Færsluflokkur: Bloggar

Hvað sagði ég ekki?

Í færslunni hér á undan þar sem ég vara við fífldirfsku. Einnar og hálfrar milljónar tryggingu á þá sem æða þarna á hraunsvæðið strax. Sem verður endurgreidd að 75-90%, ef tryggingarhafi kemst slysalaust heim, en afgangurinn rennur til björgunarsveita.

 


mbl.is Flugóhapp á gossvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spennu- og gróðafíklar

Alltaf tekst mönnunum að nota hamfarir og forvitni fólks til að hafa það að féþúfu. Ekki bætir úr skák að spennufíklarnir eru að stofna sér og öðrum í stórhættu, þannig að oft þarf að senda jafnvel margar björgunarsveitir, með rándýran útbúnað til að bjarga hinum forvitnu fíklum úr sjálfsköpuðum vandræðum sínum. Fyrir utan kostnaðinn sem hlýst af slíkri ævintýramennsku. Gera þessir menn sér ekki grein fyrir því að þarna er eldgos?

Það er löngu orðið tímabært að skikka jökla- og fjallageitur sem vilja drepa sig á hálendinu til að borga rándýra tryggingu fyrir. Hvers vegna eiga skattgreiðendur að fjármagna fífldirfsku örfárra spennufíkla? Er ekki komið nóg af slíku, eða vilja menn annað hrun samfélagsins?

Ég sting upp á einni og hálfri milljón í tryggingu fyrir hættulegustu svæðin, síðan smá lækkar hún niður í fimmtíu þúsund, t.d. fyrir Esjuna og önnur léttari fjöll. 90% tryggingarinnar yrði endurgreitt ef engin slys yrðu, en 10% rynnu til björgunarsveitanna.


mbl.is Minnsta gosið en langflottast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verslað við mannréttindabrjóta

Oft nefna þeir sem eru á alfarið á móti inngöngu Íslands í Evrópusambandið, ESB, að við getum gert fært viðskipti okkar til Kína eða aukið viðskiptin við Norður-Ameríku, ef Evrópumarkaður lokast á okkur að einhverju eða öllu leyti. Það er alveg möguleiki því bæði brjóta gjaldeyrishöftin gegn ákvæðum EES-samningsins (við höfum fengið undanþágu vegna bankahrunsins) og eftir að útrásarsnillingarnir skildu eftir sig sviðna jörð í Evrópu er vörumerkið Ísland mjög skaddað. Þá er ég ekki bara að tala um Icesave.

Hafa þessir menn hugsað út í stjórnmálalegar afleiðingar þess að gera landið háð viðskiptum við Kína? Eða er þetta bara eintómt lýðskrum hjá þeim, til þess eins að geta nefnt eitthvað þegar þeir eru spurðir hvað eigi að koma í staðinn fyrir viðskipti við Evrópu og hugsanlega aðild landsins að ESB?

Erfitt væri fyrir okkur að standa upp gegn mannréttindabrotum Kínverja, t.d. gegn Falun Gong, með öll fjöregg viðskiptalífsins í kínverskri körfu. Eða gegn þessari ritskoðun á netinu sem er nefnd í fréttinni og er gróft brot á mannréttindum. Gleymum ekki að þessir menn keyrðu yfir óbreytta borgara á skriðdrekum í eigin landi.


mbl.is Google hættir ritskoðun í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samtök lánþega eiga heiður skilinn fyrir skjót viðbrögð

Samtök lánþega voru fljót að bregðast við skrautsýningu ráðherranna fimm í dag og skutu þar með Hagsmunasamtökum heimilanna ref fyrir rass í þeim efnum.

Ég verð að taka undir með Guðmundi Andra og félögum að þessi svokallaði aðgerðapakki er afskaplega rýr í roðinu og lítið annað en umbúðirnar.

Samtök lánþega sýna vel fram á innihaldsleysi þessara aðgerða, sem þó eru listaðar á tólf síðum í tengli er vísað er til í fyrri frétt mbl.is. Ég skil reyndar ekki hvernig stjórnin fór að því að orðlengja svona mikið þetta lítið efni. Í færslu þeirra segir:

  1. Ekkert er þar umfram þegar skilgreind úrræði um leiðréttingu á höfuðstól íbúðarlána.
  2. Ekkert er þar að finna um aðgerðir til að þvinga fjármálafyrirtæki til að fara að lögum.
  3. Ekkert er þar að finna um skyldu aðila til að túlka samningsatriði sem lagaleg óvissa ríkir um, neytendum í hag svo sem skýrt er kveðið á um í lögum.
  4. Ekkert er þar að finna um aðgerðir til að stöðva nú þegar innheimtuaðgerðir sem byggja á samningum sem dæmdir hafa verið ólöglegir fyrir íslenskum dómstólum.
  5. Ekkert er þar að finna um flýtimeðferð á þeim málum sem bíða úrlausnar Hæstaréttar.
  6. Ekkert er þar að finna um hugmyndir einstakra þingmanna um svokallað lyklafrumvarp.
  7. Ekkert er þar að finna um hugmyndir einstakra þingmanna um lækkaðan fyrningartíma gjaldþrots einstaklinga úr 10 árum í 4.

 


mbl.is Harma máttleysi stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafa fundið upp nýja tegund af fjárkúgun

Ríkisstjórnum Bretlands og Hollands hefur tekist að útvíkka hugtakið fjárkúgun og hugvitssemi þeirra á eflaust eftir að valda byltingu í heimi skipulagðrar glæpastarfsemi.

Þeir hafa þvingað smáþjóð til að skrifa undir að hún takist á hendur ólöglega skuld undir hótunum um viðskiptaþvinganir, allt frá yfirlýsingum um að stöðva umsókn Íslands um inngöngu í ESB og koma í veg fyrir lánafyrirgreiðslu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og til þess að hóta því jafnvel að rifta EES-samningnum.

Síðan hafa þeir búið þannig um hnútana að þeir fá vexti á þýfið, verði vitleysan ekki stöðvuð. Lalli Johns er ekki svona hugmyndaríkur við sína iðju, enda bara smápeð við hliðina á hinum alþjóðlegu hvítflibbaglæpamönnum auðvaldsins.


mbl.is Spurðu hvassra spurninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur stendur upp í hárinu á SAASÍ

Afrekaskrá ríkisstjórnarinnar er ekki glæsileg eins og aðrir bloggarar benda á í skrifum við þessa frétt. Steingrímur á þó heiður skilinn fyrir að standa upp í hárinu á atvinnurekandahluta SAASÍ (ekki STASI, austur-þýsku leyniþjónustunnar) spillingarklíkunnar. SAASÍ vill gera landið að drullupolli fyrir álver til að forstjórar þeirra geti safnað spiki. Þess vegna dreifðu þeir skít um Svandísi þegar hún vildi stöðva vitleysuna.
mbl.is Þreyttur á þessu kjaftæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orðsending Þjóðarheiðurs til Íslendinga

Þjóðarheiður - samtök gegn Icesave hefur sent orðsendinguna hér fyrir neðan til fjölmiðla.

 

Þjóðarheiður – samtök gegn Icesave  óskar Íslendingum til hamingju með úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar.

1. Þau úrslit, þar sem 98,1% þeirra, sem tóku afstöðu, sögðu NEI við Icesave-lögunum frá 30. desember, eru merkur atburður í sögu þjóðarinnar. Því ber að fagna að svo afgerandi meirihluti lét andstöðu sína í ljós. Það er mikilvægur áfangi í varnarbaráttu almennings gegn yfirgangi erlendra ríkja. Um leið og samtökin gleðjast yfir staðfestu meirihluta þjóðarinnar, fordæma þau stjórnvöld fyrir linkind gagnvart erlendri ásælni. Ríkisstjórnin hefur gerst sek um þau afglöp að láta undir höfuð leggjast að tala máli okkar, og hún hefur ekki komið þjóðinni til varnar gegn kúgun annarra ríkja.

2. Þjóðaratkvæðagreiðslan var nýtt upphaf að baráttu meirihluta Íslendinga fyrir algerri höfnun á kröfum Bretlands og Hollands. Þessi árangur hefði ekki náðst án baráttu hins þögla meirihluta, sem sýndi styrk sinn á þessum merka degi, 6. mars 2010.

3. Réttur almennings til að hafna ólögmætum álögum hefur nú verið staðfestur. Þrautseig þjóð, sem stendur bjargföst á lagalegum grundvallaratriðum og heldur þeim fram af rökvísi, verður ekki sigruð. Jón Sigurðsson forseti hefði verið hreykinn af þjóð sinni á þessum tímamótum.

4. Sérstakar þakkir hlýtur forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, sem sannaði að fullveldi þjóðarinnar er í höndum hennar sjálfrar og kom í veg fyrir að Ísland yrði gert að skattlandi tveggja gamalla nýlenduvelda. Með þjóðaratkvæðinu var stjórnarskrá lýðveldisins heiðruð. Framvegis verður að koma í veg fyrir að ólýðræðislegu þingræði verði flaggað sem eðlilegu stjórnarfari á Íslandi. Lýðræðið á sér þann grundvöll að fullveldið er hjá þjóðinni. Það mun ekki verða látið af hendi.

5. Þjóðarheiður hafnar alfarið gjaldskyldu ríkisins vegna Icesave-reikninga Landsbankans. Þar skiptir engu hve langt ráðamenn okkar voru reiðubúnir að ganga (þvert á móti ákvæðum stjórnarskrárinnar!) til að láta ríkissjóð borga gríðarlegar fjárfúlgur vegna máls þessa á fyrri stigum þess, undir óbilgjörnum þrýstingi frá ríkjum sem notuðu sér neyð landsins til að beygja ráðamenn okkar til hlýðni.

6. Nú skiptir mestu að hvika hvergi frá rétti okkar og lagalegri stöðu. Samtökin Þjóðarheiður standa eitilhörð gegn öllum samningaumleitunum við Breta og Hollendinga vegna hinnar ólögvörðu kröfu þeirra að veitt verði ríkisábyrgð vegna erlendra skulda banka í einkaeigu.

7. Allar samningaviðræður ríkisins við Bretland og Holland eru misráðnar og hafa leitt til langvarandi deilna og reiptogs sem hefur sett Alþingi Íslendinga í gíslingu, á sama tíma og fjölskyldur og atvinnuvegir glíma við mestu efnahagskreppu síðari áratuga.

8. Samkvæmt skoðanakönnun, sem MMR gerði og var birt 8. mars, telja um 60% landsmanna að Íslendingum beri alls ekki að ábyrgjast kröfur Bretlands og Hollands. Heilbrigð skynsemi segir okkur að almenningur í þessu landi hafi engar skyldur til að greiða himinháar kröfur frá ríkissjóðum 250 sinnum stærri þjóða. Það eru tryggingasjóðir og bankar í þessum löndum sem bera ábyrgð á umræddum kostnaði með iðgjöldum sínum. Kröfugerð Bretlands og Hollands á okkar hendur er hrein fjárkúgun.

9. Lög nr. 96 frá 28. ágúst 2009 gefa Bretum og Hollendingum færi á því að skuldsetja lýðveldið vegna Icesave með því að þeir fallist á þá fyrirvara sem settir eru í lögunum. Því er brýnt að umrædd lög verði felld úr gildi. Ríkisábyrgð á Icesave-skuld Landsbankans samræmist hvorki stjórnarskrá, evrópskum lögum, þjóðarhag né almennu réttlæti. Þjóðarheiður krefst þess að lög nr. 96/2009 verði afnumin og Alþingi fari þannig að þjóðarvilja.

 

Þjóðarheiður – samtök gegn Icesave
11. mars 2010

 


Algeng ranghugmynd leiðrétt


Ranghugmynd
Þjóðaratkvæðagreiðslan er tilgangslaus því Icesavesamningur II er úreltur.

Leiðrétting Það er þjóðaratkvæðagreiðslunni að þakka að Icesavesamningur II er úreltur.

 

NEI við Icesave!


mbl.is 12.297 atkvæði skráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef hann blæs á móti...

....blásum við bara á móti. Vilji þessi svokallaði Frelsisflokkur svipta Ísland fjárhagslegu frelsi og fara í stríð til að ná markmiði sínu skal hann fá stríð.

Ég bað ekki um þetta stríð (I´m a lover not a fighter), en ég mun berjast ef ég þarf.

NEI við Icesave!


mbl.is Telur aukna hörku í garð Íslendinga fylgja Wilders
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forráðamenn blog.is fá plús fyrir þessa frétt

Ég vil koma þakklæti til blog.is fyrir að koma með þessa frétt, þar sem bloggheimar.is er auðvitað í samkeppni við blog.is, sem hefur hrakað mikið að undanförnu.

Ég hef stofnað blogg þarna og óska nýja vefnum alls hins besta. Gott að vera með skýrar reglur, en jafnframt veita öllum tækifæri til að komast að.


mbl.is Nýr bloggvefur í loftið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband