Toyota Hilux fellur á öryggisprófi

Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld var greint frá því að sænska tímaritið Teknikens Varld hefði framkvæmt svokallað elgspróf á nokkrum pallbifreiðum, þar á meðal Toyotu Hilux. Prófið felst í því að bifreið er ekið í svigi framhjá vegakeilum á tæplega sextíu kílómetra hraða á klukkustund og er ætlað að kanna hæfni bifreiðanna til að víkja sér undan skyndilegri hættu á veginum, t.d. ef elgur hleypur í veg fyrir bifreiðina.

Það er skemmst frá því að segja að Hilux-bifreiðin var nærri oltin og mun það hafa verið reynsla ökumannsins sem kom í veg fyrir að ekki fór illa. Ég verð að segja að þessi niðurstaða kom mér mjög á óvart. Toyota-bifreiðar hafa löngum haft það orðspor á sér að vera vandaðar og endingargóðar bifreiðar, enda með söluhæstu bifreiðum hér á landi um langt skeið.

Það er full ástæða til að taka þessar niðurstöður alvarlega. Þegar ekið er á þjóðvegum landsins má víða búast við óútreiknanlegum sauðkindum sem arka út á veginn og hlaupa frekar á undan bifreiðinni heldur en að víkja sér til hliðar. Það er engu líkara en að um spennufíknar kindur sé að ræða. Það má sérstaklega búast við þesskonar hegðun af hálfu kindanna, ef lömb þeirra eru hinum megin við veginn.

Ég dreg þá niðurstöðu af þessari prófun Svíanna að Toyota Hilux pallbifreið gæti auðveldlega oltið í svona aðstæðum á þjóðvegum Íslands eins og ég nefni hér að framan, að ekki sé talað um í bröttum hlíðum, hlykkjóttum vegum, eða þar sem er lausamöl. Ég ráðlegg að minnsta kosti ökumönnum Hilux-bifreiða að fara varlega og haga akstri eftir aðstæðum.

Ég mun endurskoða þá hugmynd mína að kaupa mér Toyota Hilux, ef ég ákveð að fá mér jeppa eða pallbifreið, eftir að hafa séð þessa frétt. Gaman væri samt að fá álit bílafróðra manna um þetta mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 104771

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband