Hlaupið af stað

Þá er ég loksins búinn að koma mér af stað í hlaupinu aftur. Ég hef ekki hlaupið gott hlaup í langan tíma, en hljóp nú í kvöld eftir þjóðveginum frá Hellu í átt að Hvolsvelli.

Þvílíkur munur sem maður finnur á sér eftir svona gott hlaup, sem tekur vel á. Þetta voru um 9 kílómetrar sem ég hljóp.

Skokkið er einstaklega góð og holl hreyfing. Óvanir hlauparar ættu að fara rólega af stað og ofkeyra sig ekki.

Ég vil vekja athygli á hlaupasíðunni, hlaup.is. Þar er hægt að finna mikið af gagnlegum upplýsingum, m.a. hlaupadagskrá ársins, leiðbeiningar fyrir byrjendur og margt fleira.

Það eru nokkur spennandi hlaup á dagskrá á næstu vikum og mánuðum. Mývatnsmaraþonið er næstu helgi. Það er fátt skemmtilegra en að hlaupa í fallegu umhverfi.

Síðan er Óshlíðarhlaupið þar næstu helgi, góð afsökun fyrir gamlan Ísfirðing að kíkja á heimaslóðirnar.

Þá má ekki gleyma Reykjavíkurmaraþoninu, sem að þessu sinni er haldið 18. ágúst. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sæll Theodór (nafni), ég er eins og Mark Twain, þegar ég fæ löngun til að hreyfa mig þá legg ég mig og þörfin líður hjá  Ég er búinn að svara þér á bloggi Ómars.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.6.2007 kl. 15:02

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ætli ég sé það ekki líka, en löngunin í góða líðan verður stundum letinni yfirsterkari.

Já, ég sá svarið og er búinn að svara aftur. Þakka þér fyrir að láta mig vita. 

Theódór Norðkvist, 24.6.2007 kl. 02:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband