Ef verðbólgan hefði áhrif á tungumálið

Eftir öll lætin að undanförnu er tími til kominn að taka upp léttara hjal. Íslendingar hafa glímt við verðbólgu og afleiðingar hennar lengur en elstu menn muna. Hefur þessi landsins forni fjandi haft ýmsar slæmar afleiðingar í för með sér, fyrir utan verðtrygginguna.

Fáir hafa hinsvegar velt því fyrir sér hvernig það kæmi út ef verðbólgan hefði bein áhrif á talað og skrifað mál. Danski píanóleikarinn og spaugarinn Victor Borgé er einn af þeim fáu sem það hafa gert. Hér má sjá kostulegt myndskeið sem sýnir hvernig verðbólgan gæti leikið enskuna að mati Victors.

 

 

Victor Borgé fann einnig upp á því að hljóðsetja greinarmerki (punkta, spurningarmerki o.s.frv.) Hér er annað myndband með honum og Dean Martin, þar sem þeir syngja tvísöng með svona hljóðsetningu.


Það á að dæma eftir lögunum!

Segir Magnús Thoroddsen, forseti Hæstaréttar hér á árum áður. Þetta er ekki flókið, eins og bent hefur verið á ítrekað, þó sumir vilji ekki skilja þetta, eru meðvirkir með auðvaldsklíkunum sem vaðið hafa yfir þjóðfélagið áratugum saman, eða hafa sjálfir hagsmuna af því að framhald verði á ráni eigna almennings af hálfu spilltra fjármálastofnana.

Magnús segir að tilgreindir vextir samkvæmt lánasamningum á fyrrum gengistryggðu lánunum skuli gilda. Samningalögin sem oft hefur verið vitnað til geti ekki nýst fjármálafyrirtækjum til að bera fyrir sig forsendubrest. Rök sem þau hafa sjálf hafnað þegar lántakendur settu þau fram gagnvart lánastofnunum (þessu er ég sjálfur að bæta við.)

Magnús segir efnislega að lánastofnanir áttu að þekkja þau lög sem þeim bar að starfa eftir og geta engum en sjálfum sér um kennt. Frétt um þetta á Eyjunni má lesa með því að smella hér.

Ekki er hægt að láta fjármálastofnanir komast upp með það lengur að brjóta lög og aðeins fara eftir þeim lögum sem þeim sjálfum hentar. Allir skulu vera jafnir fyrir lögunum.


Á skyldan til að framfylgja lögum að fara eftir því hvort þessi eða hinn græðir?

Ég hef verið orðlaus yfir ummælum sumra um að lög sem Hæstiréttur er að dæma eftir eigi ekki að gilda þegar ákveðnir hópar tapa fjármunum af þeim sökum, eða græða ekki jafn mikið og einhverjir aðrir. Hvort sem það eru bankar, sparifjáreigendur, eða fólk með verðtryggð lán sem forðaðist gengistryggðu lánin.

Nú er Pétur Blöndal kominn í þennan vafasama félagsskap. Ég spyr þingmanninn og aðra sem setja svona rök(leysur) fram:

Á skyldan til að framfylgja lögum að fara eftir því hver græðir á því? Eiga ekki ein lög að gilda fyrir alla?


mbl.is Bruðlurum bjargað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það eru þá til þingmenn með viti

Höskuldur Þórhallsson er ekki í hópi stjórnmálamannanna sem fá að finna til tevatnsins í færslunni hér á undan. Hann er einn af þeim fáu sem eru að vinna fyrir þjóðina. Samfylkingarþingmenn virðast enn telja að almenningur sé ekki þjóðin, þó fyrrum formaður þeirra sem mælti þau frægu orð sé horfinn á braut.

Auðvitað eigum við að reyna dómstólaleiðina, enda eiga erlendir stjórnmálamenn ekki að komast upp með að beita smáþjóðir fjárkúgun. Auk þess þyrfti helst að hafa í bandi þá þingmenn okkar sem gera ekkert nema að flækja þjóðina í enn meiri skuldafjötru með glórulausu og ábyrgðarlausu blaðri á erlendum vettvangi, eins og Magnús Orri Schram er gott dæmi um.


mbl.is Kemur forsetanum til varnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hlutverk stjórnmálamanna að ljúga skuldir upp á almenning?

Ég er farinn að halda að stjórnmálamenn líti á það sem hlutverk sitt að ljúga skuldir upp á vinnuveitendur sína, fólkið í landinu. Þeir hafa þóst hafa rétt til að skella Icesave-skuld Landsbankans á herðar skattgreiðenda, þrátt fyrir að færustu lögfræðingar hérlendis sem erlendis hafi bent á að engin lagastoð sé fyrir því að skylda megi íslenska ríkið til að ábyrgjast skuld gjaldþrota einkabanka. Þvert á móti geti það brotið gegn ýmsum lögum, t.d. tilskipunum ESB og samkeppnislögum.

Síðan er ríkisstjórnin að fara eins og köttur í kringum heitan graut við að koma sér undan því að viðurkenna dóm Hæstaréttar um að gengistrygging sé óheimil, en vextir á viðkomandi lánum séu löglegir. Róið er öllum árum að því að þvinga ólöglegum einhliða afturvirkum breytingum á gerðum samningum.

Það er von að maður spyrji: Telja stjórnmálamenn (með örfáum undantekningum) það vera hlutverk sitt að vinna gegn almenningi?


mbl.is Bætir skaða forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gylfi lýgur, þekkir ekki lögin eða gengur erinda auðvaldsins

Það er ekkert nýtt að Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, sé að troða réttindi almennings í landinu undir fótum sér. Hjarta hans virðist ekki slá með neinum öðrum en gjörspilltum fjármagnsöflunum, sem hafa rænt land og þjóð flest öllum verðmætum, spilað þau úr buxunum í spilavítum auðvaldsins og sent skattgreiðendum reikninginn fyrir skuldunum sem eftir sitja.

Ég trúi því allavega ekki að maður í einu af æðstu embættum ríkisins þekki ekki lögin sem hann var skipaður til að framfylgja. Lög um vexti og verðtryggingu hafa eftifarandi að segja um almenna vexti:

 

II. kafli. Almennir vextir.


3. gr. Almenna vexti skal því aðeins greiða af peningakröfu að það leiði af samningi, venju eða lögum. Vexti skal greiða frá og með stofndegi peningakröfu og fram að gjalddaga.


4. gr. Þegar greiða ber vexti skv. 3. gr., en hundraðshluti þeirra eða vaxtaviðmiðun er að öðru leyti ekki tiltekin, skulu vextir vera á hverjum tíma jafnháir vöxtum sem Seðlabanki Íslands ákveður með hliðsjón af lægstu vöxtum á nýjum almennum óverðtryggðum útlánum hjá lánastofnunum og birtir skv. 10. gr. Í þeim tilvikum sem um verðtryggða kröfu er að ræða skulu vextir vera jafnháir vöxtum sem Seðlabankinn ákveður með hliðsjón af lægstu vöxtum á nýjum almennum verðtryggðum útlánum hjá lánastofnunum og birtir skv. 10. gr.

 

Í lánasamningum gengistryggðu lánanna er nær undantekningarlaust kveðið á um að vextir skulu svokallaðir LIBOR-vextir að viðbættu álagi bankanna, sveiflast eitthvað en oftast á bilinu 2-4%. Hundraðshluti vaxtanna er þannig tiltekinn. Orðalagið í ákvæðinu hér að ofan kveður skýrt á um að ákvæðið um almenna vexti af láni eigi aðeins við þegar ekki kemur fram í lánasamningnum hvernig vextir skuli reiknaðir.

Skoðum síðan hvað lögin segja um hvað skuli gera þegar brot á þeim eiga sér stað:

 

VII. kafli. Viðurlög og málsmeðferð.


17. gr. Brot á VI. kafla laga þessara varða sektum nema þyngri refsing liggi við broti samkvæmt öðrum lögum.
18. gr. Ef samningur um vexti eða annað endurgjald fyrir lánveitingu eða umlíðun skuldar eða dráttarvexti telst ógildur og hafi endurgjald verið greitt ber kröfuhafa að endurgreiða skuldara þá fjárhæð sem hann hefur þannig ranglega af honum haft. Við ákvörðun endurgreiðslu skal miða við vexti skv. 4. gr., eftir því sem við getur átt.

 

Takið eftir því að aðeins er fjallað um hvað skuli til bragðs taka þegar lántakandi hefur greitt of mikið. Það er ekki einu orði minnst á hvaða rétt lánastofnanir hafa til vaxtaákvörðunar þegar þau hafa brotið gegn lögunum í starfsemi sinni! Enda rökrétt, því réttindi þeirra sem brotið er gegn eru alltaf mikilvægari en réttur lögbrjótanna sjálfra. Þó þeir síðarnefndu hafi að sjálfsögðu ákveðin grundvallarréttindi.

Því miður Gylfi minn, þetta er óskhyggja hjá þér að þú getir troðið á réttindum lántakenda til að bjarga gæludýrunum þínum, fjármagnseigendum. Lögin eru skýr.


mbl.is Líklegt að vextir Seðlabanka gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigur

Gott mál, það er þá ekki svo að réttlætið geti ekki náð fram að ganga á þessu landi.
mbl.is Gengistryggingin dæmd óheimil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimilin eru gefendur, ekki þiggjendur

Svar ráðherrans sýnir okkur svart á hvítu að heimilin í landinu eru látin borga spilaskuldir útrásarliðsins. Afraksturinn af því nota útrásargreifarnir til að búa áfram í sínum glæsihöllum í London eða öðrum stórborgum og lifa óáreittir í makindum á kostnað skattgreiðenda. Allt í boði fulltrúa alræðis öreiganna, Steingríms J. Sigfússonar.

Þessar upplýsingar ættu líka að þagga í þeim sem bera út þær lygar að lántakendur séu að heimta að aðrir borgi fyrir þá skuldirnar. Heimilin eru nú þegar að borga fyrir endurreisn bankanna, næstum 400 milljarða aðeins vegna Seðlabankans og endurfjármögnunar bankanna föllnu.

Þetta eru peningar sem eru teknir af skatttekjum ríkisins. Hvaðan koma þeir peningar, annarsstaðar frá en úr vösum heimilanna og fyrirtækjanna? Á bak við hvert fyrirtæki stendur vitanlega a.m.k. eitt heimili.

Þegar talað er um að létta byrðum af skuldsettum heimilum er aðeins verið að tala um að minnka féflettinguna sem er í gangi í þeirra garð. Vonandi fara þeir sem tala af yfirlæti og fyrirlitningu um þá sem eru í skuldavanda að skilja þetta.


mbl.is Kostar hvern íbúa 551.000 kr.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ömurleg þjónusta Iceland Express

Ég pantaði hjá þeim flug fyrir nokkrum vikum til Kaupmannahafnar og tók með mér hljómborð. Innritunarstúlkan sagði mér að ég væri með 12 kíló umfram leyfilega þyngd og yrði að gjöra svo vel að borga 22 þúsund krónur í yfirvigt.

Ég sagði að það kæmi ekki til greina, frekar skildi ég hlutina eftir, enda varla þess virði. Síðan þráspurði ég hana hvort ekki væri önnur leið til að flytja þetta og hún sagði ekki svo vera. Seinna komst ég að því að á heimasíðunni segir að hægt sé að flytja hljóðfæri fyrir 3.500 kr.

Auðvitað sendi ég Iceland Express þungorðan tölvupóst og mótmælti þessu framferði harðlega. Það eru liðnar þrjár vikur síðan og ég hef ekkert svar fengið.

Ég ráðlegg öllum sem eru að íhuga að taka flug með Iceland Express að gera það ekki, snúa sér frekar til samkeppnisaðila. Þjónusta þeirra er herfileg og afgreiðslufólkið þekkir ekki einu sinni sjálft reglur flugfélagsins, nema það sé hreinlega að leika sér að því að eyðileggja fyrir fólki.

Þess má geta að mér kom í hug að biðja Flugrútuna um að flytja hljómborðið aftur í bæinn og þeir gerðu það gegn hálfu fargjaldi. Það er ekki Iceland Express að þakka að það tókst, en stífni þeirra varð næstum til þess að ég missti af vélinni.

Mun aldrei fljúga með Iceland Express aftur, ótilneyddur.

Síðan þætti mér gaman að vita hvenær Morgunblaðið ætlar að hætta að birta auglýsingar í dulbúningi frétta.


mbl.is Iceland Express flýgur til Winnipeg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband