3.11.2010 | 08:23
Opinber útflutningur á hrunhönnuðum
Oft er sagt að til að þess að við vinnum okkur fyrr út úr efnahagsvandanum verði að auka útflutning landsins. Ég skal vera fyrstur til að taka undir það hvenær sem er, en ekki er ég viss um að sá útflutningur sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar er farin að stunda, sé okkur til framdráttar.
Þau eru farin að flytja út hrunhönnuði í bitlinga sem falla Íslandi í skaut vegna alþjóðlegs samstarfs landsins. Jón Baldvin Hannibalsson guðfaðir Samfylkingarinnar, gagnrýnir enn og aftur afkvæmi sitt og fyrrverandi samhrunflokk þess, Sjálfstæðisflokkinn, að þessu sinni fyrir að styðja Árna Mathiesen í umsókn hans um deildarstjórastöðu hjá Matvælastofnun Sameinuðu Þjóðanna FAO, í Róm. Þetta kemur fram í frétt á Pressunni.
Það var vitað að hrunverjinn Árni Mathiesen var of góður til að mæta til yfirheyrslu fyrir verk sín (og verkleysi) í ráðherrastól árin fyrir hrun og naut skjaldborgar hrunflokkanna, en nú hefur líka komið í ljós að hann er of góður til að atast í beljunum áfram, sem hann er þó menntaður til að gera.
Þess vegna áleit ríkisstjórnin að nauðsynlegt væri að draga Ísland enn fram til háðungar í augum umheimsins með því að verðlauna einn af þeim spilltu og ónýtu stjórnmálamönnum, sem sökktu Íslandi efnahagslega, með feitu embætti á alþjóðlegum vettvangi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:30 | Facebook
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Atast í beljunum, Theódór þó. Aumingja maðurinn. En ekkert traust hef ég á ICESAVE-skriðdrekanum, Jóni Hannibalssyni. (Og vildi hann ekki líka taka upp Jónas??).
Elle_, 6.11.2010 kl. 22:21
Sæl Elle. Mér datt í hug mun tvíræðara orð í þessu samhengi, en ákvað að ritskoða sjálfan mig.
Jú, Jón Baldvin vill taka upp evruna (Jónas, smá grín á milli okkar Elle.) Takk fyrir innlit og athugasemd.
Theódór Norðkvist, 7.11.2010 kl. 00:01
Jónas, ha hha haaa, en ´fáránlega´nothæft heiti. Ætla að nota það framvegis.
Elle_, 7.11.2010 kl. 01:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.