Illa farið með Svavar

Þó lesendur þessarar bloggsíðu (báðir) hafi tekið eftir að ég hef ekki verið neinn aðdáandi framboðs Þóru Arnórsdóttur, verð ég að segja að mér hefur þótt leitt hvernig meðferðin á Svavari hefur verið í kosningarbaráttunni og vil taka upp hanskann fyrir hann.

Þá nefni ég auðvitað fyrst þessar sögur um líkamsárásir hans og allt ömurlega slúðrið í kringum þær. Það er allt í lagi að skoða fortíð þeirra sem munu hugsanlega taka við lyklavöldum á Bessastöðum, en þetta var of mikið. Það er mannlegt að missa stjórn á sér og það er ekki óalgengt að karlmenn á þrítugsaldri sláist, sér í lagi þegar vín hefur verið haft um hönd. Hvað varðar meint ofbeldi gagnvart tengdaömmunni, kann það að vera yfirsjón en þarf ekki að merkja að viðkomandi sé ofbeldishneigður, auk þess sem svoleiðis hneigðir rjátlast oftast af mönnum með aldrinum.

Síðan verð ég að segja að mér fannst framkoma Þóru, hans eigin konu, í hans garð í fjölmiðlum, hreinlega vera lítilsvirðing. Hún talaði um að senda Svavar á sjóinn! Það finnst mér benda til að hún telji sig vera höfuð fjölskyldunnar og að hún geti sent karlinn sinn hingað og þangað eins og heimilishundinn.

Ef þetta er jafnrétti kynjanna er ég á móti svona jafnrétti. Það er ekki jafnrétti að snúa frá því að maðurinn sé höfuð konunnar í það að konan sé höfuð mannsins.


mbl.is Svavar ekki enn kominn með pláss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Já Prins Svavar kemst ekki að sem Sjóliðsforingi,ja slæmt er það..Á ekki þóra afgang af peningonum sem hún fékk í Kosningasjóð svo Prinsinn geti verið heima??

Vilhjálmur Stefánsson, 19.7.2012 kl. 23:38

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hef ekki skoðað það, efast um það samt. Held þau séu ekki þannig fólk að þau myndu nota þessa peninga í eigið uppihald.

Theódór Norðkvist, 19.7.2012 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband