16.2.2011 | 22:23
Athugasemdakerfi Eyjunnar lokað á sama tíma og Icesave III er dembt yfir þjóðina. Tilviljun?
Það er allavega mjög þægileg tilviljun fyrir Samfylkinguna og taglhnýtinga þeirra VG, sem voru að enda við að nauðga þriðja þjóðsvikasamningi sínum í gegnum þingið. Nauðasamning um að veðsetja íslenska skattgreiðendur í næstum hálfa öld, vegna einkabanka sem hrundi undan eigin fjárglæpastarfsemi.
Ýmislegt bendir til að þessi svikasamningur hafi verið keyrður í gegn á þinginu með mútum til Sjálfstæðisflokksins og þá hefur Mörður Árnason líklegast verið milligöngumaður þar.
Það er sennilega líka tilviljun að hinn nýi ritstjóri Eyjunnar, Karl Th. Birgisson, er fyrrverandi framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar.
Það er sennilega líka tilviljun að athugasemdakerfi fjölmiðilsins, sem hefur aldrei legið niðri svo ég muni, sé allt í einu svo laskað eða lélegt að það þurfi yfirhalningu sem tekur a.m.k. tvo sólarhringa.
Mikið af tilviljunum á stuttum tíma.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.2.2011 | 22:27
Frábært lag - verðugir fulltrúar
Að mínu mati besta lagið í keppninni. Ég get ekki ábyrgst að samúðarbylgjan hafi ekki haft neitt áhrif á þetta mat mitt eða þeirra sem völdu lagið, en ég reyni að láta það ekki hafa áhrif.
Sigurjón Brink var harmdauði öllum sem þekktu hann, en auðvitað sér í lagi ástvinum hans og í raun allri þjóðinni. Hann var greinilega mikill hæfileikamaður á sviði tónlistarinnar og allir sem þekktu hann lýsa honum sem einstöku ljúfmenni. Það er alltaf sorglegt þegar góðir menn falla frá á hátindi lífsins.
Þegar dauðinn og lífið mætast verður það samt oft til að aðstandendur þess sem kveður þennan heim læra að meta lífið betur. Við munum aldrei fá að vita hvort lagið Aftur heim hefði unnið undankeppnina þó þetta áfall hefði ekki komið til, en ég tel að það hefði örugglega komist framarlega.
Hvað sem segja má um það er ég þó viss um að dauðsfall Sjonna Brink hefur orðið til að vinir hans sem fluttu lagið, þjöppuðu sér saman um að flytja lagið vel og heiðra minningu Sjonna. Þeir hafa eflaust litið á þetta verkefni sem leið til að kveðja góðan félaga og listamann.
Sjálfir eru flytjendurnir allir frábærir listamenn og verðugir fulltrúar þjóðarinnar í Eurovision. Það hefur verið gaman að sjá samstöðuna og einhuginn sem ríkir í þessum hóp.
Til hamingju strákar og aðrir sem standa að laginu. Megi ykkur ganga vel í Düsseldorf í vor.
![]() |
Aftur heim sigraði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2011 | 16:53
Guðfaðir Icesave nauðungarinnar hefur talað
Geir H. Haarde má allavega eiga það að hann er samkvæmur sjálfum sér. Hann á einna stærsta þáttinn í því að Icesave óvætturinn liggur sem mara á þjóðinni og sleppir ekki af henni takinu.
Fyrst og fremst með meðvirkni sinni gagnvart fjárglæframönnunum í Landsbankanum, sem var rekinn af framkvæmdastjóranum hans, Kjartani H. Gunnarssyni og dyggir flokksmenn í flestum valdastöðum þar. Geir svaf á verðinum þegar Bretar voru að bjóðast til að gera Icesave reksturinn að dótturfélagi í breskri lögsögu. Ríkisstjórn hans kaus frekar að eiga veð í íslenskum skattgreiðendum.
Það er ekki houm að þakka að ábyrgð ríkisins á Icesave skuldinni er hvorki í samræmi við íslensk lög né lög ESB eins og nú hefur komið í ljós og allir viðurkenna. Sömuleiðis er það ekki Geir H. Haarde að kenna að núverandi ríkisstjórn hefur unnið eins illa úr Icesave málinu og hægt er, en sá veldur miklu sem upphafinu veldur.
En ljóst er að forsætisráðherrann fyrrverandi og núverandi sakborningur fyrir Landsdómi afneitar ekki afkvæmi sínu.
![]() |
Geir styður Bjarna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
2.2.2011 | 23:57
Er þjóð okkar viðbjargandi?
Þegar boðað var til mótmæla eitt sinn gegn Icesave-nauðasamningnum um að borga skuldir auðkýfinga, sem ríkissstjórnin er kennir sig við jöfnuð, velferð og vinnandi stéttir, reyndi að svíkja yfir þjóðina, mættu örfáar hræður.
Þrátt fyrir að Icesave-lögin upphaflegu hefðu ein og sér getað leitt til að hér yrði ekki einu sinni hægt að reka grunnþjónustu eins og menntun barna og ungs fólks, heilbrigðiskerfi eða vegagerð.
Hvað þá tónlistarnám sem flokka má undir munað, ekki grunnþarfir.
Þegar boðað hefur verið til mótmæla gegn skuldaánauð fjölskyldna og einstaklinga, sem allir helstu reiknimeistarar (nema pantaðir álitsgjafar stjórnvalda og fjármálastofnana) hafa staðfest að engir geta staðið undir nema þeir allra hæst launuðu í mesta lagi, hafa oftast örfáar hræður mætt.
Þrátt fyrir að skuldaánauð velferðarstjórnarinnar (réttara sagt helferðarstjórnarinnar) hefði ein og sér getað leitt til, að vegna þess að flest ungt, vinnufúst og vel menntað fólk myndi flýja úr landi, yrði ekki einu sinni hægt að reka hér grunnþjónustu eins og menntun barna og ungs fólks, heilbrigðiskerfi eða vegagerð.
Hvað þá tónlistarnám sem flokka má undir munað, ekki grunnþarfir.
En þegar boðað er til mótmæla gegn þeirri sanngjörnu kröfu borgaryfirvalda að foreldrar borgi fyrir áhugamál sinna eigin barna sjálfir, þá fyllist miðbærinn af hneyksluðu og reiðu fólki.
Ég vona að þið fyrirgefið en ég leyfi mér að efast um að þjóðinni okkar sé viðbjargandi. A.m.k. ef þeir sem mótmæltu í dag og mótmæltu ekki fyrrgreindum skuldaböggum eru (öll) þjóðin.
![]() |
Margir styðja tónlistarskóla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.2.2011 kl. 00:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2011 | 21:51
Samtök atvinnulífsins stunda fjárkúgun
Hvað er hægt að kalla þetta annað en fjárkúgun? Hóta ríkisstjórn landsins að taka launþega í gíslingu til að beygja stjórnvöld til hlýðni við frekjuna í sér.
Síðan má spyrja hvort athæfi SA sé ekki ólögleg og ósvífin árás á löglega kjörin stjórnvöld, sbr. 98. gr. hegningarlaga:
Veki maður eða stýri uppreisn í þeim tilgangi að breyta stjórnskipun ríkisins, þá varðar það fangelsi, ekki skemur en 3 ár eða ævilangt.
Hver, sem tekur þátt í þess konar uppreisn, svo og hver sá, sem sekur gerist um verknað, er miðar að því að breyta stjórnskipuninni á ólögmætan hátt, skal sæta fangelsi allt að 8 árum.
Kannski á Vilhjálmur Egilsson heima í klefa með Sigurjóni Árnasyni á Litla-Hrauni?
![]() |
SA á fundi með Samfylkingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2011 | 22:04
Knattspyrnuhetjur og pilsfaldakapítalistar
DV greinir frá því að nokkrir okkar ástsælustu knattspyrnukappa fyrr og síðar, feðgarnir Arnór og Eiður Smári Guðjohnsen, Ásgeir Sigurvinsson og Guðni Bergsson hafi komið 1,6 milljarða króna skuld sinni yfir á Kópavogsbæ.
Skuldin er tilkomin vegna tapreksturs einkahlutafélagsins Knattspyrnuakademíunnar ehf sem var í eigu þeirra og Loga Ólafssonar fyrrum landsliðsþjálfara. Starfsemi félagsins fólst í að reisa íþróttamannvirki (væntanlega er knattspyrnuhöllin Kórinn í Kópavogi þar á meðal) og leigja þau Kópavogsbæ.
Sjálfsagt hefur ekki verið ætlunin hjá þeim félögunum að standa fyrir einhverju misjöfnu, en við efnahagshrunið og tilheyrandi fall krónunnar hafa eflaust allar rekstraráætlanir þeirra farið til fjandans.
Auðvitað er ámælisvert að knattspyrnuhetjurnar skuli velta sínum skuldavanda á herðar útsvarsgreiðenda í Kópavogi, þó þessar tölur séu smáræði miðað við byrðarnar sem hinir stóru gerendur hrunsins komu á almenning.
Það er samt enn alvarlegra að Kópavogsbær skuli hafa gert í buxurnar í þessu máli með því að taka á sig fyrir hönd Kópavogsbúa nær tveggja milljarða skuldahala, meðan Guðjohnsenarnir, Ásgeir Sigurvinsson og þeir hinir komast burt frá þessu með allt sitt á þurru, væntanlega vel stæðir allir saman. Að vísu á Eiður að hafa tapað 130 milljóna láni til félagsins, en reikna má með að það sé aðeins lítill hluti af auðæfum þessa fyrrum besta atvinnumanns Íslands í knattspyrnu.
Líklega eru þessir peningar að stærstum hluta tapaðar kröfur, en enn og aftur kemur hið opinbera með pilsfaldinn og leyfir stóru körlunum að skríða undir þegar harðnar á dalnum. Ef þetta hefði farið í gjaldþrot hefðu skuldirnar allavega ekki lent á útsvarsgreiðendum. Landsbankinn hefði þá leyst til sín eignina og reynt að finna nýja rekstraraðila.
Selt að endingu íþróttamannvirkin upp í skuldir. Nú ef það hefði ekki tekist að finna kaupendur sýnir það þá ekki bara að það er óarðbær rekstur, að byggja íþróttahús og leigja þau til sveitarfélagsins? En eflaust skiptir arðbærni engu máli þegar endalaust er hægt að velta kostnaðinum af illa reknum fyrirtækjum yfir á herðar almennings.
Sökin í þessu máli er fyrst og fremst stjórnmálamannanna.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2011 | 21:21
Vantar hinn eftirsótta stöðugleika
Í hvaða búð fæst hann? Ég veit það ekki og íslenska handboltalandsliðið ekki heldur, greinilega. Þeir byrjuðu þetta mót vel, unnu alla leikina í undanriðlinum og töpuðu síðan öllum leikjunum sem eftir voru. Okkar menn börðust vel í lok þessa leiks, en gerðu þau mistök eins og svo oft áður að missa mótherja sína of langt frá sér. Það kostar alltaf mikla orku.
Króatar voru í svipaðri stöðu og við, búist var við meira af þeim en þeir sýndu og ef eitthvað er hafa þeir sterkari mannskap en íslenska liðið. Að vísu má segja það okkar mönnum til varnar að nokkra lykilmenn vantaði í vörnina og einhverjir aðrir leikmenn voru tæpir vegna meiðsla.
Nú er bara að byggja upp og gefa fleiri leikmönnum tækifæri til að auka breiddina fyrir þau átök sem framundan eru, undankeppni Ólympíuleikanna í London á næsta ári. Vegna tapsins í kvöld lendir íslenska liðið hinsvegar í erfiðari riðli en ef þeir hefðu náð fimmta sætinu í kvöld. Það er því hætta á því að Guðmundur muni ef eitthvað er þrengja hópinn sem hann treystir á fyrir undankeppni ÓL, því við höfum ekki efni á að tapa mörgum stigum í þeirri baráttu.
![]() |
Eins marks sigur Króata |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2011 | 20:32
Gott lag hjá Jóhönnu Guðrún - eldgos misráðið
Ég er ekki mikill áhugamaður um Eurovision, sem ég tel vera miklar umbúðir utan um lítið innihald. Sá keppandi fyrir Íslands hönd sem hefur náð besta árangrinum fyrr og síðar, Jóhanna Guðrún, er hinsvegar með fínt lag í undankeppninni.
Aftur á móti tel ég seinna lagið í kvöld, Eldgos, ekki eins gott. Það er of yfirdrifið og ég vona að lagið verði ekki okkar framlag í lokakeppninni í Þýskalandi. Þó eldgosið í Eyjafjallajökli sé í okkar huga tákn um stórbrotna og kraftmikla náttúru landsins er ekki víst að aðrir Evrópubúar líti það sömu augum.
Frekar hallast ég að því að eldgosið standi í þeirra huga fyrir langar biðir á lokuðum flugvöllum og aðrar samgönguraskanir sem settu daglegt líf tugþúsunda úr skorðum.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.1.2011 | 20:26
Var ekki innistæða fyrir væntingunum?
Ég var að gæla við þá hugsun í síðustu færslu að ástæðan fyrir góðu gengi Íslands á þessu heimsmeistaramóti, væri að okkar undanriðill hafi ekki verið eins sterkur og hinir þrír. Þessi úrslit í kvöld virðast styrkja þann grun. Það segir sig sjáft að undanriðill með þremur síðustu heimsmeisturum hlýtur að vera mjög sterkur.
Það er vitað mál að því lengra sem komist er á stórmóti í knattíþróttum því erfiðari verða mótherjarnir. Í þessum fyrsta leik í milliriðli keyrðu okkar menn á vegg. Þeir náðu ekki að skora í tólf mínútur og það er ávísun á tap þegar keppt er á móti jafn sterku liði og Þjóðverjum.
Kannski var ekki innistæða fyrir væntingum okkar um að Ísland kæmist á verðlaunapall. Hinsvegar mega íslensku leikmennirnir eiga það að þeir börðust allan leikinn og töpuðu með sæmd.
![]() |
Fyrsta tap Íslands á HM |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2011 | 20:07
Magnað lið
Enn sýnir íslenska handknattleikslandsliðið að árangur þeirra hingað til á þessu móti er engin tilviljun. Sem betur fer reyndist kusa ekki sannspá í þetta sinn (sjá síðustu færslu mína.)
Ég hef haft gaman af því að skoða markatölu Íslands í undanförnum keppnum og bera saman við markatöluna hjá öðrum þjóðum í fremstu röð í handboltanum.
Ísland er með markatöluna 157:119 þegar öllum leikjum í riðlinum okkar er lokið. Danir frændur okkar eru með markatöluna 148:88, en eru nú að leika síðasta leikinn í sínum riðli, þannig að þeir fara eflaust upp í 170 mörk. Þannig að þeir eru greinilega með gott sóknarlið og varnarleikurinn er góður hjá þeim, því þeir munu líklega fá á sig færri mörk en okkar menn, að lokinni riðlakeppninni.
Frakkar eru með markatöluna 131:78 og eiga eftir að mæta Spánverjum þannig að líklega verða þeir með færri skoruð mörk en Ísland. Hinsvegar er vörnin hjá þeim líka gríðarlega sterk eins og talan yfir mörk sem þeir fá á sig gefur til kynna. Þjóðverjar eru með markatöluna 151:125 og hafa lokið riðlakeppninni.
Þannig að samkvæmt tölfræðinni eru okkar menn með allavega þriðja besta sóknarleikinn og útlitið bjart fyrir átökin í milliriðlinum.
Til að gæta allrar sanngirni verður að taka það fram að ekki er víst að framangreindar tölur gefi rétta mynd af liðunum. Riðlarnir eru hugsanlega misjafnlega sterkir. Manni finnst að riðill með Frakklandi, Spáni og Þýskalandi hljóti að vera gríðarlega erfiður. Eins er ég ekki frá því að Danir hafi verið í frekar erfiðum riðli. Í okkar riðli var ekkert annað lið en okkar menn, sem hafa leikið um verðlaunasæti á stórmótum undanfarin ár og að mér sýnist eini riðillinn sem svo er ástatt um. Þannig að ekkert er hægt að gefa sér.
![]() |
Norðmenn kjöldregnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 20:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
-
zeriaph
-
eeelle
-
tbs
-
rosaadalsteinsdottir
-
baenamaer
-
ulli
-
saemi7
-
skulablogg
-
kuriguri
-
vilhjalmurarnason
-
marinogn
-
hreinn23
-
vonin
-
icekeiko
-
maeglika
-
fun
-
axelpetur
-
prakkarinn
-
rafng
-
kreppan
-
hehau
-
photo
-
sjalfbodaaron
-
mofi
-
hlynurh
-
bjarnimax
-
astromix
-
ea
-
huldumenn
-
muggi69
-
jonnnnni
-
gerdurpalma112
-
gp
-
krist
-
jonvalurjensson
-
bassinn
-
gustafskulason
-
diva73
-
jvj
-
maggiraggi
-
toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar