Óþolandi auglýsingaflóð á vefsíðum

Þegar internetið var að ryðja sér til rúms hér á landi fyrir u.þ.b. 12-14 árum síðan var það afar spennandi fyrirbæri. Í fyrstu voru það aðallega tölvuáhugamenn sem skoðuðu netið, eða nýttu sér það. Í dag er það búið að ryðja sér til rúms sem öflugur fjölmiðill og samskiptatæki.

Þessi þróun hefur haft það í för með sér að þeir sem eru í verslun og þjónustu hafa séð sér hag af að koma sinni vöru á framfæri á vinsælum vefsíðum. Afleiðingin hefur orðið sú að vinsælustu netmiðlarnir, eins og mbl.is, visir.is og margir fleiri eru þaktir auglýsingum.

Mér finnst þetta ekki góð þróun. Það er óþolandi að þegar ætlunin er að setjast niður og lesa helstu fréttir í ró og næði, að fá ekki frið fyrir blikkandi auglýsingum og jafnvel allskyns fígúrum sem rúlla yfir skjáinn þveran og endilangan. Það er ekkert annað en móðgun við hinn almenna lesanda að geta ekki lesið helstu fréttir dagsins án þess að fá þennan ófögnuð yfir sig.

Sem betur fer er til lausn á þessu vandamáli. Vafrinn Firefox er þeim eiginleikum búinn að hægt er að fá viðbótarforrit fyrir hann sem lokar á auglýsingar. Þessi vafri er að auki með færri öryggisholur en Internet Explorer, sem þýðir að það er minni hætta á njósnaforritum og tölvuveirum hjá þeim sem nota vafrann.

Ég nota Firefox og það er allt annað líf að sleppa við auglýsingaflóðið hvimleiða. Sá galli er reyndar á vafranum að þar sem áður voru auglýsingar koma auð svæði, sem getur verið allt að þriðjungur skjásvæðisins í vafranum.

Á þessari síðu  er hægt að sækja þennan vafra og ýmsar viðbætur við hann, þar á meðal forritið sem lokar á auglýsingar. Endilega prófið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ég fékk mér Firefox á Makintoshinn en fæ enga Íslenska stafi úr honum. Sama hvað ég reyni.

Annars sammála þessu með auglýsingarnar. Þær eru ágætar en orðnar of yfirgengilegar og mannskemmandi.

Ólafur Þórðarson, 31.7.2007 kl. 01:39

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Vefari, firefox version 2.01 fyrir Makka ætti að laga stafavandamálið. Annars er það bara Safari sem er jafn öruggur og Firefox. En gaman að sjá þig á blogginu Teddi minn!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.7.2007 kl. 11:13

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Takk sömuleiðis Guðsteinn. Og þakka þér fyrir að hjálpa veffaranum (eða geimfaranum samkvæmt myndinni).

Theódór Norðkvist, 31.7.2007 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 104768

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband