Stjórnmálamenn að kaupa sér vinsældir

Stjórnmálamenn og frjálshyggjupostular, sem vilja selja áfengt (b)öl í verslunum og lækka áfengisgjaldið, ættu að skammast sín og hlusta á menn eins og Þórarin Tyrfingsson og aðra forráðamenn SÁÁ og Lýðheilsustöðvar, sem allir vara við því að auka aðgengi að áfengi. Slíkar aðgerðir hafa alltaf orðið til þess að auka á áfengisvandann.

Ábyrgðarlausir stjórnmálamenn, sem telja það vera sitt helsta verkefni að lækka kostnað fólks við að drekka sig fullt, í stað þess að beita sér fyrir því að taka á fákeppni, okurvöxtum, -verðlagi á matvörum og öðrum nauðsynjavörum, eru bara að kaupa sér vinsældir á ómerkilegan máta.

 


mbl.is „Aukin neysla og heilsutjón afleiðingar lægra áfengisverðs"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða vitleysa er þetta. Mikill meirihluti þjóðarinnar drekkur reglulega áfengi.  Gef ég mér það að mikill meiri hluti þess hóps vilji borga minna frekar en meira fyrir þá neysluvöru eins og allar aðrar. Þi' sem ekki drekkið, ættuð einfaldlega að vera sáttir með það og skipta ykkur ekki að því sem aðrir ákveða að setja ofan í sig. Það er áróður ÁÁ og annarri fyrrverandi áfengisfíkla sem að mengar alla skynsama umræðu um þessi mál. Bara þótt þú höndlar ekki áfengi þýðir það ekki að þú eigir að skemma fyrir þeim sem geta höndlað það.

Fabrizio Kjartanelli 31.7.2007 kl. 16:07

2 identicon

Það ættu fleiri að láta í sér heyra sem líta á málin af raunsæi. Held að þjóðin þurfi á öðru að halda en auknu áfengisböli. Þú,Theódór, nefnir nokkur verðug verkefni ef stjórnmálamenn vilja láta að sér kveða til hagsbóta fyrir land og lýð.

xxx 31.7.2007 kl. 16:16

3 identicon

Ég er nú nokkuð viss um að það sé meiri hluti þjóðarinnar sem vilji lægra áfengisgjald, þeir láta bara því miður ekki nógu í sér heyra, annað en þið sem treystið ekki öðrum fyrir sjálfum sér :P

H. A. 31.7.2007 kl. 16:25

4 Smámynd: Sveinn Valdimar Ólafsson

Við ættum bara að hækka áfengisgjaldið nógu mikið.

Merkilegt hve margir íslendingar eru uppteknir af öllu því slæm í mannfólkinu.  Kynlíf og nekt eru orðið brennimerkt sem ofbeldi, áfengi alltaf merkt ofdrykkju, ......  er ástandið svona slæmt eða er það kannski verra!!!

kær kveðja

Sveinn

Sveinn Valdimar Ólafsson, 2.8.2007 kl. 14:40

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það er nú ekkert alltaf verið að leggja áfengi og ofdrykkju að jöfnu. Það liggur samt ljóst fyrir að alls staðar þar sem hömlur hafa verið losaðar um áfengisverslun hefur neyslan aukist. Aukinni neyslu fylgir aukin glæpatíðni, það er einfaldlega staðreynd.

Theódór Norðkvist, 2.8.2007 kl. 18:53

6 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Segðu mér nú Theódór, hvernig tengist það umræðu hjá Jón Val Jenssyni að ég hafi kallað þig asna fyrir einhverjum árum? Skiptir þetta þá engu máli í því samhengi?

Mér leiðist afskaplega þegar fólk eins og þú reynir að dæma mig úr umræðu án nokkurs tillits til þess sem fram fer í þeirri umræðu.

Hver var eiginlega tilgangurinn með innleggi þínu?

Matthías Ásgeirsson, 3.8.2007 kl. 09:30

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég spyr á móti, hvernig tengist þessi spurning þín áfengisvandanum? Ástæðan sem þú gefur upp fyrir því að taka ekki þetta innlegg út er frekar aum. Þú kallaðir mig asna, dregur reyndar í land með það í þessu seinna innleggi á vefsíðu þinni. Það er í sjálfu sér ágætt.

En þú gefur upp þá ástæðu fyrir því að taka þetta ekki út að það myndi skemma samhengið í þeirri færslu!

Það er mjög alvarlegur hlutur að birta ærumeiðandi ummæli, sem hægt er að stefna mönnum fyrir, á opinberum vettvangi, sem vefsíða hlýtur að teljast vera. Ef þú hefðir alveg dregið í land með ummæli þín, þá hefðirðu hent þeim út. Það er afskaplega hæpin ástæða að halda niðrandi ummælum inni á þeim forsendum að þau séu nauðsynleg fyrir samhengi hlutanna.

Þú sagðir sjálfur á bloggsíðu Jóns Vals:

Segið mér svo hvar ég kemst nálægt því að vera jafn dónalegur og þið í skrifum ykkar um Steindór?

Ég vildi bara benda á þessi skrif þín á sínum tíma, fyrst þú varst að reyna að hvítþvo sjálfan þig. Ég er alls ekki sammála öllu sem Vilhjálmur og Jón Valur segja, en þeir hafa ekki svo ég viti til kallað neinn asna eða hálfvita.

Þetta tengist að vísu ekki umræðum um aldur handrita Nýja testamentisins, en þetta tengist þessari spurningu þinni hér að ofan.

Þó menn séu ósammála um aldursgreiningar á fornum ritum, jafnvel þó þau teljist helgirit, þá er ekkert sem kemur í veg fyrir að menn geti gætt almenns velsæmis í umræðum. Þá er ég ekki að tala um skrif þín á þessum umræðuþræði hjá Jóni Val.

Theódór Norðkvist, 3.8.2007 kl. 12:03

8 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ég kallaði þig asna á spjallborði þar sem þú skrifaðir undir dulnefni, fyrir fimm árum !

Matthías Ásgeirsson, 3.8.2007 kl. 13:45

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ókei, ég skil, þú varst að tala við dulnefnið, ekki mig. Það er mér léttir. Reyndar birtirðu nafn mitt á vefsíðu þinni, þ.e. hver stóð á bak við dulnefnið og kallaðir mig síðan asna. Rétt skal vera rétt.

Annars stóð ekkert til að rifja þetta upp, en ég er búinn að skýra ástæðu þess.

Theódór Norðkvist, 3.8.2007 kl. 14:47

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

PS Gangi þér allt í haginn Matthías.

Theódór Norðkvist, 3.8.2007 kl. 14:48

11 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Theódór, þér fannst ástæða til þess að draga þessi gömlu ummæli ( sem n.b. ekki er hægt að lesa í samhengi lengur vegna þess að umræðan er horfin af vísi ) fram í dagsljósið, þrátt fyrir að ég hafi fyrir fimm árum skrifað:

Theódór á lof skilið fyrir að senda mér þetta ágæta bréf, hann er meiri maður fyrir vikið og langt frá því að vera asni.

Rétt skal vera rétt, stundum er hálfsannleikur verri en lygi.  Hver var tilgangurinn, annar en sá að færa Jón Val Jenssyni og Vilhjálmi Erni Vilhjálmssyni enn eina ástæðuna til að draga umræðuna niður í svaðið?

Ég botna bara ekkert í þessu. 

Matthías Ásgeirsson, 3.8.2007 kl. 16:07

12 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég verð að játa að ég skil þig ekki, Matthías. Þér er ýmislegt til lista lagt, samkvæmt lýsingu á þér á vefsíðu þinni, en af einhverjum ástæðum kýstu að eyða miklum tíma í þras, sérstaklega við þá sem þú kallar bókstafstrúarmenn.

Ég ítreka að ég var ekki að reyna að draga umræðuna á bloggi Jóns Vals niður í svaðið, hún var nú komin niður á lágt plan áður en ég kom til sögunnar. Það var ekki ætlunin að draga úr þínum trúverðugleika.

Það gildir samt um þig, sem mig og alla aðra að þeir verða að gæta sín í orðavali, þó umræðuefnið sé eldfimt, sem trúmál eru alla jafnan.

Ég á ekkert sökótt við þig og óska þér alls hins besta.

Theódór Norðkvist, 3.8.2007 kl. 22:34

13 identicon

Heill og sæll, Theódór og þakka þér skorinort upphafsbréf, efst; og sælir aðrir skrifarar !

Jú, jú..... varð svolítið hissa, þá stórvinur minn; Jón Valur Jensson kastaði ritlingum Matthíasar Ásgeirssonar, út í ystu myrkur.

Þótt við séum ekkert endilega sammála Matthíasi, í öllum greinum, þá er ástæðulaust að kasta hans hugleiðingum, út af borði.

Hljótum þó; flestir, að vera sammála um nauðsynina á, að snúa niður, eins og kostur er; helvítis áfengisbölinu í landinu.

 Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason 7.8.2007 kl. 01:23

14 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það orkar alltaf tvímælis að ritskoða. Ég sá ekki þessa pósta frá Matthíasi, sem Jón Valur henti út, svo ég get ekki dæmt um hvort það sé réttmætt.

Bið annars að heilsa í Árnesþing (úr Rangárþingi!) 

Theódór Norðkvist, 7.8.2007 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 104722

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband