Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
4.6.2012 | 01:36
Röng spurning
Miklu réttara er að spyrja frambjóðendurna hvort þeir vilji að löggjafarvaldið verði á Austurvelli eða í Brussel. Þegar spurt var um afstöðu til ESB á Iðnó-fundinum, komu allir frambjóðendurnir sér undan því að svara með því að skýla sér á bak við það að enginn samningur liggi fyrir enn. Nema Ólafur, hann svaraði undanbragðalaust eins og í Hörpunni í kvöld.
Þess má geta að ég sendi þessa spurningu um hvar löggjafarvaldið ætti að vera, þrívegis inn á Facebook síðuna vegna þessa skrípafundar á vegum Stöðvar 2, en án árangurs.
Eðlilegt að gefa upp afstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2012 | 12:54
Átti ekki að biðjast afsökunar
Það var allt rétt sem Páll Óskar sagði um Grétu Salóme og ég skil ekki af hverju hann gugnar. Sennilega hefur hann verið neyddur til að biðjast afsökunar, af einhverju almannatengslafólki.
Ég sé ekkert í viðtalinu við Grétu S. sem ógildir það sem hún sagði um að ekki ætti að blanda saman Eurovision og mannréttindum. Aðeins yfirborðskennd rulla um að mannréttindi varði okkur öll.
Munurinn á "okkur öllum" (hvað sem það merkir) og hinni sænsku Loreen, er að Loreen opnaði munninn meðan Gréta og aðrir keppendur þögðu. Það þýðir ekki að afsaka sig með því að skipuleggjendur keppninnar hafi sagt keppendum að hafa ekki afskipti af mótmælendunum fyrir utan Eurovision höllina.
Það er greinilega ekki nóg fyrir harðstjórnina í Azerbajdan að kefla fyrir munninn á sínum eigin borgurum - þeir ætla líka að ráðskast með útlendinga og banna þeim að tjá sig. Þeir hafa ekkert leyfi til þess, frekar en aðrir kúgarar mannkynssögunnar.
Afsökunarbeiðni Páls Óskars er því ekki rétt og bendir til að hann hafi gugnað á einarðri afstöðu sinni. Það lýsir ekki sterkum persónuleika.
Biður Gretu Salóme afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.5.2012 | 13:51
Góð grein hjá Andreu
Heilbrigð afstaða forsetaframbjóðandans, sem segir að ég eigi að gæta bróður míns - og systur. Í algeru samræmi við síðustu færslu mína hér rétt á undan, en því miður fann ég ekki þessa frétt til að tengja við.
Andrea sýnir enn einu sinni að hún verður ekki gufa sem mun hreiðra um sig í forsetabústaðnum og innan um kampavínsglös í opinberum veislum. Hún mun án efa láta til sín taka þar sem óréttlæti ríkir.
Eins og ég sagði hér áður höfðu fulltrúar í söngkeppninni tækifæri til að tala gegn ofbeldinu fyrir framan nefið á þeim, sem einungis sænska söngkonan og sigurvegari keppninnar nýtti sér. Hún er sigurvegari í fleiri en einum skilningi.
Afstaða Grétu og þeirra sem vilja afskiptaleysið, minnir einna helst á bilaða keisarann í Róm, Neró - sem spilaði á fiðlu meðan Róm brann. Eða á hljómsveitina á Titanic, sem spilaði alveg fram að því að skipið sökk. Það er auðvitað mikilvægast að hafa góða tónlist í gangi meðan maður er að drukkna.
Spyr hvenær rétti tíminn sé fyrir mannréttindi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2012 | 12:40
Er þetta frétt?
Alvarleg mistök að gefa Jóhönnu orðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.5.2012 | 16:13
Andrea mun ekki verða leppur ríkisstjórnarinnar
Þess vegna er hún álitlegur kostur í forsetaembættið. Þóra er hinsvegar inngróin í Samfylkinguna og framboð hennar er í raun skilgetið (eða óskilgetið) afkvæmi þeirra leiðinda samtaka.
Að mínu mati stendur valið á milli Ólafs Ragnars og Andreu.
Andrea opnar heimasíðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.4.2012 | 16:08
Ræða Agnesar - af eldra tilefni
Óska Agnesi til hamingju, hún verður án efa farsæll biskup. Í tilefni dagsins hef ég sett á YouTube myndband af ræðu hennar fyrir hönd tíu ára stúdenta þegar ég var að útskrifast - frá Menntaskóla Ísafjarðar, tekið í Alþýðuhúsinu eina og sanna á Ísafirði.
Agnes næsti biskup Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.4.2012 | 15:05
Stórfellt gáleysi sem er ekki refsivert
Er það mjög stórfellt? Spyr sá sem ekki veit.
Ég er á því að það hafi fjarað verulega undan trúverðugleika þessa Landsdóms, eftir að Samfylkingin kom sínum mönnum undan réttvísinni og Sjálfstæðisflokkurinn öðrum af sínum ákærðu í málinu.
Viðbrögð Geirs komu mér ekki mikið á óvart, hann er eins og aðrir stjórnmálamenn í árunum fram að hruni (og síðar), alveg viss um að hann gerði ekki neitt rangt, þrátt fyrir að allt hafi hrunið sem gat hrunið. Skil ekki alveg hvernig það kemur heim og saman að enginn gerði mistök en samt fór flest úrskeiðis sem gat farið úrskeiðis.
En nú vitum við að stjórnmálamenn eru alltaf fórnarlömb aðstæðna, alveg sama hvað það hrynur mikið í kringum þá. Það er alltaf allt einhverju(m) öðru(m) um að kenna en þeim sjálfum.
Sakfelldur fyrir eitt ákæruatriði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2012 | 19:49
Viðbrögð ESB stjórnast af ótta
Tek undir með Advice mönnum, framkvæmdastjórnin lýsir yfir andstöðu við málstað Íslands í Icesave málinu. Hinsvegar sýnist mér að skýringin á þessari dæmalausu ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB (sem takið eftir, enginn hefur kosið í lýðræðislegum kosningum, þetta eru allt möppudýr innan úr kerfinu) komi mun betur fram í þessari frétt á Visir.is.
Þarna kemur skýrt fram að forkólfar ESB eru logandi hræddir! Þeir eru logandi hræddir að blekkingarvefur sá sem fjármálakerfi þeirra byggir á verði afhjúpaður. Einmitt af þeirri ástæðu hefur Ísland sterk spil á hendi í baráttunni. Málið snýst um hvort er mikilvægara, réttindi (skatt)borgaranna eða hagsmunir peningaaflanna, hinna fáu.
Augljóst er að skrifræðiskerfið í ESB stillir sér upp gegn almenningi, ekki bara á Íslandi heldur öllum Vesturlöndum.
Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar getur ekki þýtt neitt annað en algjöran trúnaðarbrest milli ESB og Íslands. Hvernig getur nokkur maður fengið það af sér að óska eftir inngöngu Íslands í ríkjabandalag sem hefur lýst yfir stríði gegn landinu og hagsmunum þess?
Fyrir utan hvað það er mikill aumingjaskapur hjá 500 milljón manna ríkjabandalagi að ráðast gegn lítilli og því miður einangraðri þjóð í þessu máli. Reyna að þvinga hana niður á hnén með valdníðslu og fjárkúgun.
Styðja eindregið sjónarmið ESA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.3.2012 | 13:51
Flott píanó
50-100 skilaboð á dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.1.2012 | 23:46
Gerist á mjög slæmum stað
Mikill viðbúnaður í Hestfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar