3.3.2010 | 17:18
Er verið að fela óhreinu börnin hennar Evu?
Samkvæmt því sem ég hef heyrt eru það Hagsmunasamtök heimilanna, Attac og Nýtt Ísland sem standa að göngunni. Þar sem þetta eru bara þrjú samtök skil ég ekki hvers vegna þau eru hvergi öll nefnd í fréttatilkynningum um þessa fyrirhuguðu mótmælagöngu. Aðeins Hagsmunasamtökin eru nefnd í þau skipti sem minnst er á hverjir standa fyrir göngunni.
Hagsmunasamtök heimilanna hafa legið undir ámæli vegna samstarfs þeirra við Nýtt Ísland, en sum stefnumál síðarnefndu samtakanna þykja vafasöm. Þar á meðal má nefna þrælahald á atvinnulausum, að ökklabönd með staðsetningartæki verði sett á afbrotamenn og samtökin hafa lýst yfir vilja til að stofna leyniþjónustu sem fylgist með mögulegum afbrotum.
Mér dettur einna helst í hug að Hagsmunasamtökin séu ekki mjög hreykin af samstarfinu við Nýtt Ísland og hafi ákveðið að nefna enga aðstandendur göngunnar í fréttatilkynningum nema sín eigin samtök.
Alþingi götunnar stofnað á laugardag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:59 | Facebook
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þess má geta að Sveinbjörn nokkur hringdi í mig, íklega Sveinbjörn Ragnar Árnason hjá Nýju Íslandi. Hann var mjög ógnandi og sagði þú skalt ekki vera að dreifa neinu níði um okkur.
Ég svaraði til að það þýddi hvorki fyrir hann né nokkurn annan að hringja í mig og reyna að hræða mig frá því að nýta mér minn lýðræðislega rétt til að gagnrýna menn og málefni.
Auk þess er ekkert níð í þessu falið, ég er aðeins að vitna í það sem allavega var á heimasíðu Nýs Íslands, áður en þeir fóru að taka út það sem þeir voru gagnrýndir fyrir. Þeir tala enn um 30% þegnskylduvinnu fyrir atvinnulausa sem er ekkert annað en þrælahald að mínu mati.
Loks vil ég taka fram að ég er að lýsa mínum skoðunum og hvorki að tala í nafni HH né greiðsluverkfallsstjórnar.
Theódór Norðkvist, 3.3.2010 kl. 18:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.