1.8.2012 | 00:01
Oddný Harðardóttir fær hrós
Ekki bjóst ég við að ég ætti eftir að hrósa fjármálaráðherra Samfylkingarinnar, en ég er bara mjög ánægður með Oddnýju Harðardóttur í skuldamálum heimilanna. Íbúðalánasjóður og aðrar fjárglæfrastofnanir hafa undanfarið reynt að stela vaxtabótum af þeim lántökum sem hafa samið um skuldir sínar, s.s. með greiðslufrystingu en Oddný slær á puttana á þeim.
Hún bendir á það sem á að vera augljóst, en er ekki vegna þess að fjármagnsöflin reyna að hindra rétta sýn fólks. Það á að túlka lög um vaxtabætur (sem heita að vísu lög um tekjuskatt, en það er sérkafli um vaxtabætur) lántökum í hag, ef orðalagið er tvírætt að einhverju leyti.
Það er eins og fáir átti sig á því að þó vextir séu ekki staðgreiddir hjá þeim sem hafa samið um greiðslustöðvun að einhverju eða öllu leyti, þá leggjast þeir samt sem áður við höfuðstól lánsins. Sem leiðir auðvitað til þess að ef lántaki byrjar að greiða aftur eftir ákveðinn árafjölda í frystingu, verður höfuðstóllinn u.þ.b. hálfri milljón kr. hærri hvert ár, miðað við hvernig hann yrði ef lántakinn myndi greiða vaxtabæturnar inn á lánið.
Þar með verður vaxtabyrðin enn þyngri, en vaxtabæturnar verða þær sömu - geta ekki orðið hærri en u.þ.b. hálf milljón. Sá sem er sviptur vaxtabótum vegna greiðsluhlés, mun þannig aldrei fá skaðann bættan.
Hafi menn áhyggjur af því að lántakar noti vaxtabæturnar til að fara til útlanda eða kaupa jeppa, er einfalt að koma í veg fyrir það. Greiða vaxtabæturnar inn á höfuðstól lánsins/lánanna sem mynda(r) stofn til vaxtabóta.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:03 | Facebook
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Oddný Harðardóttir er hálfviti í fjármálum! Barðist með kjafti og kló t.d fyrir Svavars-Icesave-þjóðsvikasamningnum. Sem hefði gert þann
ríkissjóð sem hún er fjármálaráðhera fyrir í dag endanlega GJALDÞROTA, hefði forseti vor og þjóðin ekki afstýrt því!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 1.8.2012 kl. 00:41
Ég er sammála þér Guðmundur í því að hún, eins og Samfylkingin öll, var í þjóðsvikaliðinu í Icesave. Burtséð frá því gerir hún vel í þessu máli og vonandi að fjármagnsöflin berji hana ekki í rot.
Ég myndi aldrei sjá fyrir mér fjármálaráðherra sjallanna taka svona skýra afstöðu með almenningi. Þeir taka alltaf málstað fjármagnsaflanna, það má treysta þeim - til þess.
Theódór Norðkvist, 1.8.2012 kl. 14:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.