22.3.2010 | 20:15
Verslað við mannréttindabrjóta
Oft nefna þeir sem eru á alfarið á móti inngöngu Íslands í Evrópusambandið, ESB, að við getum gert fært viðskipti okkar til Kína eða aukið viðskiptin við Norður-Ameríku, ef Evrópumarkaður lokast á okkur að einhverju eða öllu leyti. Það er alveg möguleiki því bæði brjóta gjaldeyrishöftin gegn ákvæðum EES-samningsins (við höfum fengið undanþágu vegna bankahrunsins) og eftir að útrásarsnillingarnir skildu eftir sig sviðna jörð í Evrópu er vörumerkið Ísland mjög skaddað. Þá er ég ekki bara að tala um Icesave.
Hafa þessir menn hugsað út í stjórnmálalegar afleiðingar þess að gera landið háð viðskiptum við Kína? Eða er þetta bara eintómt lýðskrum hjá þeim, til þess eins að geta nefnt eitthvað þegar þeir eru spurðir hvað eigi að koma í staðinn fyrir viðskipti við Evrópu og hugsanlega aðild landsins að ESB?
Erfitt væri fyrir okkur að standa upp gegn mannréttindabrotum Kínverja, t.d. gegn Falun Gong, með öll fjöregg viðskiptalífsins í kínverskri körfu. Eða gegn þessari ritskoðun á netinu sem er nefnd í fréttinni og er gróft brot á mannréttindum. Gleymum ekki að þessir menn keyrðu yfir óbreytta borgara á skriðdrekum í eigin landi.
Google hættir ritskoðun í Kína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Engir markaðir koma til með að loka á viðskipti við Ísland, þannig virkar frjáls markaður ekki því "fjármagnið finnur sér leið", þ.e. fjárfestar og kaupendur og seljendur afurða eru í rauninni alveg sama um "alþjóðlegar skuldbindingar" Íslendinga eða pólitíska óvild einstakra ríkja í garð Íslands. Sést það ágætlega á því að Englendingar byrjuðu strax að kaupa fisk af okkur eftir að við hófum að selja hann þeim aftur eftir þorskastríðin, og var þó almenningur í Bretlandi ekki par sáttur með Íslendinga þá. Allt tal um að þurfa að leita á nýja markaði er því tómt hjal.
ari 23.3.2010 kl. 23:28
Heyr heyr, það er nefnilega akkurat málið, fjármagn finnur alltaf leið og ísland er ekki að fara tapa neinum viðskiptum við önnur lönd hvort sem þau taka afstöðu með eða móti Íslendingum í þessari Icesafedeilu. Aðal málið eru pólistísk sambönd sem skaðast við þetta og það er það sem raunverulega þau eru að reyna að bjarga. Við eigum auðvitað bara að standa með sjálfum okkur og segja nei! því sannleikurinn er sá að ÉG ber ENGA ábyrgð á Icesafesamningunum og því á ég að gjalda. Sannleikurinn er sá að þetta var banki sem fór á hausinn og eins og þegar fyrirtæki fara á hausinn þá tapast peningar. Þetta er ekki neins manns vilji en svona kemur fyrir.
Sigurbjörn Einarsson 24.3.2010 kl. 02:56
Sammála Sigurbjörn, held það sé allt of mikið gert úr hættu á viðskiptaþvingunum vegna Icesave auk þess sem fleiri og fleiri í Evrópu eru að átta sig á því að á okkur hvílir ekki lagaleg skylda til að borga skuldir einkafyrirtækis og að ósanngjarnt er að leggja slíkar byrðar á litla þjóð.
Theódór Norðkvist, 24.3.2010 kl. 13:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.