Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hver átti frumkvæðið að viðræðunum?

Ef Hreyfingin boðar að allt skuli vera uppi á borðum í íslenskri stjórnsýslu, má hún gjarnan byrja á sjálfri sér. Því hefur aldrei verið svarað af hálfu flokksins hver átti frumkvæðið að viðræðum flokksins við ríkisstjórnina í lok ársins sem var að líða.

Mig rekur minni til að annaðhvort Jóhanna eða Steingrímur hafi sagt að þingmenn Hreyfingarinnar hafi komið að fyrra bragði til þeirra og beðið um viðræður um hugsanlegan stuðning þremenninganna við stjórnina, sem eflaust hafa viljað fá eitthvað í staðinn.

Nú ef Hreyfingin þrætir fyrir það, er ljóst að annað hvort eru þau að ljúga eða skötuhjúin í stjórnarráðinu.

Því spyr ég enn og aftur:

Hver átti frumkvæðið að viðræðunum sem fóru fram rétt fyrir áramótin milli ríkisstjórnarinnar og Hreyfingarinnar?

Ef Þór, Margrét, Birgitta eða einhver innanbúðarmaður hjá Hreyfingunni er að lesa þetta, þá er núna tækifærið fyrir hann eða hana að upplýsa málið og sýna opna stjórnsýslu í verki.


mbl.is „Hugarburður og dylgjur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær leikmaður, en...

...er ekki viss hvort þetta sé réttasta niðurstaðan. Þegar íþróttamaður ársins er valinn verður að horfa á hvað þeir sem til greina koma hafa afrekað. Alþjóðlegir titlar eru besta vísbendingin og ef um er að ræða hópíþróttir verður að horfa á hvað íþróttamaðurinn átti mikinn þátt í þeim verðlaunum sem liðið vinnur. Þannig fannst mér t.d. ekki koma til greina að velja Eið Smára á sínum tíma fyrir að hafa unnið meistaradeildina með Barcelona, þar sem hann var á bekknum allt tímabilið.

Mér fannst Aron helst eiga titilinn vísan, en einnig kom Sara Björk úr knattspyrnunni sterklega til greina. Hún vann sænsku deildina með Malmö og skoraði talsvert af mörkum, þó veit ég ekki hvar sænska deildin stendur í alþjóðlegum samanburði. Síðan hefur kvennalandsliðið okkar náð frábærum árangri og því fannst mér einhver kona úr knattspyrnunni vel eiga skilið að vera valin íþróttamaður síðasta árs. Það sama verður langt frá því sagt um karlalandsliðið sem hefur verið í frjálsu falli á heimslista FIFA í mörg ár.

Þýska úrvalsdeildin í handknattleik er almennt talin sú sterkasta í heiminum og Kiel, sem Aron spilar með, er þar yfirburðalið. Að vísu er hann ekki lykilmaður í liðinu, enda ekki nema rétt um tvítugt, en hefur verið að skora heilmikið. Þrátt fyrir ungan aldur er hann mikilvægur hlekkur í landsliðinu, sem náði 6. sæti á síðasta HM. Ég er því hissa að sjá Aron ekki ofar en í 7. sæti á listanum.

Engu að síður óska ég Heiðari Helgasyni til hamingju og er hann vel að titlinum kominn eins og eflaust allir sem komu til greina í þessu vali. Þrátt fyrir að deildin sem hann vann með QPR sé ekki úrvalsdeildin í Englandi, er hún almennt talin meðal þeirra sterkustu og jafnvel sterkari en úrvalsdeildin í sumum öðrum löndum. Síðan hefur Heiðar verið að skora mikið í líklega sterkustu deild heims, ensku úrvalsdeildinni.


mbl.is Heiðar íþróttamaður ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki alveg að skilja þessa frétt

Ég er búinn að panta bíómyndir og tónlistardiska nokkrum sinnum á Amazon. Ég hef alltaf verið rukkaður um virðisaukaskatt. Þá er ég að tala um áþreifanlega DVD- og geisladiska, ekki til niðurhals.

Ef átt er við efni til niðurhals, þá er það vissulega nýtt ef verið er að sjá til að menn greiði virðisaukaskatt af þannig sölu, en þá hefði það átt að koma fram í fréttinni með skýrum hætti.

Skil reyndar ekki hvernig stjórnvöld ætla að tryggja að umræddum lögum verði fylgt eftir. Ætla þeir að hlera hverja einustu rafræna gátt inn í hverja einustu tölvu á landinu? Það gæti orðið erfitt. Kannski hefur Steingrímur J. Sigfússon látið frægan draum sinn um netlögregluna rætast?

Viðbót: Rafrænar bækur hafa ekki verið VSK-skyldar fyrr, það er a.m.k. nýtt.


mbl.is Rafrænar vörur hækka í verði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Danskeppnin 17. júní

Þetta voru allt frábærir og hæfileikaríkir ungir dansarar í kvöld, en ég hefði viljað sjá breakdansarana ná lengra. Tók þetta myndband á 17. júní, þar sem verið var að sýna breakdans. Þarna má sjá a.m.k. tvo úr hópnum sem keppti í kvöld.

Ég styð markmið þessara asísku drengja að gera breakdansinn vinsælli. Mjög skemmtilegt dansform eins og sjá má á meðfylgjandi myndbroti.

 


 


mbl.is Berglind Ýr sigurvegari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Drengileg framkoma

Manni hlýnar um hjartarætur þegar ferðaþjónustuaðilar bregðast við óhöppum eða mistökum með auðmýkt og láta auk þess ekki sitja við orðin tóm, með því að bjóðast til að bæta fjárhagslegt og umhverfislegt tjón. Ólíkt t.d. Iceland Express, sem að vísu sendi frá sér yfirlýsingar út af síendurteknum töfum á flugáætlunum þeirra, en reyndi samt að afsaka eða réttlæta atvikin og jafnvel kenna þriðja aðila um, þ.e. þeim sem þeir kaupa þjónustuna af til endursölu.

Ferðaskrifstofan er tékknesk, sem merkir að líklega er hún ekkert sérstaklega fjársterk, allavega á vestræna vísu. Gömlu austantjaldslöndin eiga flest við mikla efnahagsörðugleika að stríða og kaupgeta íbúanna ekki mikil. Það gerir viðbrögð Tékkanna enn virðingarverðari.


mbl.is Biður Íslendinga afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýnir hvað það er mikið til af vitleysingum

Guð hlýtur að elska vitleysinga, fyrst það er til svona mikið af þeim. Man ekki hvar ég heyrði þetta orðatiltæki fyrst, en finnst það eiga vel við í þessu máli. Vil benda á að ef Hollendingurinn (f)ljúgandi er ekki að ljúga því að hann hafi átt inni á Icesave-reikning, er hann að öllum líkindum búinn að fá töpuðu innistæðurnar greiddar.

Hollensk og bresk yfirvöld ákváðu að bæta löndum sínum innistæðurnar úr tryggingarsjóðum sínum. Þess vegna lýstu þau yfir efnahagslegu stríði á hendur íslenska ríkinu og þess vegna voru ríkisstjórnir Bretlands og Hollands aðilar að Icesave málinu fyrir hönd tryggingarsjóða landanna.

Þess vegna skil ég ekki hvernig manninum datt í hug að koma með þessa mótbáru. Eina skýringin er að hann hafi verið að ljúga og/eða upphafssetning þessarar færslu á við hann.

Ef hinsvegar íslenska lögreglan hefði ákveðið að beita sömu aðferðum við að innheimta sektina og  ríkisstjórnir Bretlands og Hollands gerðu í Icesave málinu, hefði Hollendingurinn með þunga bensínfótinn þurft að þola margfalt verri meðferð. Hún hefði þá falist í einhverri af eftirfarandi leiðum, eða samblandi af þeim öllum.

  1. Hótað hefði verið að gera afkomendur eða ættingja Hollendingsins gjaldþrota eða skemma fyrir þeim efnahagslega á einhvern hátt. Þannig hótanir hefur Ísland fengið frá m.a. hollenskum þingmönnum og ráðherrum, þeir hótuðu því að leggja stein í götu umsóknar Íslands að ESB. Ef mig misminnir ekki hafa þeir nefnt frekari viðskiptaþvinganir vegna Icesave.
  2. Ráðist hefði verið á fyrsta Hollendinginn sem lögreglan hefði vitað að ætti pening og hann rændur eigum sínum og því lýst yfir að hann fengi þær ekki aftur fyrr en hinn Hollendingurinn gerði upp sektina. Þetta er í raun það sem breska ríkisstjórnin gerði með því að setja frysta eigur m.a. Kaupþings í skjóli hryðjuverkalaga, vegna meintrar skuldar annars banka, Landsbankans.
  3. Krafist hefði verið að Hollendingurinn borgaði sektina með framtíðartekjum barnanna sinna, eða ellilífeyri ömmu hans. Holland og Bretland kröfðust þess að ríkissjóður Íslands borgaði Icesave, með peningum sem ella hefðu farið í að reka elliheimili eða fjármagna rekstur grunnskóla Íslands. Þeir sem eru nú á barnsaldri eða unglingar hefðu þá lent í að greiða Icesave með framtíðarskattgreiðslum sínum.

Maðurinn má kannski þakka fyrir hve mildilega var tekið á umferðarlagabroti hans.


mbl.is Vildi ekki borga út af Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar eru dánartilkynningarnar núna?

Það bregst ekki þegar slæmar fréttir berast af skuldastöðu Suður-Evrópuríkjanna innan ESB, eða Írlands, að allar helstu bloggsíður gegn ESB skarta stríðsfyrirsögnum um að Evrópusambandið sé nú endanlega hrunið og ekkert eftir nema jarðarförin. Minnir mig alltaf á frægan mann sem lýsti því yfir að fréttir af andláti sínu væru stórlega ýktar, þegar ég kíki yfir upphrópanir þessara flautaþyrla (nenni sjaldnast að lesa stóryrðaflauminn í gegn.)

Ef ESB er orðið svona mikið flak að ekkert er eftir nema sópa því í ruslið og fara með á Sorpu, hvað er þá hægt að segja um Bandaríkin, fyrst þeirra gjaldmiðill fellur gagnvart þessu hræi?

Og hvað er hægt að segja um íslensku krónuna blessunina, sem er bæði með belti í nýjustu tísku frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og axlabönd í stríðsáratískunni (gjaldeyrishöft) en samt síga buxurnar niður á hné? Gagnvart bæði evru og bandaríkjadal.

Nei, auðvitað eru hvorki ESB né Bandaríkin hrunin, þó vissulega sé kreppa og erfiðir tímar. Ekki einu sinni Ísland er hrunið (aftur) þó blikur séu á lofti.


mbl.is Dollari veikist gagnvart evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki birta myndir af brjálæðingnum með byssu eða í einkennisbúning

Það er afskaplega hvimleitt þegar verið er að birta myndir af norska morðingjanum Breivik með hátæknivopn á lofti í herklæðum, eða í búning frímúrarareglunnar sem hann segist tilheyra. Það er eins og verið sé að gefa í skyn að hann sé einhver Rambó, sem hann er auðvitað ekki. Maðurinn er kaldrifjaður morðingi, sem ætti að minnsta kosti að loka inni til æviloka.

Við vitum að blóð selur blöð, en fjölmiðlar eiga að hætta svona myndbirtingum í virðingarskyni við aðstandendur þeirra sem glæpamaðurinn drap.


Má lögreglan brjóta lögin?

Fór að velta því fyrir mér þegar ég skrapp á Subway á Reykjavíkurveginum í dag. Þá voru tveir lögregluþjónar að kaupa sér eitthvað í svanginn og ég tók eftir að þeir höfðu lagt lögreglubílnum fyrir utan staðinn. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er gul lína á stéttinni við innganginn, sem eins og allir vita er hafa tekið bílpróf (nema einhverjir lögreglumenn?) þýðir að bannað er að stöðva ökutæki þar.

 Féllu þeir á bílprófinu?


Vantar fleiri menn eins og Pétur Blöndal

Þrátt fyrir að ég skrifi alls ekki alltaf undir sjónarmið Péturs, má hann eiga að hann segir sínar skoðanir og stendur við þær. Gott dæmi um það er að hann hefur alltaf kosið gegn hinum löglausu Icesave nauðasamningum við Breta og Hollendinga.

Gott hjá honum að taka verkalýðs- og atvinnurekendur á beinið. Þessir hópar eru allt of frekir að heimta fyrirgreiðslu fyrir sína þröngu sérhagsmunahópa, nú síðast SA með því að beita stjórnvöld landsins fjárkúgun.

Þeir hótuðu að hætta kjaraviðræðum nema ríkisstjórnin lofi að leyfa lénsherra gjafakvótakerfisins að halda sínum ránsfeng um aldur og ævi. Getum við ekki fengið bresku ríkisstjórnina til að setja hryðjuverkalög á SA og LÍÚ?

Meira svona Pétur.


mbl.is Spyr hvort SA og ASÍ ætli í framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband