Eru hinir hrunráðherrarnir sloppnir?

Þrátt fyrir að Geir H. Haarde beri mestu sökina á því að hafa steypt þjóðfélaginu fram af brúninni í efnahagsmálum sem æðsti yfirmaður efnahagsmála og forvígismaður þeirrar slöku ríkisstjórnar sem þá var við völd, eru það gríðarleg vonbrigði að Samspillingin skuli fyrst nú virkja margumtalaða skjaldborg sína og þá utan um sína eigin spillingarseggi.

Auðvitað áttu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Árni M. Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson að fara fyrir Landsdóm ásamt Geir. Eflaust verður þessi lögsókn veikari vegna meðvirkni vissra þingmanna Samfylkingarinnar með spillingunni.

Ég hinsvegar velti því fyrir mér hvort hin þrjú séu alveg sloppin. Þegar málarekstur hefst í máli Landsdóms gegn Geir H. Haarde kemur kannski ýmislegt í ljós um samstarfsráðherra hans. En ég er ekki nógu vel að mér í stjórnskipun landsins til að geta fullyrt hvort hægt verði að draga þá fyrir dóm síðar meir. Allavega er gott ef sannleikurinn kemur í ljós.


mbl.is Eitt hefði átt að ná yfir alla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Alþingi hefur talað. Það er komin niðurstaða. Það er það sem skiftir máli. Dreifum ekki ábyrgðinni. Geir verður "sýknaður" alveg sama þó allir þingmenn hefðu verið ákærðir með honum. En hann þarf að standa fyrir máli sínu. Það verður að vera kristaltært að sá sem er forsætisráðherra er ekki í þessari stöðu af þvi að vinir hans og flokksmenn vildu það heldur er hann þjónn þjóðarinnar síðast og fyrst og fremstur meðal þjóna hennar. Fremri forsetanum.

Gísli Ingvarsson, 28.9.2010 kl. 20:37

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Gísli, ég skil ekki alveg hvað þú átt við.

Ertu að segja að Geir H. Haarde sé ekki að fara að mæta Landsdómi vegna þess að vinir hans og flokksmenn vildu það, eða að hann hafi ekki verið forsætisráðherra vegna þess að vinir hans og flokksmenn vildu það?

Vil benda á að formaður hvers flokks og þar með forsætisráðherraefni hans er valinn af meðlimum þess sama flokks.

Sá flokkur sem verður stærstur og líklegastur til að hreppa forsætisráðherrastólinn er sá sem fær flest atkvæði landsmanna.

Þannig að sú staðreynd forsætisráðherra kom úr röðum Sjálfstæðisflokksins næstum samfleytt í 17 ár er auðvitað kjósendum þess flokks að þakka eða réttara sagt kenna, þó auðvitað eigi forsætisráðherrann að líta á sig sem þjón allra landsmanna.

Theódór Norðkvist, 28.9.2010 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 104916

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband