8.6.2011 | 03:02
Álagningin á minniskortin er rán um hábjartan dag
Það er ekki nýtt að verslunin hér á landi okri svo mikið að það jaðrar við að vera glæpastarfsemi, en ég hef sérstaklega tekið eftir þessu með minniskortin þar sem ég skipti fyrir stuttu síðan gömlu myndavélinni minni fyrir nýja og fullkomnari.
Ég tek mikið af háskerpu (HD) myndböndum og hef séð að þau hökta stundum í spilun. Eftir smá rannsóknarvinnu hef ég komist að þeirri niðurstöðu að líklega er minniskortið sem fylgdi með vélinni af lakari tegundinni. Kortið er það sem er kallað Standard definition, SD, en til að taka upp myndbönd í HD eða High Definition upplausn, 1280x720, þarf maður víst minniskort af gerðinni SDHC, sem tekur upp á meiri hraða.
Eins og fram kemur í fréttinni (litlu myndinni) er verðið á ákveðinni tegund minniskorts í myndavélar og farsíma þrefalt hærri hjá Beco en á vefsíðunni bhphotovideo.com.
Þetta er ekki svæsnasta dæmið, því Sandisk minniskort sem ég var að spá í, kostar 16 pund á Amazon, en lægsta verð sem ég hef fundið það á hér á landi, er í kringum 13.000 kr. Við erum að tala um fjórfalt verðið á Amazon. Menn sem standa fyrir svona okri eiga hvergi annars staðar að eiga lögheimili en á Litla-Hrauni.
Verst að Amazon sendir ekki raftæki til Íslands, þannig að ég ætla að bíða með að uppfæra minniskortið í myndavélinni minni þar til ég á næst erindi út fyrir landsteinana. Þangað til sætti ég mig frekar við skrykkjótt myndbönd en að kaupa minniskort á þreföldu kostnaðarverði.
Að vísu þætti mér gaman að vita hvað álagning ríkisins í formi tolla og hæsta virðisaukaskatts í heiminum hefur að segja í þessu máli. Eins og allir vita eru engir tollar á milli ESB-landanna, þó það gegni öðru máli um innfluttar vörur frá láglaunalöndum eins og Kína, Indlandi og Tævan, þangað sem flest stórfyrirtækin á rafvörumarkaðnum hafa séð sér hag í að flytja framleiðslu sína.
![]() |
Vel smurt á tölvuleiki, myndavélar, minniskort og myndavélalinsur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 03:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2011 | 19:53
Vantar fleiri menn eins og Pétur Blöndal
Þrátt fyrir að ég skrifi alls ekki alltaf undir sjónarmið Péturs, má hann eiga að hann segir sínar skoðanir og stendur við þær. Gott dæmi um það er að hann hefur alltaf kosið gegn hinum löglausu Icesave nauðasamningum við Breta og Hollendinga.
Gott hjá honum að taka verkalýðs- og atvinnurekendur á beinið. Þessir hópar eru allt of frekir að heimta fyrirgreiðslu fyrir sína þröngu sérhagsmunahópa, nú síðast SA með því að beita stjórnvöld landsins fjárkúgun.
Þeir hótuðu að hætta kjaraviðræðum nema ríkisstjórnin lofi að leyfa lénsherra gjafakvótakerfisins að halda sínum ránsfeng um aldur og ævi. Getum við ekki fengið bresku ríkisstjórnina til að setja hryðjuverkalög á SA og LÍÚ?
Meira svona Pétur.
![]() |
Spyr hvort SA og ASÍ ætli í framboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.4.2011 | 01:32
Álagning ríkisins á eldsneyti glæpsamleg
Án þess að ég ætli að gera lítið úr álagningu og samráðsglæpum olíufélaganna, sem hafa verið í lögreglurannsókn af þeim sökum, er ríkið ekki barnanna best þegar kemur að íþyngjandi álögum á eldsneytisnotkun landsmanna.
Bensíngjald að viðbættu vörugjaldi er meira en 60 krónur á lítrann af bensíni og olíugjald á díselolíu 52 krónur á hvern lítra. Skattlagningin er þannig á bilinu 20-25% á hvern eldsneytislítra á heimilisbifreiðina. Síðan kemur virðisaukaskattur ofan á allt saman og við það fer álagning ríkisins á notkn heimilisbílsins yfir 50%.
Hvernig er það, þykir hinum skattaglöðu stjórnmálamönnum okkar sjálfsagt mál að leggja skatta ofan á skatta? Er eðlilegt að við sættum okkur við þetta? Án þess að ég sé að hrósa versluninni fyrir hóflega álagningu veit ég ekki um einn einasta aðila í þjónustu eða verslun sem leggur á sína eigin álagningu. Það gerir hinsvegar ríkið.
Vitanlega þarf ríkið að fá fjármagn frá skattborgurum til að standa undir samneyslunni, en þessar óhóflegu álögur eru til þess eins að drepa niður efnahagslífið. Sérstaklega ferðaþjónustuna, sem er sögð eiga að standa undir velmegun okkar í framtíðinni.
Ef ég man rétt átti hún m.a.s. að borga Icesave baggann að mestu leyti ein síns líðs. Þann bagga reyndu stjórnvöld að nauðga yfir okkur með hótunum og falsi, en þjóðin hafði manndóm til að standa af sér þá atlögu.
![]() |
Eldsneyti verði lækkað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2011 | 02:39
Kúgunarveldin halda áfram efnahagslegum hryðjuverkum...
...eða a.m.k. hótunum um að grípa til þeirra. Við því var að búast eftir höfnun Icesave-nauðungarinnar og þarf ekki að koma á óvart. Þjóðin þarf bara að standa í lappirnar. Lögin eru okkar megin, ég er viss um það.
Ég er alltaf að sannfærast betur og betur um að hryðjuverkalögum var beitt gegn rangri þjóð í bankahruninu.
Hinsvegar er ég sammála breskum og hollenskum yfirvöldum um eitt. Það á aldrei að semja við hryðjuverkahópa og þess vegna áttu stjórnvöld hér á landi aldrei að semja við ríkisstjórnir Breta og Hollendinga.
Við eigum ekki að vera til viðræðu um að bæta þjófnað fjárglæpamanna Landsbankans með því að ræna saklausa borgara í staðinn. Það eru bara hryðjuverkamenn sem fara fram á slíkt.
![]() |
Sjáumst í réttarsalnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.3.2011 | 00:26
Prestur innflytjenda óskar eftir söfnun vegna hamfaranna í Japan
Hinn japanski prestur innflytjenda, Toshiki Toma, hefur óskað eftir að fólk skori á Rauða Krossinn og Hjálparstarf kirkjunnar að hefja söfnun fyrir fórnarlömb jarðskjálftanna í Japan. Pistil hans má lesa með því að smella hér.
Hér með tek ég undir þessa áskorun og kem henni á framfæri. Sjálfur hef ég sent eftirfarandi áskorun til RKÍ og Hjálparstarfs kirkjunnar. Ykkur er velkomið að nýta þennan texta, en hvort sem þið gerið það eða notið ykkar eigin orðalag, endilega ekki láta undir höfuð leggjast að knýja á um að söfnun verði hafin.
Sæll/sæl.
Prestur innflytjenda á Íslandi, Toshiki Toma, hefur beðið lesendur sína að skora á Hjálparstarf kirkjunnar og Rauða Kross Íslands að hefja söfnun fyrir Japan vegna hinna hræðilegu náttúruhamfara sem þar geisa nú um þessar mundir.
Hér með kem ég þessari áskorun á framfæri og tek heilshugar undir hana.
Með vinsemd og virðingu,[Þitt nafn] - (sleppið að tilgreina nafn ef þið kjósið nafnleynd af einhverjum ástæðum)
Netföng hjá Rauða krossinum er central@redcross.is og help@help.is hjá Hjálparstofnun kirkjunnar.
1.3.2011 | 18:45
Einn aumasti málstaður sem hægt er að finna
Ekki get ég haft samúð með þessu liði á reykspúandi risadrekum, mengandi andrúmsloftið, að fá ekki að stunda reykeitrun sína óáreitt. Á sama tíma og stórir hópar í þjóðfélaginu eiga varla fyrir mat handa sér og sínum, er mjög erfitt að hafa samúð með þeim sem gráta yfir því að fá ekki að flengjast lengst upp á jökul, týnast ofan í einhverjum sprungum og láta fjársveltar björgunarsveitir leggja út í tuga- og oft hundruða þúsunda kostnað við að leita að sér.
Það segir líka sína sögu að tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa herjað á umhverfisráðherra fyrir að leggja stein í götu þessara gæludýra flokksins. Það er svo sem ekki nýtt að hjarta Sjálfstæðisflokksins slái fyrst og fremst með forréttindastéttum landsins, í þessu tilviki þeim sem geta lagt í ferðir á eyðslufrekum ofurjeppumsem kosta tugir þúsunda um hverja helgi.
![]() |
Skoða málshöfðun vegna verndaráætlunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.2.2011 | 21:10
RÚV hefur verið í fararbroddi þeirra sem reyna að blekkja almenning í Icesave málinu
Þannig að ef Ögmundur er ekki að grínast hefur hann ekki kynnt sér málin vel. Gott dæmi um þetta er þegar því var slegið upp sem (lyga)frétt að ef vextir á Icesave þjófnaðinum yrðu hækkaðir úr 2,64% í 5,8% myndi arðrán Breta og Hollendinga tífaldast.
Ég veit ekki hvar starfsmenn RÚV lærðu verslunarreikning, en það vita allir sem hafa náð grunnskólaprófi í því fagi, að skuld tífaldast ekki við að tvöfalda vaxtaprósentuna. Ekki einu sinni þó fjárhæðin eigi að borgast upp á 30-40 árum.
![]() |
Krefst óháðra upplýsinga um Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.2.2011 | 19:52
58% vilja skrifa undir óútfyllta opna ávísun
![]() |
57,7% myndu samþykkja Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.2.2011 | 19:22
Góðhjartaður bloggari vill borga skuldirnar mínar
Ég hef lengi óskað eftir að einhver ríkur náungi myndi taka á sig skuldir mínar. Þar sem ég er ekki stór karl í þjóðfélaginu hefur það gengið frekar illa að finna velgjörðarmanninn.
En nú virðist sem ósk mín sé að rætast. Illugi Jökulsson er að bjóðast til að borga skuldir annarra. Hann vill fá að borga skuldir bankabófa sem rændu banka í sinni eigu innan frá. Ég er ekki syndlaus maður, en ég á nándar nærri ekki eins ljótan feril og Bjöggarnir.
Þannig að Illugi hlýtur að vilja borga mínar skuldir, sem eru aðeins brot af skuld Landsbankans vegna Icesave. Ef þú ert að lesa þetta Illugi, get ég gefið þér upp reikningsnúmerið mitt, eða við getum farið saman í bankann með skuldabréfin vegna minna lána.
En ég vil taka eitt fram: Ef þú ætlar að borga þessar skuldir mínar með því að féfletta skattborgara þessa lands, aldrað fólk, sjúklinga, öryrkja og ungt fólk, þá vil ég ekki taka þessu tilboði þínu.
Frekar borga ég mínar skuldir sjálfur.
17.2.2011 | 19:59
Teitur Atlason sekkur á botninn
Eins og alþjóð veit hefur Teitur Atlason verið að ausa skít yfir þá sem standa að undirskriftasöfnun um að vísa Icesave III nauðasamningunum í þjóðaratkvæði. Hann heldur úti einu allra stærsta vettvangi rógburðar og persónuárása á DV-blogginu og er mjög grófur, jafnvel á mælikvarða DV.
En ég held hann hafi náð botninum í Kastljósinu í kvöld, meira að segja miðað við hans eigin frammistöðu hingað til. Þegar hann var spurður að því hvort hann væri ekki sáttur við skýringar Frosta kom hik á hann og þegar hann fann að hann gat ekki svarað greip hann til persónuárása.
Hann fór að sverta Jón Val Jensson og Loft Altice Þorsteinsson (sem hann veit ekki einu sinni hvað heitir þrátt fyrir að vera með hann á heilanum, kallaði hann Loft Cooper í þættinum og á bloggi sínu Loft Atla Aliceson!)
Þetta er einstakur aumingjaskapur hjá Teiti Atlasyni. Það er drullusokkaháttur að vera með rógburð á menn á vettvangi þar sem þeir hafa ekki möguleika að svara fyrir sig. Sér í lagi í fréttaþætti í sjónvarpi allra landsmanna. Svona gera menn ekki.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
-
zeriaph
-
eeelle
-
tbs
-
rosaadalsteinsdottir
-
baenamaer
-
ulli
-
saemi7
-
skulablogg
-
kuriguri
-
vilhjalmurarnason
-
marinogn
-
hreinn23
-
vonin
-
icekeiko
-
maeglika
-
fun
-
axelpetur
-
prakkarinn
-
rafng
-
kreppan
-
hehau
-
photo
-
sjalfbodaaron
-
mofi
-
hlynurh
-
bjarnimax
-
astromix
-
ea
-
huldumenn
-
muggi69
-
jonnnnni
-
gerdurpalma112
-
gp
-
krist
-
jonvalurjensson
-
bassinn
-
gustafskulason
-
diva73
-
jvj
-
maggiraggi
-
toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar