vel og séð í gegnum flestar þeirra aðgerðir. Vörn Þjóðverja hefur samt verið mjög sterk.

Svona leikir ráðast oft af því hvort liðið hefur unnið heimavinnuna sína betur.


mbl.is Spánn leikur til úrslita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Harðlínumenn í hópi ESB-andstæðinga að þétta raðirnar?

ESB-umræðan, sem mér hefur lengi þótt einkennast af upphrópunum á báða bóga og skítkasti í stað málefnalegrar umræðu, er ekki á neinum batavegi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið einarða afstöðu gegn ESB-aðild og líklega kallað yfir sig klofning. Þingflokksformaður Framsóknar vill draga umsóknina til baka og VG-liðar eru óánægðir þrátt fyrir að hafa samþykkt við stjórnarmyndun að leyfa þjóðinni að kjósa um málið. Ljóst er að andstaða við aðild er töluverð og má þar kenna óbilgirni Breta og Hollendinga í Icesave málinu um, auk fjárhagsvandræða Grikklands og nokkurra annarra ESB-ríkja.

Hjörtur Guðmundsson einn helsti trúboði landsins gegn ESB-aðild fullyrðir nú að engar málamiðlanir komi til greina hjá ESB-andstæðingum. Ekki veit ég hvort allir ESB-andstæðingar hafi gefið Hirti umboð til að tala fyrir sína hönd, það er þeirra mál. Ég veit það eitt að Hjörtur leyfir ekki athugasemdir á sínu bloggi og ég get þar af leiðandi ekki spurt hann, enda tilgangslítið að ræða við mann sem fyrirfram hafnar málamiðlunum.

Reyndar athyglivert hvað margir harðlínumenn gegn ESB-aðild hafa lokað fyrir athugasemdir á sínum síðum, en það er önnur saga. Undantekning þarna á er Jón Valur Jensson, ef hann skyldi vera að lesa þetta!

Það er eitt sem ég skil samt ekki við málflutning harðlínumannanna. Þeir tala mikið um að ESB-aðild skerði fullveldi landsins og löggjafarvald. Nú kemur stór hluti löggjafar okkar í tölvupósti frá Brussel nú þegar í gegnum EES-aðild okkar.

Ég tek það skýrt fram að ég fullyrði ekkert um hve mikið hlutfall það er af heildarlögum okkar, hvort það er 75%, 5% eða eitthvað annað hlutfall og ég hef engan áhuga á að fara í enn eina pissukeppnina um hvað hlutfallið er hátt. Við skulum láta það liggja á milli hluta.

En ef fullveldi er málið og ESB-aðild kemur ekki til greina vegna skerðingar á því, ættu ESB-andstæðingar ekki að krefjast þess að við segjum upp EES-samningnum? Eru þeir samkvæmir sjálfum sér ef þeir gera það ekki?

Málefnaleg svör óskast. Vinsamlegast skiljið skítkastið og upphrópanirnar eftir heima hjá ykkur.


Hvað ætli Spánverjar séu að hugsa?

Þjóðverjar hafa spilað leiftrandi góða knattspyrnu í þessu móti og þessi leikur í dag er þeirra besti hingað til. Öfugt við það sem oft hefur átt við þýska liðið, þegar þeir hafa verið að spila leiðinlega kraftakarla knattspyrnu á heimsmeistaramótum og þótt stálheppnir að komast alla leið, verðskulda þeir sannarlega að vera komnir þangað sem þeir eru komnir.

Líklegt verður að teljast að þeir spili til úrslita og hampi heimsmeistaratitlinum. Ég velti því fyrir mér hvað bærist í kollum Spánverja núna. Hvort þeir ættu að panta sér flug heim strax á morgun? Eða Paragvæmenn, fari svo að þeir hafi betur í leiknum í kvöld.


mbl.is Þjóðverjar stórkostlegir og burstuðu Argentínumenn, 4:0
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirliði Þjóðverja auðmýkir enska knattspyrnulandsliðið

Þjóðverjar eru ekki þekktir fyrir minnimáttarkennd, hvorki í knattspyrnunni né á öðrum sviðum. Í frétt á vefsíðu Vísis rassskellir Philipp Lahm fyrirliði þýska landsliðsins Englendinga og lætur þá sannarlega vita hvar þeir standa, eftir stórsigur Þjóðverja á þeim í 16 liða úrslitum HM. Þjóðverjinn vill meina að nú loks mæti þeir stórliði þegar þeir etja kappi við Argentínu á morgun í fjórðungsúrslitum.

Englendingar ollu vonbrigðum á þessu heimsmeistaramóti, með hugmyndasnauðum og bitlausum sóknarleik. Wayne Rooney og Stephen Gerrard, náðu sér engan veginn á strik. Því verður að segjast eins og er að fyrirliðinn hefur ýmislegt til síns máls.

En það gæti farið svo að auðmýking Philipps Lahm komi í andlitið á honum sjálfum á laugardaginn, líkt og ör sem skotið er upp í vindinn. Það kemur fram í annarri frétt á Vísi að Lionel Messi sé mikill aðdáandi Noel og Liam Gallagher í bresku hljómsveitinni Oasis og hlusti ekki á aðra tónlist fyrir leiki.

Hann ætli þeirra vegna að hefna ósigurs Englendinga gegn Þjóðverjum með því að vinna síðarnefnda liðið á laugardaginn. Gaman verður að sjá hvort besta knattspyrnumanni heims að margra mati takist ætlunarverkið og sýni hvað í honum býr.


Auglýsa í strætisvagnaskýlum í Svíþjóð

Sá auglýsingu frá svona fyrirtæki eins og Kredia hér í Malmö. 220 sænskar krónur í vexti af 1000 króna láni í einn mánuð.

Kredia-menn, sem eru í mesta lagi smákrimmar miðað við FME og Seðlabankann, eins og fram kemur í pistlinum hér rétt á undan, eru allavega ekki að auglýsa sína "starfsemi" á götum úti.


mbl.is ESB setur stjórnvöldum skorður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjármálafyrirtækjum gefið leyfi til að brjóta lög

Hafi nokkur vafi leikið á því að drullusokkar og glæpamenn stjórna þessu landi, var þeim vafa eytt með þessari frétt. Hér eru tvær opinberar stofnanir að gefa, já skipa, fjármálafyrirtækjum að brjóta lög og gerða samninga.

Ég lít svo á að sáttin hafi verið rofin og borgarar á Íslandi séu ekki bundnir af því að fara eftir svona ólögum. Allavega ekki lántakendur.
mbl.is Miða við lægstu vexti á hverjum tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gylfi lofaði að farið yrði eftir niðurstöðu Hæstaréttar á borgarafundi

Á borgarafundi Hagsmunasamtaka heimilanna þann 18. september 2009 lét Gylfi Magnússon þessi orð falla, aðspurður hvort gert hefði verið ráð fyrir þeim möguleika að gengisbinding lána stríddi gegn lögum:

 

Í þessu tilviki er uppi réttarágreiningur. Úr honum skera dómstólar. Þegar úrskurður dómstóla liggur fyrir, þá fara menn að sjálfsögðu eftir honum. Það er bara einfaldlega þannig sem að réttarríkið virkar.

 

Hér má sjá myndbandið (ummæli Gylfa er að finna á miðri þriðju mínútu myndbandsins:)

 


Sjá líka fréttir um þetta á DV og Eyjunni.*

* Breytti færslunni þar sem ég mér yfirsást frétt Eyjunnar og bið ég Eyjumenn afsökunar á að hafa haldið því fram að aðeins DV fjallaði um málið. Ekki er útilokað að aðrir fjölmiðlar hafi fylgt í kjölfarið og leyfi ég þeim að njóta vafans.


mbl.is Fjarstæðukennd niðurstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rannsóknin ætti að byrja á Gylfa sjálfum

Það er engum vafa undirorpið að hinar stjórnlausu spilltu lánastofnanir landsins brutu lögin vísvitandi með þessum lánum, enda lögðust Samtök banka og verðbréfafyrirtækja gegn frumvarpinu að lögum um vexti og verðtryggingu á þeim forsendum að ef það yrði samþykkt óbreytt, myndi það þýða að bannað yrði að lána gengistryggð lán.

Rannsókn á málinu er góð hugmynd, en sá sem er að leggja hana fram ætti a.m.k. að vera hluti af þeirri rannsókn og vel mætti byrja á honum sjálfum. Gylfi Magnússon hefur hvatt til að lög verði brotin til að tryggja framhald á þjófnaði bankanna á fjármunum lántakenda. Hann vill að ekki verði farið eftir samningslögum, sem segja að löglegir þættir samnings skuli vera virtir.

Það er hreint með ólíkindum að ráðherra sem hvetur opinberlega til lögbrota skuli vera sætt í embætti. Maður veltir því fyrir sér í hvernig landi slíkt geti gerst. Ég held að flestir lesendur viti svarið.

Gylfi er að ljúga, eins og ég hef bent á áður, þegar hann segir að 18. gr. laga nr. 38/2001 kveði á um að ef ákveðinn þáttur lánasamnings sé dæmdur ólöglegur skuli almennir vextir koma í staðinn.

Þegar orðalag 3., 4. og 18. gr. laganna er skoðuð (smellið á tengilinn hér rétt á undan) fer ekki á milli mála að verið er að tala um að almennir vextir skuli gilda um endurgreiðslu til lántakenda sem hafa greitt of mikið til lánastofnunar.

Skýrt er kveðið á um að skylda lántakanda til að greiða almenna vexti af lánasamningum sem brjóta gegn lögunum er aðeins fyrir hendi, ef vextir eru ekki skýrt tilgreindir í lánasamningi. Hinsvegar er vaxtaákvæðið alltaf skýrt og skilmerkilegt í lánasamningum gengistryggðu lánanna.


mbl.is Vill rannsókn á gengislánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers konar glæpamenn sitja í ríkisstjórn?

Gylfi Magnússon segir að það sé óhugsandi að samningsvextir gildi á gengistryggðu lánunum um hver Hæstiréttur kvað upp þann dóm að væru með ólöglega verðtryggingu.

Það er sem sagt óhugsandi að fara eftir lögunum í landinu að mati efnahags- og viðskiptaráðherra! Má bara virða gerða samninga að vettugi.

Ég veit ekki hvaða kjara ráðherrann nýtur hjá lögregluyfirvöldum, en ég er viss um að ef ég lýsti því yfir að það væri óhugsandi að ég færi eftir lögum og brytist inn hjá fólki reglulega, eða rændi úr matvörubúðum, væri ég í grjótinu núna.

Ég er nokkuð viss um að það þýddi lítið fyrir mig að segja að fjárhagur minn leyfði ekki að ég færi eftir lögum um eignarétt. Ætli lögregluyfirvöld og dómstólar myndu taka þau rök gild? Þó það láti nokkuð nærri að svona sé statt um minn fjárhag.

En þetta kemst efnahags- og viðskiptaráðherra Íslands upp með.

Hvernig var það, voru ekki einhverjir að stinga upp á borgaralegum handtökum? Mér sýnist að viðskiptaráðherrann sé fyrstur í röðinni. Hann fer að geta kallast síbrotamaður á sviði fjárglæpa.

Fyrst reynir hann að ljúga hinni ólöglegu Icesave-skuld upp á almenning, núna er hann að fara fram á að fjármálastofnanir þurfi ekki að fara eftir lögum og megi stela af fólki! Til viðbótar við hinn hingað til löglega en siðlausa þjófnað, verðtrygginguna og okurvextina.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband