Algeng rökvilla Icesave-borgunarsinna

Það væri of langt mál að rekja og leiðrétta allar rökvillur þeirra, en ein er algengari en aðrar. Í rökfræðinni er sagt að þó ákveðna ályktun megi draga af einhverri forsendu, er ekki þar með sagt að hægt sé að álykta hið gagnstæða, ef þessi sama forsenda er ekki fyrir hendi.

Þetta kallar á frekari útskýringar. Segjum að A sé einhver forsenda og B sé niðurstaða eða ályktun. Ef við gefum okkur að fullyrðingin

Ef A þá B

sönn, leiðir það ekki til þess að fullyrðingin

Ef ekki A þá ekki B

sé sönn.

Upphaflega fullyrðingin segir aðeins að ef skilyrði A er fullnægt gildir B. Hún segir ekkert til um B ef skilyrði A er ekki til staðar.

Skoðum hvernig þetta kemur út í umræðunni um Icesave. Mikið hefur verið vitnað í kafla úr tilskipun nr. 94/19 frá ESB um innistæðutryggingar, en þar segir efnislega:

Ef ríki hefur séð til þess að koma á einu eða fleiri kerfum sem tryggja að innstæðueigendur fái bætur og tryggingu [forsenda A í dæminu hér á undan]...

...eru aðildarríkin ekki ábyrg gagnvart innstæðueigendum [ályktun B í dæminu.]

Samkvæmt þessu lögmáli rökfræðinnar er rangt að álykta að fyrst íslenska ríkið sá ekki til þess að koma á fót tryggingarkerfi sem tryggði innistæður við fall Landsbankans sé það ábyrgt gagnvart innistæðueigendum hans (þ.e., ef ekki A þá ekki B.)

En því miður virðast menn hafa mismikla hæfileika til að draga ályktanir. Það kemur vel í ljós í Icesave málinu.

Ef einhver hefur ekki náð þessu er fín grein um þessa tegund rökvillu á íslenska Wikipedia vefnum.


Hvað sagði ég ekki?

Í færslunni hér á undan þar sem ég vara við fífldirfsku. Einnar og hálfrar milljónar tryggingu á þá sem æða þarna á hraunsvæðið strax. Sem verður endurgreidd að 75-90%, ef tryggingarhafi kemst slysalaust heim, en afgangurinn rennur til björgunarsveita.

 


mbl.is Flugóhapp á gossvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spennu- og gróðafíklar

Alltaf tekst mönnunum að nota hamfarir og forvitni fólks til að hafa það að féþúfu. Ekki bætir úr skák að spennufíklarnir eru að stofna sér og öðrum í stórhættu, þannig að oft þarf að senda jafnvel margar björgunarsveitir, með rándýran útbúnað til að bjarga hinum forvitnu fíklum úr sjálfsköpuðum vandræðum sínum. Fyrir utan kostnaðinn sem hlýst af slíkri ævintýramennsku. Gera þessir menn sér ekki grein fyrir því að þarna er eldgos?

Það er löngu orðið tímabært að skikka jökla- og fjallageitur sem vilja drepa sig á hálendinu til að borga rándýra tryggingu fyrir. Hvers vegna eiga skattgreiðendur að fjármagna fífldirfsku örfárra spennufíkla? Er ekki komið nóg af slíku, eða vilja menn annað hrun samfélagsins?

Ég sting upp á einni og hálfri milljón í tryggingu fyrir hættulegustu svæðin, síðan smá lækkar hún niður í fimmtíu þúsund, t.d. fyrir Esjuna og önnur léttari fjöll. 90% tryggingarinnar yrði endurgreitt ef engin slys yrðu, en 10% rynnu til björgunarsveitanna.


mbl.is Minnsta gosið en langflottast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verslað við mannréttindabrjóta

Oft nefna þeir sem eru á alfarið á móti inngöngu Íslands í Evrópusambandið, ESB, að við getum gert fært viðskipti okkar til Kína eða aukið viðskiptin við Norður-Ameríku, ef Evrópumarkaður lokast á okkur að einhverju eða öllu leyti. Það er alveg möguleiki því bæði brjóta gjaldeyrishöftin gegn ákvæðum EES-samningsins (við höfum fengið undanþágu vegna bankahrunsins) og eftir að útrásarsnillingarnir skildu eftir sig sviðna jörð í Evrópu er vörumerkið Ísland mjög skaddað. Þá er ég ekki bara að tala um Icesave.

Hafa þessir menn hugsað út í stjórnmálalegar afleiðingar þess að gera landið háð viðskiptum við Kína? Eða er þetta bara eintómt lýðskrum hjá þeim, til þess eins að geta nefnt eitthvað þegar þeir eru spurðir hvað eigi að koma í staðinn fyrir viðskipti við Evrópu og hugsanlega aðild landsins að ESB?

Erfitt væri fyrir okkur að standa upp gegn mannréttindabrotum Kínverja, t.d. gegn Falun Gong, með öll fjöregg viðskiptalífsins í kínverskri körfu. Eða gegn þessari ritskoðun á netinu sem er nefnd í fréttinni og er gróft brot á mannréttindum. Gleymum ekki að þessir menn keyrðu yfir óbreytta borgara á skriðdrekum í eigin landi.


mbl.is Google hættir ritskoðun í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samtök lánþega eiga heiður skilinn fyrir skjót viðbrögð

Samtök lánþega voru fljót að bregðast við skrautsýningu ráðherranna fimm í dag og skutu þar með Hagsmunasamtökum heimilanna ref fyrir rass í þeim efnum.

Ég verð að taka undir með Guðmundi Andra og félögum að þessi svokallaði aðgerðapakki er afskaplega rýr í roðinu og lítið annað en umbúðirnar.

Samtök lánþega sýna vel fram á innihaldsleysi þessara aðgerða, sem þó eru listaðar á tólf síðum í tengli er vísað er til í fyrri frétt mbl.is. Ég skil reyndar ekki hvernig stjórnin fór að því að orðlengja svona mikið þetta lítið efni. Í færslu þeirra segir:

  1. Ekkert er þar umfram þegar skilgreind úrræði um leiðréttingu á höfuðstól íbúðarlána.
  2. Ekkert er þar að finna um aðgerðir til að þvinga fjármálafyrirtæki til að fara að lögum.
  3. Ekkert er þar að finna um skyldu aðila til að túlka samningsatriði sem lagaleg óvissa ríkir um, neytendum í hag svo sem skýrt er kveðið á um í lögum.
  4. Ekkert er þar að finna um aðgerðir til að stöðva nú þegar innheimtuaðgerðir sem byggja á samningum sem dæmdir hafa verið ólöglegir fyrir íslenskum dómstólum.
  5. Ekkert er þar að finna um flýtimeðferð á þeim málum sem bíða úrlausnar Hæstaréttar.
  6. Ekkert er þar að finna um hugmyndir einstakra þingmanna um svokallað lyklafrumvarp.
  7. Ekkert er þar að finna um hugmyndir einstakra þingmanna um lækkaðan fyrningartíma gjaldþrots einstaklinga úr 10 árum í 4.

 


mbl.is Harma máttleysi stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira en popp

Abba var mest í poppinu, en átti alveg til rokktakta. Money, Money, Money er frekar rokkað og Does Your Mother Know er kröftugt rokklag. Síðarnefnda lagið hefur sérstöðu sem eina lagið þar sem hvorki Anna né Agnetha eru aðalsöngvarar. Man ekki eftir að það hafi gerst oftar.
mbl.is Abba í frægðarhöll rokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er verið að lögleiða lögbrot?

Þessi umræða sem er í gangi um lánavanda einstaklinga og fyrirtækja er frekar galin. Það vantar aldrei snillingana sem hafa gert þá merku uppgötvun að einhverjir keyptu dýra jeppa og skuldsettu sig úr hófi fram. Allir þessir snillingar virðast telja hver fyrir sig að hann sé sá fyrsti sem gerir þessa merku uppgötvun, þrátt fyrir að þessi söngur hafi glumið í eyrum okkar og á vefmiðlum í eitt og hálft ár.

Við vitum öll að sumir fóru óvarlega. En þarf það að verða til þess að ekkert megi gera fyrir þá sem eru í skuldafjötrum, aðallega vegna forsendubrests af völdum óábyrgra bankamanna sem tóku stöðu gegn gjaldmiðli sinnar eigin þjóðar og settu efnahagslífið á hliðina?

Annars er þetta útspil Árna Páls alveg furðulegt. Það er eins og hann hafi gleymt því að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði nýlega að myntkörfulán á vegum Lýsingar hafi verið ólöglegt. Er félagsmálaráðherrann að koma lánastofnunum undan armi laganna? Það lítur út fyrir það.

 

Viðbót - nýjar upplýsingar

 

Árni Páll hefur nú lýst því yfir að fyrirhugaðar aðgerðir muni aldrei taka betri rétt af lánþegum sem tekið hefðu lán, dæmdu dómstólar þeim í hag.

Ég vil síðan eindregið hvetja alla til að lesa  ítarlegri færslu Samtaka lánþega um þetta útspil félagsmálaráðherrans. Þar er réttilega bent á að tapaðir fjármunir vegna útlána til bifreiðaeigenda muni lenda á herðum skattgreiðenda ef leið ráðherrans er farin. Verði hinsvegar dómstólar látnir skera úr um lögmæti gengistryggðu lánanna muni tjónið lenda á kröfuhöfum fjármögnunarfyrirtækjanna, eins og venjan er þegar annars konar rekstraraðilar fara í gjaldþrot.

 


mbl.is Lán dýrra bíla afskrifuð mest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrægammarnir komnir af stað

Margir hafa verið að spá verðhruni á fasteignamarkaði nú þegar gjaldþrot fara að hellast yfir vegna þess að tugþúsundir fjölskyldna geta ekki staðið undir áhvílandi skuldum. Hrun krónunnar og verðbólguskriðan í kjölfarið hafa gert skuldirnar óviðráðanlegar, auk þess sem fjöldamargar fjölskyldur hafa tekið á sig launalækkanir, jafnvel atvinnuleysi.

Skjaldborgarríkisstjórnin (eða réttara sagt skjaldbökuríkisstjórnin þegar kallað er eftir lausnum fyrir skuldsett heimili og atvinnulíf) hefur síðan bætt gráu ofan á svart með kæfandi skattahækkunum.

Ein afleiðingin af verðhruni á íbúðarhúsnæði sögðu menn að yrði sú að fjársterkir aðilar myndu bíða eftir að verðið lækkaði og falast þá eftir húseignum skuldsettra heimila á hrakvirði.

Þessi auglýsing birtist á blaðsíðu 8 í Fréttablaðinu í gær, laugardaginn 13. mars. Ljóst er að þessi einstaklingur (eða fyrirtæki) er loðinn um lófana fyrst hann býður staðgreiðslu.

 

auglfrettabl

 

Gæti hugsast að þarna sé á ferð einn af þeim sem átti feita innistæðu á bankabók er hann fékk bætta við hrun bankanna úr vösum skattgreiðenda, þar á meðal þeirra sem eru að missa húsin sín?

Það tók ríkisstjórn Geirs Haarde aðeins fáeinar mínútur að bjarga innistæðueigendum, en yfirvöld hafa ekkert gert í eitt og hálft ár vegna lánavanda heimilanna, annað en að lengja í hengingarólum og fresta uppboðum.

Þetta er þjónustan sem þú færð ef þú ert að missa húsið vegna stökkbreyttra lána af völdum glórulausrar efnahagsstjórnunar banka, fjármögnunarfyrirtækja og stjórnvalda. Í boði þeirra sömu banka, fjármögnunarleigufyrirtækja og stjórnvalda og stóðu fyrir þessari glórulausu efnahagsstjórnun:

Húsið er hirt af þér og gefið samlanda þínum (sem gæti verið kunningi þinn) er var svo heppinn að eiga pening inn á bankabók.

 


Aumur kattarþvottur

Framkvæmdarstjórinn kemst ekki framhjá þeirri staðreynd að samtök hans lýstu því yfir og hann skrifaði undir, að lög um vexti og verðtryggingu leyfðu ekki tengingu lána í íslenskum krónum við erlenda gjaldmiðla. Sjá nánar um það í fyrri færslu minni hér.

Á sama tíma eru umbjóðendur framkvæmdastjórans að siga pabba hans á lántakendur vegna ólöglegra lána að mati sonarins. Hvað er erlent lán? Svarið er hér. Fæst ef nokkur af lánum Guðjóns og félaga eru erlend lán.


mbl.is Telur sig ekki hafa verið tvísaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband