6.9.2010 | 12:28
ELO - mjög vanmetin hljómsveit
Ljóst er að langlífi verður ekki hlutskipti allra meðlima þessarar vanmetnu hljómsveitar. Bassaleikari ELO lést af völdum hjartaáfalls snemma á síðasta ári. Hann var aðeins 63 ára, rúmlega ári eldri en Mike Edwards var þegar hann lenti í slysinu á föstudaginn.
Electric Light Orchestra hafði mjög sérstakan stíl sem vann þeim heimsfrægð á áttunda áratugnum og í upphafi þess níunda. Plata þeirra Discovery frá árinu 1979 er að mínu mati ein af betri plötum sem ég hef heyrt. Time sem kom út árið 1981 er ekki mikið síðri. Eftir þetta fór tónlist þeirra að hraka, Secret Messages (1983) er ágætis plata en í Balance of Power (1986) eru þeir töluvert frá sínu besta.
Þess má geta að á árinu 2008 útnefndi The Washington Times Jeff Lynne forsprakka ELO sem fjórða mesta plötuframleiðanda allra tíma. Aðeins George Martin (fyrir Bítlana), Quincy Jones, þekktastur sem maðurinn á bak við söluhæstu plötu allra tíma, Michael Jackson plötuna Thriller og Phil Spector eru fyrir framan hann.
Sellóleikari ELO lést er hann varð fyrir heyrúllu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svo sömdu þeir og fluttu tónlistina í Xanadu. Tónlistin er frábær en myndin ansi slöpp.
Stefán Júlíusson 6.9.2010 kl. 12:56
Jú mikið rétt, titillagið úr Xanadu er stórgott. Hef nú ekki einu sinni séð myndina ennþá!
Sé á Wikipedia að leikaravalið í myndinni er ekkert slor, m.a. Gene Kelly fyrir utan auðvitað Oliviu Newton-John. Cliff Richard á eitthvað af tónlistinni líka. Þess vegna furðulegt að myndin sé ekki betri en raun ber vitni.
Theódór Norðkvist, 6.9.2010 kl. 15:08
Ég er jafnsammála þér með ELO og ég er ósammála þér með trúmál... :-D
Svartinaggur, 6.9.2010 kl. 23:14
Svartinaggur, gott að við getum sameinast um eitthvað!
Theódór Norðkvist, 7.9.2010 kl. 02:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.