7.6.2010 | 18:03
Ömurleg þjónusta Iceland Express
Ég pantaði hjá þeim flug fyrir nokkrum vikum til Kaupmannahafnar og tók með mér hljómborð. Innritunarstúlkan sagði mér að ég væri með 12 kíló umfram leyfilega þyngd og yrði að gjöra svo vel að borga 22 þúsund krónur í yfirvigt.
Ég sagði að það kæmi ekki til greina, frekar skildi ég hlutina eftir, enda varla þess virði. Síðan þráspurði ég hana hvort ekki væri önnur leið til að flytja þetta og hún sagði ekki svo vera. Seinna komst ég að því að á heimasíðunni segir að hægt sé að flytja hljóðfæri fyrir 3.500 kr.
Auðvitað sendi ég Iceland Express þungorðan tölvupóst og mótmælti þessu framferði harðlega. Það eru liðnar þrjár vikur síðan og ég hef ekkert svar fengið.
Ég ráðlegg öllum sem eru að íhuga að taka flug með Iceland Express að gera það ekki, snúa sér frekar til samkeppnisaðila. Þjónusta þeirra er herfileg og afgreiðslufólkið þekkir ekki einu sinni sjálft reglur flugfélagsins, nema það sé hreinlega að leika sér að því að eyðileggja fyrir fólki.
Þess má geta að mér kom í hug að biðja Flugrútuna um að flytja hljómborðið aftur í bæinn og þeir gerðu það gegn hálfu fargjaldi. Það er ekki Iceland Express að þakka að það tókst, en stífni þeirra varð næstum til þess að ég missti af vélinni.
Mun aldrei fljúga með Iceland Express aftur, ótilneyddur.
Síðan þætti mér gaman að vita hvenær Morgunblaðið ætlar að hætta að birta auglýsingar í dulbúningi frétta.
Iceland Express flýgur til Winnipeg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þegar fólk segist vera að fljúga með Íslandsa hraðferð (Iceland Express), þá veit það ekki neitt um þetta fyrirtæki. Íslands hraðferð er ekki flugfélag, heldur ferðaskrifsofa. Eins og Heimsferðir. Þeir eru með leiguvélar sem fljúga fyrir þá. Þó svo áhöfnin sé íslensk segir það ekki neitt. Og ferðaskrifstofur á Íslandi hafa aldrei lagt neitt upp úr neinu við þá farþega sem þeir láta flytja fyrir sig.
Marinó Óskar Gíslason, 7.6.2010 kl. 18:13
Ég þverneita að fljúga með Icelandair vegna áratugalangra brota á samkeppnislögum. Ég hef oft flogið með Iceland Express og alltaf verið hæstánæður með þjónustu þeirra. En ég flaug síðast fyrir nokkrum árum og það er mögulegt að þjónustan hafi versnað síðan 2008.
Vendetta, 7.6.2010 kl. 18:54
Takk fyrir innlitin. Marinó það breytir engu hvort félagið er flugfélag eða ferðaskrifstofa um það að þeir eiga að veita tilskilda þjónustu.
Vendetta ástandið hlýtur að hafa versnað því ég hef aldrei kynnst eins kuldalegri framkomu og hjá þessari starfsstúlku. Fyrir utan að hún skuli ekki vita um réttindi farþega, eða kjósa að hafa þau að engu.
Neytendavernd er því miður á mjög lágu plani hér á landi og hefur lengi verið.
Theódór Norðkvist, 7.6.2010 kl. 19:06
Flaug til Íslands í janúar og tók med mér tvö snjóbretti í sérstakri brettatösku. Inni á heimasídu Express stendur ad thad sé fast verd; 3500 kr fyrir skídagræjur ad 12 kílóum. Vid innritun kemur í ljós ad brettataskan er 18 kg - ergo 6 kg "of thung". Ferdataskan mín var hinsvegar tæp 12 kg. Konan á innritunarbordinu sagdist verda ad rukka mig aukalega fyrir "umfram kílóin" á brettatöskunni. Ég spurdi hana hvort hún gæti horft framhjá thessu, thar sem heildarthyngdin hjá mér væri innan marka. Nei, var svarid.
Thegar kemur ad thví ad borga thá er ég rukkadur á einhverju yfirgengi (tékkadi á genginu á medan ég beid í rödinni) og enda med ad borga 18000 ísk fyrir brettin. Aftur reyndi ég ad malda í móinn, en allt kom fyrir ekki. The computer said NO.
Thegar til Íslands kom hafdi ég hreinlega ekki ged í mér til ad fara ad rífast í IE. Mér finnst einhvern veginn eins og madur sé alltaf platadur, sama hvada flugfélag/ferdaskrifstofa á í hlut.
Jóhann 8.6.2010 kl. 07:43
ég er nýkominn frá berlín, þar sem ég fór með IE. Ég lenti í nokkrum hlutum sem valda því að ég mun forðast þá eins og heitan eldinn héðan í frá:
1) þeir rukkuðu 680.000 fyrir ferðina. hún átti að vera á tæpan 100.000, en færslan fór of oft í gegn. Eðlileg mistök hugsaði ég, en miðað við vesenið að fá þetta leiðrétt, er ég viss um að þeir ofrukkuðu viljandi. Þeim fannst virkilega ekki tiltökumál að rukka nokkur mánaðarlaun umfram auglýst verð - og stungu upp á að ég myndi bjóða félögum mínum með fyrir mismuninn!!!!!
2) þeir auglýstu ferðina með hóteli í miðbæ Berlínar. á staðfestingunni var komið hótel 7 km frá miðbænum og þegar út var komið var hótelið 21 km frá miðbænum. lestarferðin hálftími, og leigubíllinn 40€. þeir bjóða mér 5.000 kr. fyrir óþægindin - samgöngur kostuðu mig miklu meira, að frátöldum klukkustundunum sem ég sat í lest eða leigubíl að óþörfu!
3) flugið út var 1 klst of seint. flugið til baka var 1,5 klst of sein. Þessar seinkanir kostuðu mig mikið vesen, enda varð þetta til þess að lending á áfangastað var eftir miðnætti í báðum tilvikum, sem flækir málin.
4) flugið heim var með einhverri sorglegustu austantjaldsrellu sem ég hef séð.
Ég bjó lengi í Danmörku. Þegar ég flutti út tók IcelandAir mann í r**gatið í nafni einokunar sinnar. Þegar IE kom (ca. 2001) gjörbreyttist allt, og IE stóð sig frábærlega. Ég flutti heim árið 2007 og hef ekki flogið með IE síðan - en ég get staðfest að þetta er gjörbreytt fyrirtæki núna.
Gunnar G 8.6.2010 kl. 10:56
Vandamálið á sínum tíma með Iceland Express nú stafar af því að rotturnar í FL Grup tóku félagið yfir til að hagnast á því persónulega og eyðilögðu félagið gjörsamlega með blessun samkeppnisyfirvalda. Margir eru réttilega þeirrar skoðunar, að Icelandair hafi staðið að þessari hryðjuverkastarfsemi leynt og ljóst til að eyðileggja alla samkeppni eins og þeir hafa iðulega gert.
Eftir að þetta gerðist vonaði ég, að önnur flugfélög færu að bjóða í flugleiðina milli Keflavíkur og Evrópu, t.d. Ryan Air, sem ég hef oftast flogið með áfram og er mjög ánægður með og get ég farið út í það nánar, ef vill. Áður en einhver fer að skrifa: Já, en það er enginn matur um borð og engin þægindi. En þegar hægt er að fljúga fyrir £1 + £10 skatt frá London hvert sem er, þá skipta þægindin engu máli. Heldur ekki aukagjaldið £5 fyrir hverja ferðatösku.
Það sem ég mat mikils í sambandi við Iceland Express, þegar það hóf starfsemina 2003, var að hægt var að kaupa miða ódýrt aðra leiðina, eins og tíðkast hjá öðrum lágfargjaldaflugfélögum. Icelandair okraði ekki bara á miðunum, en það þurfti endilega að kaupa miða fram og tilbaka, því að miði aðra leið var tvöfalt dýrari, sem var algjör rökleysa.
Ég hef stundum neyðzt til að fljúga með Icelandair þrátt fyrir himinhátt miðaverð og fengið einhverja vesæla vildarpunkta út á það, sem hafa verið mér einskis virði. Ef Icelandair væri eina flugfélagið á landinu, þá myndi ég frekar taka rútuna til Seyðisfjarðar og sigla með Norrønu.Vendetta, 8.6.2010 kl. 11:23
Sælt veri fólkið, sé að ég er ekki sá eini sem IE hefur kúkað yfir!
Theódór Norðkvist, 8.6.2010 kl. 12:42
Ég hef flogið 5 sinnum með IE. Í þrjú skipti varð töf frá 2 upp í 6 tíma.
Eitt skiptið, er ég var einn að ferðast með þrjú börn, þá varð ég verulega pirraður og spurðist fyrir um málið á flugvellinum.
Svörin sem ég fékk frá starfsliði Leifsstöðvar voru þannig að ég hef ákveðið að fljúga aldrei aftur með IE.
Fólkið sem vann á flugvellinum, fólk sem hafði engra hagsmuna að gæta, sagði að tafir hjá IE væru reglan, ekki undantekningin, ég mætti þakka fyrir það að bíða einungis nokkrar klukkustundir, því oft væri biðin mun lengri en það.
Þetta félag, IE, er handónýtt og verð þeirra og gæði standa Icelandair langt að baki í dag.
Fólk má ekki lofa IE endalaust þótt há gjöld Icelandair hafi nánast verið óbærileg í gamla daga.
IE kom inn á sínum tíma sem frábær valmöguleiki, en IE er ekki sami bjargvætturinn í dag og það var forðum daga !
runar 8.6.2010 kl. 18:49
Það er póstþjónusta á öllum flugvöllum þannig að það er óþarfi að henda hlutum til að sleppa við yfirvigtina. Annars eiga flugfarmiðar að seljast eftir vigt flugfarþegans...Iceland Express er fínt félag sem hefur verið óheppið með eigendur...
Óskar Arnórsson, 8.6.2010 kl. 21:15
Hættið að kalla þessa ferðaskrifstofu "félag". Flugfélög þurfa að hafa flugrekstrarleyfi og tryggingar skv. alþjóðalögum. Iceland Express er EKKI FLUGFÉLAG!
Matthías A. 9.6.2010 kl. 12:49
Iceland Express er félag þó það sé ekki flugfélag. Hvað á að kalla Iceland Express? Kór? Eða klúbb?
Óskar Arnórsson, 9.6.2010 kl. 14:26
Þeir selja allavega ferðir til hins endanlega neytanda eins og það er kallað. Sem er látinn halda að ef eitthvað kemur upp á geti þeir haft samband við Iceland Express. Ég sá engin merki um að eitthvað annað félag væri leppur fyrir þá.
Svona blekkingarleikir eru auðvitað óþolandi, en sjálfsagt í stíl við annað frá þessari Fonsí-svikamyllu.
Óskar áttu við að það sé fraktþjónusta a flugvöllum. Þessi afgreiðslustúlka hjá Iceland Express (eða Arteus?) sem var að reyna að slá Íslandsmet í fruntalegri framkomu við viðskiptavini, hefði nú getað slysast til að segja mér það.
Theódór Norðkvist, 9.6.2010 kl. 15:03
Já það er hægt að bæði pósta og senda með frakt alla aukavigt. Reyndar á öllum flugvöllum sem eg hef farið um...flest flugfélög eru mörg félög og eiga mörg félög tengdu starfseminni.
Óskar Arnórsson, 9.6.2010 kl. 16:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.