17.6.2012 | 19:46
Fádæma hroki Angelu Merkel
Þýski hrokinn er ekki dauður úr öllum æðum. Angela Merkel sýndi Grikklandi þá vanvirðingu að reyna að segja kjósendum hvað þeir eiga að kjósa. Þýski leiðtoginn hvatti Grikkja til að kjósa flokka sem væru hliðhollir samkomulagi ESB við landið. Sjá frétt á RÚV hér.
Það hlýtur að vera einsdæmi frá því að fasistar réðu ríkjum í stórum hluta Evrópu um og eftir seinni heimsstyrjöldina að þjóðarleiðtogi blandi sér í kosningar í öðru landi. Landi sem á að teljast frjálst, en á því leikur mikill vafi að land sem er innan ESB sé í raun frjálst og fullvalda ríki.
Þetta er fádæma hroki sem þýsk stjórnvöld eru að sýna Grikkjum með þessu athæfi Merkel, að mínu mati.
11.6.2012 | 21:55
2007 framboð?
Ólafur Ragnar sagði í upphafi sinnar kosningarbaráttu að honum fyndist framboð Þóru vera pínulítið 2007. Mér fannst það ekki sanngjörn ummæli, en eftir að hafa séð þetta myndband, er ég ekki viss.
Það sem einkenndi þjóðfélagið árin fyrir hrun, voru fallegar umbúðir en rýrt innihald. Útrásarvíkingarnir voru í fínum jakkafötum, vel greiddir og voru með slagorðin á hreinu. En það var ekkert á bak við þennan bóluárangur þeirra. Keisarinn var ekki í neinum fötum.
Þetta áróðursmyndband ungra stuðningsmanna Þóru er einmitt eins og umgjörð hrunverjanna á sínum tíma. Fallegar umbúðir - fallegt ungt fólk - flott slagorð eins og sameinumst, hugsum á framtíðina og annað í þessum dúr.
Þegar kemur að innihaldinu skila hinir ungu stuðningsmenn Þóru auðu. Ekkert kemur fram hvernig Þóra eigi að sameina fólk, eða rökstuðningur fyrir því hvernig hún er frekar fulltrúi framtíðarinnar en aðrir frambjóðendur.
Hafði Ólafur kannski rétt fyrir sér að framboð Þóru væri 2007? Forsetinn hefur að vísu sjálfur verið sakaður um náin tengsl við útrásarvíkinga 2007 hugsunarháttsins. Hann gæti því mögulega verið að kasta steinum úr glerhúsi, en það segir okkur líka að hann þekki fingraför 2007 stílsins betur en margir aðrir.
![]() |
Lokað á stuðningsmyndband Þóru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.6.2012 kl. 13:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.6.2012 | 13:46
Lilja fer með rangt mál
Ég get strax nefnt eitt dæmi, þingmenn utan af landi sem geta skráð lögheimili sitt í kjördæmi sínu og fá þannig dagpeninga, þó ekki sé um nein ferðalög að ræða til og frá vinnu. Nema það kallist ferðalög að kíkja nokkrum sinnum á kjördæmið sitt til að veiða sér atkvæði.
Veit ekki betur en þeir fái fría síma og svo bætast við greiðslur vegna setu í hinum og þessum nefndum sem gera ekkert nema éta kleinur og drekka kaffi. Lilja er að skjóta sig í fótinn og stimpla sig inn sem forystumaður dvergflokks sem hefur ekkert fram að færa.
![]() |
Ekki orðið vör við forréttindi þingmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2012 | 01:36
Röng spurning
Miklu réttara er að spyrja frambjóðendurna hvort þeir vilji að löggjafarvaldið verði á Austurvelli eða í Brussel. Þegar spurt var um afstöðu til ESB á Iðnó-fundinum, komu allir frambjóðendurnir sér undan því að svara með því að skýla sér á bak við það að enginn samningur liggi fyrir enn. Nema Ólafur, hann svaraði undanbragðalaust eins og í Hörpunni í kvöld.
Þess má geta að ég sendi þessa spurningu um hvar löggjafarvaldið ætti að vera, þrívegis inn á Facebook síðuna vegna þessa skrípafundar á vegum Stöðvar 2, en án árangurs.
![]() |
Eðlilegt að gefa upp afstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2012 | 02:08
Men In Black III - 3D fyrir hlé. 2D eftir hlé
Fór á Men In Black 3 í þrívídd í Háskólabíói í kvöld. Framan af var myndin ágæt - ekkert rosalega góð miðað við allt auglýsingaskrumið í kringum hana - en nokkur atriði skemmtileg og komu vel út í þrívídd. Þar sem ég hafði séð sýnishorn úr myndinni vissi ég að agent J stökk fram af háhýsi í einu atriðinu og var reyndar mjög kvíðinn fyrir því. Þar sem þrívíddartæknin eykur verulega á upplifunina að maður sé á staðnum, óttaðist ég að ég myndi fá fyrir hjartað af stökkatriðinu. Hjartslátturinn varð vissulega nokkuð ör, en ég jafnaði mig fljótt.
Hinsvegar varð ég fyrir miklum vonbrigðum eftir hlé. Ekki með myndina sjálfa, en aðallega vegna þess að ég sá ekki betur en að myndin var ekkert í þrívídd. Þegar myndinni lauk spurði ég konuna fyrir aftan hvort hún hefði tekið eftir að myndin var ekki í þrívídd eftir hlé. Hún var ekki frá því að það væri rétt. Þar sem það er alltaf betra fyrir tvo að kvarta en einn, spurði ég konuna hvort hún væri til í að koma með mér að tala við starfsmanninn.
Hvort sem hún var svona ánægð með myndina þrátt fyrir að þriðju víddina vantaði, eða hana skorti kjark, var ég sá eini sem kvartaði. En þeir fiska sem róa. Starfsmaðurinn taldi sér ekki fært að þræta fyrir að myndin hafi ekki verið í þrívídd og gaf mér boðsmiða. Ég hef beðið spenntur eftir Prometheus og því kemur sér vel að eiga boðsmiða. Er að vísu að lesa að hún fær misgóða dóma, sumir eru hundóánægðir með hana. En það verður vissulega minni skaði fyrst ég fæ að sjá hana ókeypis.
Að lokum, þá er samt eitt sem angrar mig. Hefði verið rétt af Háskólabíó að bjóða öllum boðsmiða sem voru á myndinni? Þeir voru ekki margir þannig að það hefði ekki sett bíóið á hausinn. Eða var boðsmiðinn sanngjörn laun fyrir það að hafa kjark til koma með athugasemdir um það sem ég taldi vera gallaða vöru? Það er ekki gott að segja.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 02:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2012 | 23:19
Gamalt og nýtt
Ekki nýtt: Ísland tapar.
Nýtt: Ísland skorar mörk í landsleikjum.
![]() |
Svíar lögðu Íslendinga 3:2 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2012 | 12:54
Átti ekki að biðjast afsökunar
Það var allt rétt sem Páll Óskar sagði um Grétu Salóme og ég skil ekki af hverju hann gugnar. Sennilega hefur hann verið neyddur til að biðjast afsökunar, af einhverju almannatengslafólki.
Ég sé ekkert í viðtalinu við Grétu S. sem ógildir það sem hún sagði um að ekki ætti að blanda saman Eurovision og mannréttindum. Aðeins yfirborðskennd rulla um að mannréttindi varði okkur öll.
Munurinn á "okkur öllum" (hvað sem það merkir) og hinni sænsku Loreen, er að Loreen opnaði munninn meðan Gréta og aðrir keppendur þögðu. Það þýðir ekki að afsaka sig með því að skipuleggjendur keppninnar hafi sagt keppendum að hafa ekki afskipti af mótmælendunum fyrir utan Eurovision höllina.
Það er greinilega ekki nóg fyrir harðstjórnina í Azerbajdan að kefla fyrir munninn á sínum eigin borgurum - þeir ætla líka að ráðskast með útlendinga og banna þeim að tjá sig. Þeir hafa ekkert leyfi til þess, frekar en aðrir kúgarar mannkynssögunnar.
Afsökunarbeiðni Páls Óskars er því ekki rétt og bendir til að hann hafi gugnað á einarðri afstöðu sinni. Það lýsir ekki sterkum persónuleika.
![]() |
Biður Gretu Salóme afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.5.2012 | 23:24
Avengers - MarvelLOUS
Marvel fyrirtækið hefur tekið kvikmyndaheiminn með trompi undanfarin ár og komið með myndir með ofurhetjunum Hulk, Thor, Captain America og Iron Man. Ásinn í spilastokknum þeirra er samt The Avengers, þar sem allar þessar hetjur sameinast, ásamt nokkrum í viðbót.
Það er mögnuð upplifun að sjá þessa mynd í þrívídd, upplifun sem enginn unnandi góðra hasarmynda ætti að láta framhjá sér fara. Avengers er komin í 37. sæti yfir bestu bíómyndir allra tíma og komin upp fyrir myndir eins og Citizen Kane, Terminator 2 og Alien. Fær einkunnina 8,7 og á eflaust eftir að fikra sig enn hærra upp listann.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2012 | 13:51
Góð grein hjá Andreu
Heilbrigð afstaða forsetaframbjóðandans, sem segir að ég eigi að gæta bróður míns - og systur. Í algeru samræmi við síðustu færslu mína hér rétt á undan, en því miður fann ég ekki þessa frétt til að tengja við.
Andrea sýnir enn einu sinni að hún verður ekki gufa sem mun hreiðra um sig í forsetabústaðnum og innan um kampavínsglös í opinberum veislum. Hún mun án efa láta til sín taka þar sem óréttlæti ríkir.
Eins og ég sagði hér áður höfðu fulltrúar í söngkeppninni tækifæri til að tala gegn ofbeldinu fyrir framan nefið á þeim, sem einungis sænska söngkonan og sigurvegari keppninnar nýtti sér. Hún er sigurvegari í fleiri en einum skilningi.
Afstaða Grétu og þeirra sem vilja afskiptaleysið, minnir einna helst á bilaða keisarann í Róm, Neró - sem spilaði á fiðlu meðan Róm brann. Eða á hljómsveitina á Titanic, sem spilaði alveg fram að því að skipið sökk. Það er auðvitað mikilvægast að hafa góða tónlist í gangi meðan maður er að drukkna.
![]() |
Spyr hvenær rétti tíminn sé fyrir mannréttindi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2012 | 18:53
Eru mannréttindi pólitík?
Gréta Salóme réttlætti sinnuleysi sitt gagnvart mannréttindabrotunum fyrir framan nefið á henni með því að segja að halda ætti mannréttindum og tónlistarkeppnum eins og Eurovision aðskildum. Ég á það sameiginlegt með Páli Óskari að vera ósammála fiðluleikaranum hvað þetta varðar. Gréta er í hvítasunnukirkjunni og er yfirlýst kristin trúmanneskja, en greinilegt er að svo bregðast krosstré sem önnur tré.
Skoðum aðeins fullyrðingu hennar. Eru einhverjir stjórnmálaflokkar - hérlendir sem erlendir - á móti mannréttindum? Þá er ég að tala um stefnuskrá þeirra, ekki hvað þeir gera þegar á hólminn er komið. Ég veit ekki til að neinn flokkur sé með það á stefnuskrá sinni að brjóta mannréttindi eða svipta borgarana þeim. A.m.k. ekki viljandi. Er þá nokkuð hægt að segja að mannréttindi séu pólitískt fyrirbæri. Í mesta lagi er hægt að segja að mannréttindi séu þverpólitísk, fyrst allir flokkar vilja tryggja þau.
Tónlistarmenn í sviðsljósinu fá gott tækifæri til að beita sér gegn mannréttindabrotum. Það tækifæri nýttu íslensku keppendurnir ekki, en það gerði hinsvegar fulltrúi Svíþjóðar í Eurovision. Vonandi nýta Gréta og Jónsi betur tækifærið í Eurovision-höllinni í Baku í kvöld betur en þau sem hafa gefist undanfarna daga fyrir utan höllina.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
-
zeriaph
-
eeelle
-
tbs
-
rosaadalsteinsdottir
-
baenamaer
-
ulli
-
saemi7
-
skulablogg
-
kuriguri
-
vilhjalmurarnason
-
marinogn
-
hreinn23
-
vonin
-
icekeiko
-
maeglika
-
fun
-
axelpetur
-
prakkarinn
-
rafng
-
kreppan
-
hehau
-
photo
-
sjalfbodaaron
-
mofi
-
hlynurh
-
bjarnimax
-
astromix
-
ea
-
huldumenn
-
muggi69
-
jonnnnni
-
gerdurpalma112
-
gp
-
krist
-
jonvalurjensson
-
bassinn
-
gustafskulason
-
diva73
-
jvj
-
maggiraggi
-
toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar