28.4.2010 | 00:38
Enn seilst í vasa almennings
Það eru augljóslega ekki bara bresk og hollensk stjórnvöld að viðbættum íslenskum starfssystkinum þeirra, sem telja að skattgreiðendur séu botnlaus sjálftökusjóður fyrir peningaöflin og spillta stjórnmálamenn í vasa þeirra.
Sú ranghugmynd hefur ratað inn í framkvæmdastjórn ESB, sem hefur nú leyft að almenningur sé notaður sem tryggingarfélag fyrir náttúruhamförum. Kemur ekki á óvart hjá liði sem heimtar að heillri þjóð sé refsað fyrir glæpsamlegt athæfi nokkurra gróðafíkla af þeirri sömu þjóð.
![]() |
ESB leyfir stuðning vegna ösku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.4.2010 | 17:25
Eru þá hússölumenn að brjóta gegn friðhelgi heimilisins?
![]() |
Friðhelgi heimilis og fjölskyldu rofin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.4.2010 | 14:37
Til Súðavíkur með fólkið!
![]() |
Stefnir í mikið tjón |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2010 | 17:20
Aðeins stjórnmálamenn geta skuldsett þjóðina
Orð Davíðs Oddssonar um að útrásarvíkingarnir hafi skuldsett þjóðina svo landráðum líkist endurspegla þann skort á ábyrgðartilfinningu sem hrjáir flesta íslenska stjórnmálamenn.
Hvað sem segja má um brjálæði útrásarvíkinganna gátu þeir ekki skuldsett þjóðina nema vegna þess að stjórnmálamenn leyfðu þeim að komast upp með það. Aðeins stjórnvöld landsins og sveitastjórnir geta lagt opinberar skuldir á herðar borgaranna. Það er ljóst af þessum orðum Davíðs að hann áttar sig ekki á þeirri ábyrgð sem á honum hvíldi, eða afneitar henni.
Ég vona sannarlega að útrásardólgarnir fái makleg málagjöld, en ábyrgðin er mest hjá stjórnmálamönnum. Merkilegasta og ósvífnasta niðurstaða rannsóknarskýrslunnar er að þeir eru allir saklausir (að eigin áliti.)
![]() |
Uppnám vegna orða um þjóðstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.4.2010 | 19:43
Vegtollar - góð hugmynd eða svikamylla?
Vegtollar eru í sjálfu sér ágætis hugmynd, en ekki er allt sem sýnist. Rétt eins og bankarnir voru lífeyrissjóðirnir rændir innan frá. Útrásardólgarnir drógu ofurlaunaða forstjórana á asnaeyrunum í laxveiðiferðum til að ausa peningum í svikamyllur sínar.
Lífeyrissjóðirnir hafa þannig tapað mörg hundrað milljörðum sem eru líklega í bankahólfum skattaparadísanna. Einhvernveginn þurfa forráðamenn þeirra að bæta fyrir afglöp sín. Auðvitað kemur það ekki til greina frekar en fyrri daginn að braskararnir séu látnir sæta ábyrgð á gjörðum sínum, eða sækja útrásardólgana til saka og gera þýfið upptækt.
Miklu auðveldara er að rukka sauðsvartan almúgann eins og alltaf fyrir svallveisluna sem honum var ekki boðið til en er þvingaður til að borga.
Lífeyrissjóðirnir lána ríkinu þær fáu krónur (eða evrur?) sem þeir eiga eftir til vegaframkvæmda sem hafa hingað til verið greiddar með sköttum og ríkið lætur síðan fólkið í landinu, eigendur lífeyrissjóðanna, borga lánið og þar með vegaframkvæmdir með vöxtum í formi vegtolla. Eins og venjulega virðist fólkið ætla að láta spila með sig.
Mér sýnist að með þessu sé verið að fara bakdyramegin til að láta almenning borga hrunið.
![]() |
Vegatollar möguleg lausn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.4.2010 | 22:44
Ásættanlegt samkomulag...
![]() |
Ekki vondum útlendingum að kenna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.4.2010 | 20:43
Stjórnarandstaða Morgunblaðsins
Held að framkvæmdastjórinn hafi lög að mæla er hann segir að fyrirhugaðir vegtollar verði bara enn ein dulda skattlagningin, þó ég lýsi því yfir í færslunni hér á undan að ég telji hugsunina á bak við vegtollana góða, eins og hún er kynnt.
Hinsvegar gengur Morgunblaðið enn með þá flugu að þeir séu á Alþingi og í hlutverki stjórnarandstöðu, því í þessari frétt er ekki minnsta tilraun gerð til að fá andstæð sjónarmið fram. Aðeins rætt við framkvæmdastjóra FÍB sem er auðvitað hagsmunagæsluaðili ákveins hóps þ.e. bifreiðaeigenda. Aftur á móti heyrði ég viðtal við Kristján L Möller í útvarpinu í dag, sem skýrði betur út hina hlið málsins.
![]() |
Alfarið á móti vegtollum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2010 | 22:20
Vegtollar væru mikið framfaraskref
Ég hef í nokkurn tíma barist fyrir því að sú regla verði tekin upp sem víðast að þeir borgi sem noti. Það á vel við í samgöngumálum. Jón sem á ekki bíl á ekki að borga skatta til að Guðmundur geti farið með fjölskylduna á fína og dýra jeppanum sínum inn í Þórsmörk að skoða eldgosið.
Það er því fagnaðarefni að stjórnvöld eru að skoða möguleikann á veggjöldum á helstu umferðaræðum til og frá Reykjavík. Verra er ef það á að seilast í vasa lífeyrissjóðanna til að fá fjármagn til vegaframkvæmda, en það er önnur sorgarsaga sem er ekki til umfjöllunar hér og nú.
Sá fyrirvari er á gleði minni að sú ríkisstjórn sem nú situr er mjög skattaglöð og gæti freistast til að nota þetta sem átyllu til að auka skattheimtu. Mér skilst að ákveðinn hluti bensíngjaldsins sé eyrnamerktur vegaframkvæmdum, en þeir peningar hafi samt verið notaðir til annarra verkefna. Stjórnvöld eiga að sjálfsögðu að lækka bensíngjald ef vegtollar verða teknir upp í meira mæli.
Eflaust munu margir kvarta og kveina undan fyrirhuguðum vegtollum eins og framkvæmdastjóri FÍB í fréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld. Hann sagði að þetta myndi bitna á þeim sem minnst bera úr býtum, en það er ekki rétt. Það fólk sem er illa statt fjárhagslega er ekki að flengjast á milli landshluta alla daga. Það hefur ekki efni á því nú þegar.
Við höfum dæmi um eina vegaframkvæmd sem var fjármögnuð með veggjöldum, Hvalfjarðargöngin. Það hefur gengið vel og ekki mikið kvartað undan veggjöldunum. Ef einhverjir hefðu ástæðu til að kvarta væru það Akurnesingar og nágrannar, en þeir hafa þurft að greiða á bilinu 500-1500 krónur fyrir hverja ferð um Hvalfjarðargöng á meðan Vestfirðingar fengu sína stóru samgöngubót Vestfjarðargöngin frítt, eða réttara sagt á kostnað skattgreiðenda.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
5.4.2010 | 16:06
Nú hlýtur maðurinn að eiga skaðabótakröfu á íslenska ríkið
Eða er ekki allt tap Hollendinga og Breta af viðskiptum við Ísland eða Íslendinga á ábyrgð íslenskra skattgreiðenda? Allavega er verið að þvinga íslenska ríkið til að borga sparifjáreigendum í Bretlandi og Hollandi tap upp á fleiri hundruð milljarða vegna íslensks banka í einkaeigu sem starfaði þar og fór á hausinn.
Við getum því átt von á að Steingrímur J. leggi fram lagafrumvarp á Alþingi til að dreifa tapi þessa ógæfusama manns á íslenska skattgreiðendur. Annað væri slæm landkynning og kæmi vondu orðspori á Ísland.
Þá gætu útlendingar farið að halda að við ætlum að hlaupast undan "alþjóðlegum skuldbindingum" okkar og hætta að ferðast til landsins.
![]() |
Tapaði vegabréfi og peningum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.3.2010 | 23:06
Náttúruhamfarir, ekki sirkus undir Eyjafjöllum
Forvitnin drap köttinn segir máltækið og ég er ekki að tala um óhapp á flokksfundi hjá Vinstri grænum. Það er eins og fólk geri sér ekki grein fyrir því að nú standa yfir náttúruhamfarir á Eyjafjöllum.
Myndast hefur ný gossprunga með sjö gígum og nú er Mýrdalsjökull að liðast í sundur. Svæðið þarna er allt á fleygiferð undir fótunum á fólki. Guð gefi að engin alvarleg slys verði.
Björgunarsveitir eiga heiður skilinn fyrir óeigingjarnt starf við að leiðbeina og stundum burðast með ferðamenn til byggða sem hætta sér of nálægt gossvæðinu, örmagnast sökum þjálfunarleysis eða verða fyrir ofkælingu.
![]() |
Ný jökulsprunga í Goðabungu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
-
zeriaph
-
eeelle
-
tbs
-
rosaadalsteinsdottir
-
baenamaer
-
ulli
-
saemi7
-
skulablogg
-
kuriguri
-
vilhjalmurarnason
-
marinogn
-
hreinn23
-
vonin
-
icekeiko
-
maeglika
-
fun
-
axelpetur
-
prakkarinn
-
rafng
-
kreppan
-
hehau
-
photo
-
sjalfbodaaron
-
mofi
-
hlynurh
-
bjarnimax
-
astromix
-
ea
-
huldumenn
-
muggi69
-
jonnnnni
-
gerdurpalma112
-
gp
-
krist
-
jonvalurjensson
-
bassinn
-
gustafskulason
-
diva73
-
jvj
-
maggiraggi
-
toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.9.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar