Hrægammarnir komnir af stað

Margir hafa verið að spá verðhruni á fasteignamarkaði nú þegar gjaldþrot fara að hellast yfir vegna þess að tugþúsundir fjölskyldna geta ekki staðið undir áhvílandi skuldum. Hrun krónunnar og verðbólguskriðan í kjölfarið hafa gert skuldirnar óviðráðanlegar, auk þess sem fjöldamargar fjölskyldur hafa tekið á sig launalækkanir, jafnvel atvinnuleysi.

Skjaldborgarríkisstjórnin (eða réttara sagt skjaldbökuríkisstjórnin þegar kallað er eftir lausnum fyrir skuldsett heimili og atvinnulíf) hefur síðan bætt gráu ofan á svart með kæfandi skattahækkunum.

Ein afleiðingin af verðhruni á íbúðarhúsnæði sögðu menn að yrði sú að fjársterkir aðilar myndu bíða eftir að verðið lækkaði og falast þá eftir húseignum skuldsettra heimila á hrakvirði.

Þessi auglýsing birtist á blaðsíðu 8 í Fréttablaðinu í gær, laugardaginn 13. mars. Ljóst er að þessi einstaklingur (eða fyrirtæki) er loðinn um lófana fyrst hann býður staðgreiðslu.

 

auglfrettabl

 

Gæti hugsast að þarna sé á ferð einn af þeim sem átti feita innistæðu á bankabók er hann fékk bætta við hrun bankanna úr vösum skattgreiðenda, þar á meðal þeirra sem eru að missa húsin sín?

Það tók ríkisstjórn Geirs Haarde aðeins fáeinar mínútur að bjarga innistæðueigendum, en yfirvöld hafa ekkert gert í eitt og hálft ár vegna lánavanda heimilanna, annað en að lengja í hengingarólum og fresta uppboðum.

Þetta er þjónustan sem þú færð ef þú ert að missa húsið vegna stökkbreyttra lána af völdum glórulausrar efnahagsstjórnunar banka, fjármögnunarfyrirtækja og stjórnvalda. Í boði þeirra sömu banka, fjármögnunarleigufyrirtækja og stjórnvalda og stóðu fyrir þessari glórulausu efnahagsstjórnun:

Húsið er hirt af þér og gefið samlanda þínum (sem gæti verið kunningi þinn) er var svo heppinn að eiga pening inn á bankabók.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 104698

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband