Enn einn leppurinn í landbúnaðarráðuneytinu fyrir óbreytt ölmusukerfi

Sjálfstæðisflokkurinn gumar allra flokka mest af ást á frelsi í viðskiptum og segist vilja sem minnst afskipti hins opinbera af atvinnurekstri. Samt hefur flokkurinn sett mann í stól landbúnaðarráðherra, sem ætlar sér að vera sami leppurinn fyrir óbreytt styrkja- og innflutningshaftakerfi í landbúnaðinum og forveri hans var. Það kom vel fram í Kastljósi í kvöld þar sem Einar Kristinn Guðfinnsson, landbúnaðarráðherra og Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokksins, mættust.

Samkvæmt nýlegri skýrslu OECD eru opinberir styrkir í einhverju formi 60% af tekjum landbúnaðarins. Það er óþolandi að ein grein matvælaiðnaðar sé rekin með opinberu fé, meðan aðrar njóta engra slíkra styrkja.

Fiskvinnslan er í samkeppni við landbúnaðinn um hylli neytenda, en þarf að búa við það að framleiðsla landbúnaðarins sé greidd ofan í neytendur. Hvert kílógramm af lambakjöti kostar hvern einasta skattgreiðanda á Íslandi á bilinu 3-400 krónur jafnvel þó hann leggi sér það aldrei til munns.

Það hlýtur að vera súrt í broti fyrir aðrar greinar matvælaiðnaðar að þurfa að búa við svona ósanngjarna samkeppnisaðstöðu. Erfitt er að fá fólk til að vera duglegra að borða fisk, sem kostar 1.000 kr. kílóið, meðan hægt er að fá niðurgreidda 500 gr. skyrdós á innan við 200 kr.

Fyrst landbúnaður á Íslandi nýtur svona mikils stuðnings hins opinbera mætti ætla að landbúnaðarvörur væru ódýrar á Íslandi, en það er öðru nær. Við búum við hæsta matvöruverð í Evrópu. Er ekki eitthvað að?

Það getur ekki verið heilbrigt að framleiðsla á landbúnaðarvörum kosti skattgreiðendur 15 milljarða á ári, en eru samt með þeim dýrustu í heimi. Hér þarf að taka verulega til hendinni. Þetta óréttlæti má ekki líðast stundinni lengur. Það á ekki að vera að styrkja óarðbæran atvinnurekstur með almannafé og halda þannig uppi duldu atvinnuleysi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 104759

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband