Þegar ódýrt verður dýrt og dýrt ódýrt

Ég hef alltaf sagt að ef einhver er tilbúinn að forrita fyrir mig kauplaust er ég afskaplega þakklátur. Ég vantreysti samt miklu af þessum frjálsa opna hugbúnaði. Ef eitthvað fer úrskeiðis er enginn ábyrgur, vegna þess að enginn keypti hugbúnaðinn og hver sem sækir hann og notar, gerir það á eigin ábyrgð.

Þú getur allavega kallað einhvern til ábyrgðar ef keyptur hugbúnaður bilar. Fyrir utan það að opinn hugbúnaður er oft allt að því ónothæfur hugbúnaður. Gott dæmi um þetta er OpenOffice. Það er vonlaust eða óskiljanlegt hvernig á að gera marga hluti sem þú ert vanur að gera í Microsoft Office, vandræðalaust. Auk þess hefur OpenOffice ekki verið viðhaldið í mörg ár.


mbl.is Mætti spara mikið með frjálsum hugbúnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ellert Júlíusson

Flestir sem til þekkja eru sammála um að það sé dýrt að spara á þennan máta :)

Ellert Júlíusson, 5.11.2012 kl. 21:56

2 Smámynd: Þórgnýr Thoroddsen

Endalausar staðreyndavillur.

Nýjasta uppfærslan af OpenOffice kom út í lok ágúst 2012. Uppfærslan þar á undan kom í byrjun ágúst.

Flestir sem þekkja til vita að margur opinn hugbúnaður er ódýrari og öruggari og má þar nefna netþjóna sem dæmi. Langútbreiddasti netþjónn veraldar er opinn hugbúnaður, hugbúnaður tölva sem keyra slíka netþjóna er opinn hugbúnaður. Chrome, einn mest notaði vafri í dag, er að langmestu leyti opinn hugbúnaður (og það sama má segja um firefox, safari...). Síðan má benda á að Android stýrikerfið er opinn hugbúnaður.

Svona að lokum þá er rétt að benda á nokkra hluti:

Stórfyrirtæki bregðast ekki fljótt við ábendingum um ágalla. Ef um alvarlega ágalla í hugbúnaði er að ræða getur notandinn sjálfur lagað hann (eða fengið einhvern til að laga hann).

Advania þjónustar margan opinn hugbúnað.

Kostnaðurinn við leyfin vegna hugbúnaðar í einum menntaskóla er nokkuð hærri en laun forritara í fullri vinnu í heilt ár. Ég ímynda mér að hægt væri að halda tveimur slíkum fyrir sama pening eða minna.

Þórgnýr Thoroddsen, 5.11.2012 kl. 23:06

3 Smámynd: Ellert Júlíusson

Þetta er umræða sem ekki er hægt að taka þátt í, sérstaklega ekki þegar búið er að opna open source biblíuna :)

Ellert Júlíusson, 5.11.2012 kl. 23:11

4 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Sæll Teddi. 

Það er beinlínis rangt að OpenOffice hafi ekki verið viðhaldið í mörg ár.  Síðasta útgáfa 3.4 kom í vor og síðan er komið version 3.4.1

Ég hef notað bæði Windows og Linux síðustu 18 ár og open source hugbúnaður er fullkomlega samkeppnishæfur við annað á markaðinum.

Jón Á Grétarsson, 5.11.2012 kl. 23:11

5 Smámynd: Þórgnýr Thoroddsen

Þú veist líklega betur en við hinir Ellert. Vinsamlega fyrirgefðu mér dónaskapinn að hafa mælt gegn þér.

Þórgnýr Thoroddsen, 5.11.2012 kl. 23:18

6 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Tökum dæmi um open source hugbúnað sem er betra en annað á markaðinum í dag:

  • jquery libraryið
  • vefþjónninn apache
  • wordpress cms 

og sjálfsagt fleira

Jón Á Grétarsson, 5.11.2012 kl. 23:27

7 Smámynd: Þórgnýr Thoroddsen

ping

Þórgnýr Thoroddsen, 5.11.2012 kl. 23:27

8 identicon

Það er hægt að fá stuðning fyrir flest öll "alvöru" forrit eins og til dæmis Oracle gagnagrunna svo lengi sem þú skiptir

við fyrirtæki sem leggur út í það að vinna með framleiðendum, til dæmis Red Hat. Opin Hugbúnaður þýðir ekki alltaf ókeypis

hugbúnaður.

Aðalmálið er samt að MS hugbúnaður er bara almennt of dýr miðað við það virði sem hann gefur. Lítandi á verðlistan fyrir

ríkisfyrirtæki (við fáum afslætti umfram flest önnur fyrirtæki) þá er verðið á grunnpakkanum Windows Pro, Office Standard,

Windows Client License og Exchange Client License 97.000kr m.vsk og síðan 27.000kr m.vsk á ári í stuðnings og uppfærslu

gjöld. Þegar stofnunin rekur þúsundir vinnustöðva þá byrjar þetta að telja skuggalega hratt saman.

En það sem er verst við þetta að mínu mati er að þetta er gjaldeyrir sem er sendur beint úr landi án þess að búa til mikið

virði hjá skattgreiðendum. Það væri mun heppilegra ef ríkið mundi frekar leyfa stofnunum að ráða forritara og tæknimenn til

þess að sérsníða þessi kerfi að okkar aðstæðum og þannig halda peninginum aðeins lengur innanlands og einnig auka líkunar á

stofnun sprotafyrirtækja. Þetta hefur allavegana gert góða hluti fyrir hugbúnaðar geiran í Þýskalandi.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson 6.11.2012 kl. 00:01

9 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Þetta er nú meiri vitleysan í þér Theódór minn!

Steinn E. Sigurðarson, 6.11.2012 kl. 03:51

10 Smámynd: Einar Steinsson

OpenOffice hefur verið hálflamað lengi, síðasta alvöruuppfærslan kom fyrir 4 árum haustið 2008 og í millitíðinni er verkefnið búið að skipta um eigendur og klofna og búið að missa stóran hluta af "kúnnahópnum" (þar á meðal stóran hluta af Linux samfélaginu) yfir til annars verkefnis (LibreOffice) sem spratt upp útaf vandræðaganginum í kringum OpenOffice. OpenOffice er líka búið að dragas verulega afturúr helsta keppinautinum Microsoft Office, það hefur alltaf verið aðeins á eftir en núna er bilið orðið verulegt.

OpenOffice er eiginlega gott dæmi um hvers vegna svo erfitt er að treysta á hugbúnað sem byggir að miklum hluta til á vinnu sjálfboðaliða. Lykilfólk missir áhugan eða fer í fýlu vegna þess að það er ekki sátt við hvert er stefnt, verkefni klofna og fleira og fleira. Þetta hefur alltaf verið akkilesarhæll svona verkefna og stór ástæða fyrir því að fyrirtæki sem þurfa að hafa hugbúnað sem virkar alltaf treysta illa svona verkefnum.

Það eru vissulega til verkefni sem ganga vel og eru verulega góð, góð dæmi eru vefþjónninn Apache, vefumsjónarkerfið Joomla og Linux kjarninn.

Einar Steinsson, 6.11.2012 kl. 09:06

11 Smámynd: Kjartan R Guðmundsson

Óskiljanlegt þegar menn endurtaka vitleysuna. Það er fyrirgefanlegt að vera illa upplýstur, en undarlegt þegar menn eins og Einar Steinsson endurtaka bullið. Ég hef notað Open Office fyrir eigin not í meira en 6 ár. Synir mínur notuðu OO í gegnum menntaskólanám.

Tek ofan fyrir Menntaskólanaum í Reykjavík fyrir að fara vel með peninga skattborgarana.

Kjartan R Guðmundsson, 6.11.2012 kl. 19:05

12 Smámynd: Einar Steinsson

Kjartan R Guðmundsson, ég setti OpenOffice fyrst upp hjá fyrirtæki í Reykjavík sem ég sá um tölvurnar fyrir árið 2003 (Þeir gáfust á endanum upp á að nota það nokkrum árum síðar) og síðan þá hefur forritið eða nánir ættingjar þess nánast alltaf verið uppsettir á tölvum á mínu heimili. Í augnablikinu eru 5 tölvur á heimilinu, á 4 er uppsett annaðhvort OpenOffice eða LibreOffice en einungis tveimur er Microsof Office á annari við hliðina á á LibreOffice (þeirri sem þetta er skrifað á).

Ég held að ég viti nokkurn vegin hvað ég er að tala um eftir að hafa fylgst með þessu forriti þróast í 9 ár og ólíkt sumum geri ég mér líka grein fyrir takmörkunum þess.

Einar Steinsson, 6.11.2012 kl. 22:08

13 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hörkuumræður, afsaka hvað ég kem seint inn en ég hafði öðrum hnöppun að hneppa. Var samt ekki að vinna að hugbúnaði til að selja!

Biðst velvirðingar á rangfærslu minni að OO hafi ekki verið viðhaldið, en Einar S. rökstyður ágætlega að kerfið hafi verið hálfkarað mjög lengi.

Finnst hann lýsa minni skoðun ágætlega (þó hann sé að tala fyrir sjálfan sig) í ath.semd nr. 10 hér að ofan.

Ég tala fyrst og síðast út frá minni eigin reynslu af OpenOffice. Mér finnst það einfaldlega vera drasl og skal frekar borga 20 þús. og fá hugbúnað sem gagnast mér við það sem ég er að vinna við og á ekki heima í Recycle bin.

Theódór Norðkvist, 6.11.2012 kl. 23:15

14 Smámynd: Kjartan R Guðmundsson

Ég er alveg sammála þér Einar Steinsson að OO og LibreOffice er langt á eftir Ms office ef maður miðar við núverandi útgáfu af MS office. En þá er maður að gefa sér að Office pakkar eigi að haga sér eins og MS office 2010. Á sama hatt er Macintosh OS X langt á eftir Windows 7, enda er það talsvert öðru vísi. En Macintosh maður myndi segja að Windows 7 væri langt á eftir Macintosh enda er það allt öðru vísi notendaviðmót.

Það er vel skiljanlegt að menn gefist upp á OO ef þeir þurfa að skiptast á skjölum við aðra, eða nota Excel macroa. En ég setti OO upp í fyrirtæki árið 2004 og þeir hafa notað það umyrðalaust síðan. Enda þurfa þeir nánast aldrei að skiptast a word/excel skjölum við MS notendur.

OO hefur verið að þróast í meira en 20 ár. Þetta er alls ekki dæmigerður opinn hugbúnaður, upphaflega var þetta þýskt fyrirtæki, Star Division, síðan keypt af Sun, gert að opnum hugbúnaði í hálfgerðum varnarbaráttu þegar ekki tókst að selja þetta í baráttu við MS office. Þegar Oracle keypti Sun var ljóst að þeir hefðu ekki mikinn áhuga að halda áfarm með OO sem opinn hugbúnað. Þannig klofnaði LibreOffice frá OO. Síðan gaf Oracle reyndar OO nafnið til Apache.

Dæmigerður Opinn hugbúnaður er hinsvegar hugbúnaður sem byrjar sem áhugamákl og nær svo flugi. t.d. Apache og Linux eins og þú nefnir, og svo allur GNU hugbúnaðurinn, og forritunarmálin Perl, Python og Lua. SQLite, Postgres, listinn er endalaus. En svo eru til kerfi eins og t.d. MySQL sem er opinn hugbúnaður en nafnið og rétturinn í eigu fyrirtækis, Oracle aftur í þessu tilfelli. Og stórmerkilegt að þeir séu ekki búnir að reyna að drepa þetta product.

Ég held reyndar að MR sé að nota LibreOffice. En það skiptir kannski ekki máli. Heldur hitt að þeir hafa kjark til að sigla gegn almenningsálitinu.

Kjartan R Guðmundsson, 6.11.2012 kl. 23:31

15 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það er ljóst að stórkostlegt starf hefur verið unnið á sviði opins hugbúnaðar, sérstaklega hjá Linux-samfélaginu og engin ástæða til að gera lítið úr því.

Það er samt bæði blessun og bölvun fólgin í þessu. Ég spurði um daginn eitt af símafyrirtækjunum hvort þeir væru til í að setja á heimasíðuna hjá sér leiðbeiningar um uppsetningu 3G internets fyrir Linux.

Starfsmaðurinn svaraði mér og sagði réttilega að það væri til mýgrútur af mismunandi Linux útgáfum og jafnvel innan hvers flokks (Ubuntu, GNU, Redhat og hvað þetta allt heitir) væru tugir ef ekki hundruð mismunandi útgáfna.

Þess vegna væri ekki hægt að setja fram ákveðnar leiðbeiningar sem myndu virka á öllum kerfunum. Þetta getur verið vandamál vegna þess að mjög stór hluti af allri tölvuvinnu í dag er samskipti tölva yfir eitthvað samskiptanet.

Theódór Norðkvist, 7.11.2012 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband