Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
21.7.2012 | 17:58
Að kunna að tapa með sæmd...
...virðist vera mannkostur sem Þóra Arnórsdóttir býr ekki yfir. Í þessari frétt um það sem haft er eftir henni um kosningarnar, er ekki að finna snefil af rökstuðningi fyrir stóryrðunum. Þó svo að ég hafi ekki lesið viðtalið finnst mér ólíklegt að rökstuðningurinn komi fram, enda íslenskir fjölmiðlamenn þekktir fyrir að leyfa viðmælendum sínum að slá nánast hverju sem er fram, án þess að krafa sé gerð um að gögn, heimildir og rökstuðningur fylgi.
Þóra kvartar undan því að Ólafur hafi veist að henni nánast á sjúkrasæng vegna barnsburðar. Hún hefði kannski átt að huga að því hvaða áhrif krefjandi kosningarbarátta gegn gömlum ref af vettvangi stjórnmálanna í áratugi myndi hafa á ófætt barn hennar og alla fjölskylduna, áður en hún skellti sér í framboð. Til er orðtak sem segir efnislega, ef þú þolir ekki hitann, hvað ertu þá að þvælast í eldhúsinu? Hefði a.m.k. verið skynsamlegra hjá henni að sleppa þessu, en að koma eftir á særð og þrekuð og gráta út samúð.
Síðan segir hún að Samfylkingartengingin hafi verið ósanngjörn og lætur eins og hún hafi ekkert verið til staðar. Fyrir þá sem kunna að leita á netinu, er auðvelt að finna fljótt út að þarna er Þóra að segja ósatt. Eins og fram kemur í eftirfarandi frétt er að finna flesta helstu talsmenn og þingmenn Samfylkingarinnar og VG á lista yfir meðlimi hópsins Betri valkost á Bessastaði, sem var beinlínis stofnaður til höfuðs Ólafi Ragnari.
http://www.vb.is/frettir/71074/
Annars er merkilegt að þegar farið er á síðu hópsins, er aðeins einn meðlimur skráður. Svala Jónsdóttir, sem stofnaði hópinn. Samt kemur fram á fyrrnefndri vefslóð að meðlimir hópsins hafi verið 2.200 þegar mest var, kannski eitthvað aðeins minna ef frá eru dregnir þeir fáu sem hafa verið skráðir að sér forspurðum. Er verið að fela Samfylkingarupprunann, eins og óhreinu börnin hennar Evu?
https://www.facebook.com/groups/243243939102772/members/
Að lokum, þá er það með ólíkindum að Þóra skuli ekkert sjá athugavert við að eiginmaður hennar sé að sjá um fréttir af forsetaframboðsmálum, á sama tíma og hún sjálf er að undirbúa framboð (og þau hjónin bæði tvö.) Kemur aðeins með ásakanir um dylgjur og ómaklega framgöngu, án rökstuðnings eins og venjulega.
Þóra: Viðbrögð RÚV léleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2012 | 23:27
Illa farið með Svavar
Þó lesendur þessarar bloggsíðu (báðir) hafi tekið eftir að ég hef ekki verið neinn aðdáandi framboðs Þóru Arnórsdóttur, verð ég að segja að mér hefur þótt leitt hvernig meðferðin á Svavari hefur verið í kosningarbaráttunni og vil taka upp hanskann fyrir hann.
Þá nefni ég auðvitað fyrst þessar sögur um líkamsárásir hans og allt ömurlega slúðrið í kringum þær. Það er allt í lagi að skoða fortíð þeirra sem munu hugsanlega taka við lyklavöldum á Bessastöðum, en þetta var of mikið. Það er mannlegt að missa stjórn á sér og það er ekki óalgengt að karlmenn á þrítugsaldri sláist, sér í lagi þegar vín hefur verið haft um hönd. Hvað varðar meint ofbeldi gagnvart tengdaömmunni, kann það að vera yfirsjón en þarf ekki að merkja að viðkomandi sé ofbeldishneigður, auk þess sem svoleiðis hneigðir rjátlast oftast af mönnum með aldrinum.
Síðan verð ég að segja að mér fannst framkoma Þóru, hans eigin konu, í hans garð í fjölmiðlum, hreinlega vera lítilsvirðing. Hún talaði um að senda Svavar á sjóinn! Það finnst mér benda til að hún telji sig vera höfuð fjölskyldunnar og að hún geti sent karlinn sinn hingað og þangað eins og heimilishundinn.
Ef þetta er jafnrétti kynjanna er ég á móti svona jafnrétti. Það er ekki jafnrétti að snúa frá því að maðurinn sé höfuð konunnar í það að konan sé höfuð mannsins.
Svavar ekki enn kominn með pláss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.7.2012 | 20:22
Gamlir hrunverjar fá bitlinga
Manni verður óglatt að sjá þessi gömlu andlit hrunstjórnar Framsóknar og Sjalla birtast þegar verið er að úthluta bitlingum. Magnús Stefánsson er ekki einu sinni af Suðurnesjunum, hann getur ekki hafa fengið þessa stöðu í gegnum neitt annað en klíku og pólitík. Íslensk stjórnmál eru söm við sig, gegnumrotin af spillingu og einkavinahyglingu.
Síðan er ótrúlegt að laun bæjarstjóra í 1.500 manna bæjarfélagi skuli vera svipuð og hjá tífalt stærri sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Hugsið ykkur, útsvarstekjur 10-20 íbúa í Garðinum fara ekki í neitt annað en að láta bæjarstjórann safna spiki.
Magnús verður bæjarstjóri í Garði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.7.2012 | 01:25
Stjórnvöld, byrjið á að mæta þörfum allra Íslendinga...
Fordómar gagnvart flóttamönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.7.2012 | 17:57
Ólína með grjótkast úr glerhúsi
Þetta hlýtur að vera að Íslandsmet í hræsni hjá manneskjunni, sem er sjálf fulltrúi stofnunar sem einungis 10-15% Íslendinga bera traust til samkvæmt könnunum.
Ef Ólafur hefur fengið gula spjaldið, með 53% fylgi í kosningum þar sem gríðarlega öflug vél ríkisstjórnarflokkanna er búin að hamast á honum í mörg ár og setti af stað öflugt framboð til höfuðs honum, hefur ríkisstjórnin og Alþingi fengið rauða spjaldið og leikbann í fimm ár.
Segir kosningu Ólafs ekki sannfærandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.6.2012 | 14:45
Hvað er hann að gera í slökkviliðinu?
Laun Jóns hafa hækkað um 98 þkr. | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.6.2012 | 00:25
Á sér eðlilegar skýringar
VG vildi ekki ódýrari bleiur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.6.2012 | 19:46
Fádæma hroki Angelu Merkel
Þýski hrokinn er ekki dauður úr öllum æðum. Angela Merkel sýndi Grikklandi þá vanvirðingu að reyna að segja kjósendum hvað þeir eiga að kjósa. Þýski leiðtoginn hvatti Grikkja til að kjósa flokka sem væru hliðhollir samkomulagi ESB við landið. Sjá frétt á RÚV hér.
Það hlýtur að vera einsdæmi frá því að fasistar réðu ríkjum í stórum hluta Evrópu um og eftir seinni heimsstyrjöldina að þjóðarleiðtogi blandi sér í kosningar í öðru landi. Landi sem á að teljast frjálst, en á því leikur mikill vafi að land sem er innan ESB sé í raun frjálst og fullvalda ríki.
Þetta er fádæma hroki sem þýsk stjórnvöld eru að sýna Grikkjum með þessu athæfi Merkel, að mínu mati.
11.6.2012 | 21:55
2007 framboð?
Ólafur Ragnar sagði í upphafi sinnar kosningarbaráttu að honum fyndist framboð Þóru vera pínulítið 2007. Mér fannst það ekki sanngjörn ummæli, en eftir að hafa séð þetta myndband, er ég ekki viss.
Það sem einkenndi þjóðfélagið árin fyrir hrun, voru fallegar umbúðir en rýrt innihald. Útrásarvíkingarnir voru í fínum jakkafötum, vel greiddir og voru með slagorðin á hreinu. En það var ekkert á bak við þennan bóluárangur þeirra. Keisarinn var ekki í neinum fötum.
Þetta áróðursmyndband ungra stuðningsmanna Þóru er einmitt eins og umgjörð hrunverjanna á sínum tíma. Fallegar umbúðir - fallegt ungt fólk - flott slagorð eins og sameinumst, hugsum á framtíðina og annað í þessum dúr.
Þegar kemur að innihaldinu skila hinir ungu stuðningsmenn Þóru auðu. Ekkert kemur fram hvernig Þóra eigi að sameina fólk, eða rökstuðningur fyrir því hvernig hún er frekar fulltrúi framtíðarinnar en aðrir frambjóðendur.
Hafði Ólafur kannski rétt fyrir sér að framboð Þóru væri 2007? Forsetinn hefur að vísu sjálfur verið sakaður um náin tengsl við útrásarvíkinga 2007 hugsunarháttsins. Hann gæti því mögulega verið að kasta steinum úr glerhúsi, en það segir okkur líka að hann þekki fingraför 2007 stílsins betur en margir aðrir.
Lokað á stuðningsmyndband Þóru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.6.2012 kl. 13:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.6.2012 | 13:46
Lilja fer með rangt mál
Ég get strax nefnt eitt dæmi, þingmenn utan af landi sem geta skráð lögheimili sitt í kjördæmi sínu og fá þannig dagpeninga, þó ekki sé um nein ferðalög að ræða til og frá vinnu. Nema það kallist ferðalög að kíkja nokkrum sinnum á kjördæmið sitt til að veiða sér atkvæði.
Veit ekki betur en þeir fái fría síma og svo bætast við greiðslur vegna setu í hinum og þessum nefndum sem gera ekkert nema éta kleinur og drekka kaffi. Lilja er að skjóta sig í fótinn og stimpla sig inn sem forystumaður dvergflokks sem hefur ekkert fram að færa.
Ekki orðið vör við forréttindi þingmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar