Vaxtaþátturinn var ekki dæmdur ólöglegur...

...aðeins gengistryggingin. Hvað er svona flókið við þetta að sumir geta ekki skilið það?
mbl.is Ekki ljóst hvernig eigi að reikna á lánin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Það sem er flókið er að að er ekki alveg ljóst að verði lánunum breytt þannig að þau verði uppreiknuð miðað við að þau hefðu verið verðtryggð miðað við íslenska vísitölu, þá er er ekki alveg sjálfgefið að vaxtaprósentan þar ofaná verði sú sama og þegar lánin voru verðtryggð miðað við erlenda gjaldmiðla.

Púkinn, 16.6.2010 kl. 21:13

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það er ólöglegt að bæta inn íþyngjandi ákvæðum í löngu gerða lánasamninga, þó eitt ákvæði hans sé dæmt ólöglegt. Þetta á tölvuveiruveiðimaður með umsvif út um allan heim að vita.

Ekki gætir þú rukkað viðskiptavini þína aftur í tímann fyrir afveirunarhugbúnað ef einhver þáttur starfseminnar væri dæmdur ólöglegur og þú vildir bæta þér upp tap af þeim völdum?

Er alls ekki að gefa í skyn að svo sé og enn síður að ýja að því að þú myndir grípa til slíkra óyndisúrræða. Ég er aðeins að setja fram ímyndað dæmi.

Reyndar staðfesti Hæstiréttur einmitt þetta atriði í þriðja dómnum er varðaði fyrirtæki eitt, Þráinn ehf. Því var lýst yfir skýrum stöfum að lánastofnuninni væri hreinlega óheimilt að reikna aðrar álögur á lánið í stað hinnar ólöglegu gengistryggingar.

Theódór Norðkvist, 16.6.2010 kl. 23:18

3 Smámynd: Elle_

Hárrétt hjá Theódór.  Yfirvöld væru enn og aftur að brjóta á skuldurum með að bæta inn afturvirkum tryggingum.  Hinsvegar hefur núverandi ríkisstjórn gert allt fyrir bankana og gegn almúganum og valdi skuldurum óendanlegum skaða.  Þar með talin Icesave hrollvekjan.  

Elle_, 17.6.2010 kl. 00:38

4 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

það sem mig langar til að vita er hvort að ofgreiddar afborganir verði notaðar til að lækka höfuðstólinn og hvort að þeir sem hafi greitt upp lánin sína fái endurgreitt.

annars er þessi dómur ánægjulegur og margir sem anda léttar.

Lúðvík Júlíusson, 17.6.2010 kl. 06:39

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Tek undir með þér Júlíus, bíð spenntur eftir svörum við þessum sömu spurningum.

Theódór Norðkvist, 17.6.2010 kl. 16:16

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er sáraeinfalt hvernig á að endurreikna gengistryggðu lánin, þau eru óvertðryggð með sömu vexti og standa á skuldabréfinu eða samningnum. Hæstiréttur tók nefninlega afstöðu til þess líka, í þriðja tímamótadómnum sem féll á miðvikudaginn. Þessi niðurstaða drukknaði hinsvegar í öllu fjölmiðlafárinu útaf bílalánadómunum tveimur, og þannig gafst hinum skipulögðu glæpasamtökum því miður færi á að setja spunavélarnar í gang. Þannig að þegar einhver sjálfskipaður spekingurinn heldur því fram að vafi leiki á hvernig skuli endurreikna gengistryggð lán, þá er það einfaldlega rangt.

317/2010 NBI hf. (Aðalsteinn E. Jónasson hrl.) gegn Þráni ehf. (Ragnar Aðalsteinsson hrl.) (Kveðinn upp: 16.6.2010 )

...Telur hann að miða verði við upphaflegan höfuðstól auk áfallinna vaxta, en að ekki sé heimilt að reikna annars konar verðtryggingu í stað gengisviðmiðunar.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.6.2010 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband