Vont er þeirra ranglæti...

...verra er þeirra réttlæti.

Mér komu þessi fleygu orð í hug er ég las þessa frétt. Það kemur svo sem ekki mikið á óvart að ráðherra í ríkisstjórn Hollands, ríkis sem hefur brotið nánast allar skráðar og óskráðar reglur í milliríkjasamskiptum með grófum fautaskap og fjárkúgun í Icesave-deilunni gagnvart íslenska ríkinu, skuli fara með svona fleipur.

Hver meðalgreindur maður sér auðvitað að ráðherrann fer með tómar fleipur. Eflaust er hann fullákafur greyið að sýna sig og fá fólk til að halda að hann sé eitthvað. Hann vill væntanlega festa sig í sessi sem fjármálaráðherra nýtekinn við embætti og má kannski virða það honum til vorkunnar.

Verst að það virðist vera einkennandi fyrir bæði hollenska og breska stjórnmálamenn að þeir telja sig vera stóra karla ef þeir sparka í þá sem geta síður varið sig, s.s. smáþjóðir með lítil sem engin áhrif. Sæjum við þennan ráðherra sýna Þýskalandi svona óvirðingu?

Samkvæmt heimasíðu fjármálaráðherrans er hann viðskiptamenntaður enda augljóslega ekki með hvolpavit á alþjóðlegri lögfræði. Það lítur út fyrir að hvorki þekking né menntun í alþjóðastjórnmálum eða -lögfræði sé skilyrði fyrir því að komast áfram í stjórnmálum í Hollandi líkt og hér heima.

Misvitrir stjórnmálamenn í Hollandi og aðrir sem þetta lesa eru hér með upplýstir um að dómstólaleiðin felur í sér málarekstur fyrir dómstólum, ekki pöntuð álit frá opinberum stofnunum kostuðum af þeim sem álitið varðar.


mbl.is Dómstólaleiðin í raun farin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Menntun af hvaða tagi sem er er hvergi í heiminum skilyrði fyrir frama í stjórnmálum.

Magnús Óskar Ingvarsson, 3.6.2010 kl. 20:25

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Enda sagði ég menntun eða þekking.

Theódór Norðkvist, 3.6.2010 kl. 20:36

3 Smámynd: Elle_

Þú hittir naglann á höfuðuð Théódór með þessum pistli. 

Elle_, 3.6.2010 kl. 20:41

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Takk fyrir það Elle. Bestu kveðjur.

Theódór Norðkvist, 3.6.2010 kl. 20:48

5 Smámynd: Elle_

Gleymdi, Theódór, við erum með nokkra andlega tóma og þekkingarfátæka pólitíkusa.  Og rudda.

Elle_, 3.6.2010 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband