Að gleðjast yfir ógæfu annarra

Ég tek eftir því að kominn er Facebook-hnappur á fréttir á mbl.is þar sem fólk getur smellt ef því líkar einhver frétt, svipað og hægt er að gera þegar ummæli eru látin falla á Facebook-síðunni sjálfri. Þegar þetta er ritað hafa 27 lýst yfir ánægju með fréttina.

Ég skil ekki hvað er ánægjulegt við það að fólk komist ekki ferða sinna og einhverjir missi jafnvel af mikilvægum fundum í viðskiptalegum tilgangi. Gleymum ekki að þeir sem ferðast um breska flugvelli eru fólk eins og við, þar á meðal eru oft margir Íslendingar.

Það hefur aldrei þótt stórmannlegt að hlakka yfir því þegar aðrir verða fyrir óhöppum og iðulega kallað illgirni. Þrátt fyrir að bresk yfirvöld hafi sýnt Íslandi og íslenskum hagsmunum fádæma fautaskap í Icesave-málinu skulum við ekki láta reiði okkar bitna á venjulegum borgurum. Almenningur í Bretlandi andvarpar örugglega jafnmikið yfir sínum stjórnmálamönnum og við yfir okkar.

Annars er Facebook-væðingin á góðri leið með að eyðileggja alla frétta- og umræðumenningu á netinu, en það er efni í aðra færslu.


mbl.is Breskum flugvöllum mögulega lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband