Samtök lánþega eiga heiður skilinn fyrir skjót viðbrögð

Samtök lánþega voru fljót að bregðast við skrautsýningu ráðherranna fimm í dag og skutu þar með Hagsmunasamtökum heimilanna ref fyrir rass í þeim efnum.

Ég verð að taka undir með Guðmundi Andra og félögum að þessi svokallaði aðgerðapakki er afskaplega rýr í roðinu og lítið annað en umbúðirnar.

Samtök lánþega sýna vel fram á innihaldsleysi þessara aðgerða, sem þó eru listaðar á tólf síðum í tengli er vísað er til í fyrri frétt mbl.is. Ég skil reyndar ekki hvernig stjórnin fór að því að orðlengja svona mikið þetta lítið efni. Í færslu þeirra segir:

  1. Ekkert er þar umfram þegar skilgreind úrræði um leiðréttingu á höfuðstól íbúðarlána.
  2. Ekkert er þar að finna um aðgerðir til að þvinga fjármálafyrirtæki til að fara að lögum.
  3. Ekkert er þar að finna um skyldu aðila til að túlka samningsatriði sem lagaleg óvissa ríkir um, neytendum í hag svo sem skýrt er kveðið á um í lögum.
  4. Ekkert er þar að finna um aðgerðir til að stöðva nú þegar innheimtuaðgerðir sem byggja á samningum sem dæmdir hafa verið ólöglegir fyrir íslenskum dómstólum.
  5. Ekkert er þar að finna um flýtimeðferð á þeim málum sem bíða úrlausnar Hæstaréttar.
  6. Ekkert er þar að finna um hugmyndir einstakra þingmanna um svokallað lyklafrumvarp.
  7. Ekkert er þar að finna um hugmyndir einstakra þingmanna um lækkaðan fyrningartíma gjaldþrots einstaklinga úr 10 árum í 4.

 


mbl.is Harma máttleysi stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Er bara ekki kominn tími til að leiða Sjálfstæðisflokkinn til valda?

Björn Birgisson, 17.3.2010 kl. 23:04

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Björn, þú ert í stjórnmálum, ég er í fjármálum heimilanna.

Theódór Norðkvist, 17.3.2010 kl. 23:31

3 Smámynd: Björn Birgisson

Bið forláts, ég hélt að þar á milli væri bein tenging!

Björn Birgisson, 17.3.2010 kl. 23:38

4 identicon

Koma heimilum landsins til hjálpar. Gera leiðréttingu á lánum landsmanna, á við bílalán líka.  Kallað er eftir nýjum réttlátum   aðgerðum  ríkisstjórnar og fjármagnsstofnana við skuldsett heimili.

Stjórnmálaflokkar á Íslandi bera nær enga ábyrgð. Það er Samfylkingu, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki að þakka að hér á landi hefur verið gerð ákveðin atlaga að því að steypa heilli þjóð i algjöra glötun, vel má vera að það hafi verið framkvæmt af ákveðnu gáleysi og tómlæti.

Nýtt Ísland er opinn félagsskapur fyrir alla. Við viljum búa í fallegasta og endurheimta besta land í heimi frá  spilltum stjórnmálaflokkum sem hér tröllríða öllu. 

Við erum hægri  sinnaður félagsskapur sem  er til í að styðja enn frekar undir sjálfstæði Íslendinga. Við viljum draga til ábyrgðar stjórnmálaflokka  og stjórnmálamenn sem hér hafa siglt öllu í kaf. Það má vel vera að það hafi verið gert með ákveðnu tómlæti og ábyrgðarleysi. Íslenskir stjórnmálaflokkar hafa að því er virðist snúist um hagsmuni þeirra sjálfra og þeirra sem þar stjórna ásamt vinum og gæðingum innan fjármálageirans á Íslandi. Við viljum að lýðræðið komist í hendur fólkins sem byggir landið með beinu lýðræði.   Þannig byggjum við upp nýtt Ísland til hagsbóta fyrir flest okkar. Stjórnmálaflokkar við stjórn landsins okkar eru þjóðinni of dýrir og hafa með óábyrgum hætti komið sjálfstæði Íslands í erfiðustu mál einnar sjálfstæðar þjóðar. 

Ísland er stórt land með fáa íbúa. Ísland er gjöfult land,  fiskmiðin og lofthelgin eru verðmætari en þekkist annarsstaðar. Ísland  á eftir að spila lykilhlutverk um ókomna tíma vegna m.a.  landfræðilegrar legu landsins á Norðurhveli jarðar, því er mjög áríðandi að íslensk þjóð hætti að kóa í átt til stjórnmálaklansins á Íslandi og hér rísi upp þjóðin til hagsbóta fyrir sig sjálfa. 

Sveinbjörn Ragnar Árnason 19.3.2010 kl. 16:29

5 identicon

Teddi þú varst nú þáttakandi hjá Nýju Íslandi á Austurvelli. Útaf hverju tókstu til máls hjá Ní og HH ef þetta er allt svona ómögulegt? Kveðja SRÁ

Sveinbjörn Ragnar Árnason 20.3.2010 kl. 00:36

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sveinbjörn, sá sem átti að flytja þessa ræðu forfallaðist og ég var beðinn um að hlaupa í skarðið. Það var hringt í migeins þremur tímum áður en útifundur átti að hefjast og ég gat varla neitað, vegna þess að ég ber virðingu fyrir því fólki innan HH sem stendur að útifundasamstarfinu.

Ég vil svo biðja þig um að hætta að spamma bloggið hjá mér með fleiri skjáfyllum af þvaðri á heimasíðunni ykkar, eða fréttum af NÍ. Ef þú þarft að vísa á efni geturðu sett tengla.

Theódór Norðkvist, 20.3.2010 kl. 02:13

7 identicon

Sæll Teddi. Ég er ekkert að "spamma" vefsvæðið þitt.  ÉG setti ákveðna stefnu samtakanna NÍ sem m.a. þú hefur snúið útúr. Hvað gengur þér til Teddi?

Samtökin NÍ virða skoðanir annara. Ef þú ert ekki sömu skoðunar og NÍ þá er það þitt mál. Síðan er ágætt Teddi að þú hættir í eitt skipti fyrir öll að ljúga.

Sveinbjörn Ragnar Árnason 20.3.2010 kl. 09:40

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sveinbjörn, ég hef hvorki snúið út úr stefnu NÍ né logið. Ég hef bara vitnað orðrétt í stefnu ykkar. Þú hefur hinsvegar hellt þér yfir mig með dónaskap á Eyjunni og með því að hringja í mig og bera upp á mig ruglásakanir.

Það er út í hött að hringja í fólk og fara að æsa sig við það, þó það skrifi eitthvað sem þér líkar ekki á netið. Ef þú þolir ekki gagnrýni á samtök þín ættirðu ekki að vera að hætta þér út á vígvöll stjórnmálanna.

Ég bið þig vel að lifa.

Theódór Norðkvist, 20.3.2010 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 104703

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband