Heimilin eru gefendur, ekki þiggjendur

Svar ráðherrans sýnir okkur svart á hvítu að heimilin í landinu eru látin borga spilaskuldir útrásarliðsins. Afraksturinn af því nota útrásargreifarnir til að búa áfram í sínum glæsihöllum í London eða öðrum stórborgum og lifa óáreittir í makindum á kostnað skattgreiðenda. Allt í boði fulltrúa alræðis öreiganna, Steingríms J. Sigfússonar.

Þessar upplýsingar ættu líka að þagga í þeim sem bera út þær lygar að lántakendur séu að heimta að aðrir borgi fyrir þá skuldirnar. Heimilin eru nú þegar að borga fyrir endurreisn bankanna, næstum 400 milljarða aðeins vegna Seðlabankans og endurfjármögnunar bankanna föllnu.

Þetta eru peningar sem eru teknir af skatttekjum ríkisins. Hvaðan koma þeir peningar, annarsstaðar frá en úr vösum heimilanna og fyrirtækjanna? Á bak við hvert fyrirtæki stendur vitanlega a.m.k. eitt heimili.

Þegar talað er um að létta byrðum af skuldsettum heimilum er aðeins verið að tala um að minnka féflettinguna sem er í gangi í þeirra garð. Vonandi fara þeir sem tala af yfirlæti og fyrirlitningu um þá sem eru í skuldavanda að skilja þetta.


mbl.is Kostar hvern íbúa 551.000 kr.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Fulltrúi alræðis öreiganna passar vel við Steingrím eins og hann er orðinn í spillingarliði Jóhönnu og Össurar, Theódór.  Já og skrýtnar þessar raddir þeirra sem halda því fram að skuldarar, sem voru rændir af ríkisstuddum stjórþjófum, séu að heimta að aðrir borgi skuldirnar þeirra.  Þjófnaðurinn er bara ekki skuldirnar ÞEIRRA.

Elle_, 12.6.2010 kl. 23:27

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Nákvæmlega Elle, verið er að láta venjulega íbúðarlántaka borga skuldir þeirra sömu og rændu þá og það ofan á þjófnaðinn sem þeir hafa orðið fyrir nú þegar.

Aldrei kom sú mótbára fram hjá Steingrími J. þegar skuldir voru felldar niður hjá liði eins og hjá Sjóvá-Milestone glæpamönnunum að menn ættu að borga sínar eigin skuldir. Hann sagðist ekki þekkja neinn töframann sem gæti látið skuldir hverfa.

Skuldir útrásarliðsins hurfu allavega mjög auðveldlega hjá Sjóvá og Högum. Hvaða töframann fann Steingrímur þá? Hann hefur ekki haft fyrir því að kynna hann fyrir okkur hinum almennu lántakendum, svo við gætum fengið hann til að láta okkar skuldir hverfa líka.

Bestu kveðjur.

Theódór Norðkvist, 13.6.2010 kl. 13:26

3 Smámynd: Elle_

Já, hvaða töframann skyldi hann hafa fundið þá?  Og svo bætast allar töfraskuldirnar ofan á venjulegt fólk, Theódór.  Fólk hefur farið að kalla núverandi ríkisstjórn forherta djöfla, glæparáðherra og slátrara-gengi út af þessum glæp gegn skuldurum, eins og kemur fram í síðu Hjörleifs Guttormssonar og Ómars Geirssonar meðal annarra síðna.  Og þau eru ótrúlega forhert.    

Elle_, 14.6.2010 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 104700

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband