28.11.2007 | 00:52
Sérhyggja gegn samhyggju?
Það er augljóslega hugmyndafræðilegur ágreiningur á milli formanna stjórnarflokkanna. Það er hryggilegt að æðsti ráðamaður þjóðarinnar skuli ekki finna til ábyrgðar gagnvart umheiminum og gera sér grein fyrir því að það er til heimur fyrir utan gluggann okkar, eins og heimslið poppara sungu hér um árið í laginu Do they know it's Christmas?
Hinsvegar er fagnaðarefni að mótpartur hans í ríkisstjórn, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skuli skerpa svona á skyldum okkar gagnvart þeim sem ekki hafa það eins gott og við. Ísland er í forystu hvað lífskjör, menntun og tækniframfarir varðar. Það kallar sjálfkrafa á að við sýnum gott fordæmi, því það táknar að aðrar þjóðir, jafnvel fjölmennar stórþjóðir í Evrópu, sem þjóðir þriðja heimsins, fylgjast vel með því hvernig við högum okkur í umgengni við móður náttúru.
Loks má bæta við að ef við sem ríkasta þjóð í heimi teljum okkur ekki hafa efni á að vanda okkur í umhverfisvernd, en aðgerðir í þá veru geta verið mjög kostnaðarsamar, hvernig getum við ætlast til að fátækari og frumstæðari þjóðir geri slíkt hið sama? Ef við erum ríkust og gáfuðust höfum við ekki þá afsökun að við þurfum að græða aðeins meira áður en við ráðumst í aðgerðir til að bjarga umhverfinu eða vernda.
Geir H. Haarde: Setur ekki sérstaka pressu á Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já Teddi minn síðan hvenær hafa sjálfstæðismenn haft ahuga á einhverju öðru en að moka undir eigin rass,ég bara spyr.Ég átti nú ekki von á örðu frá Geir enda glerharður antí sjálstæðismaður af bestu sort vil helst þurrka þá út af kortinu.En auðvitað er best að alhæfa ekki enda finnst einn og einn ágætur sjálfstæðismaður ef maður leitar vel bestu kveðjur Úlli.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 28.11.2007 kl. 21:30
Sæll og blessaður.
Mér finnst nú vanta í umræðuna að það eru margir mjög fátækir hér á Íslandi. En ég hef bara samband við þig ef ég lendi í veseni með reikninga o.fl Smá grín.
Guð blessi þig kæri trúbróðir
Rósa Aðalsteinsdóttir
Rósa Aðalsteinsdóttir 28.11.2007 kl. 21:42
Blessaður Úlli og takk fyrir innlitið. Mér finnst peningahyggjan hjá Sjálfstæðisflokknum hafa versnað mikið undanfarin 10-20 ár, ég vil trúa að einhver hluti fylgismanna þess flokks hafi samfélagslega ábyrgð.
Takk fyrir góða kveðju, Rósa, Guð blessi þig sömuleiðis. Ætli ég hafi ekki nóg með mína reikninga, þeir mættu alveg vera færri og smærri! Það er svo sem ekki alltaf að marka þessi meðaltöl um lífskjör, þar sem þau taka ekki tillit til tekjuskiptingar. Fátækt á Íslandi er smánarblettur á samfélaginu og til að vinna bug á henni er besta leiðin að fara eftir kenningum Frelsara okkar.
Theódór Norðkvist, 28.11.2007 kl. 22:38
Sæll aftur. Sammála að fátækt er smánarblettur hér hjá okkur þar sem alltaf er verið að tala um góðæri en með reikningana, tók það fram að þetta var grín
Guð blessi þig og haltu áfram að blogga en varaður þig á úlfum og vörgum
Kær kveðja/Rósa á Vopnafirði
Rósa Aðalsteinsdóttir 29.11.2007 kl. 12:12
Sæll aftur.
Kíktu á þessa slóð. http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/377821/#comment843854
Guð blessi þig og allt þitt fólk. Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir 29.11.2007 kl. 12:20
Rósa ég vona að þú sért ekki að vísa Tedda vini mínum á að vara sig á mér þó ég heiti Úlfar,heheheh nei nei þetta er svona létt spaug hjá mér bestu kveðjur til þín og þinna Úlli.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 29.11.2007 kl. 12:53
Nei, þessi Úlfar bítur ekki, glefsar í mesta lagi.
Já, þetta er eilífðarumræða um rafrænu skilríkin, eftirlitsþjóðfélagið (var næstum því búinn að skrifa eftirlitsÞJÓFfélagið) og merki dýrsins. Framfarir í tækni og vísindum hafa vissulega gert það auðveldara fyrir stóra bróður að anda ofan í hálsmálið á okkur.
Theódór Norðkvist, 29.11.2007 kl. 13:26
Já mér leiðist fátt eins mikið eins og meðaltals viðmið á heildar lífsgæðum og samanburði við nágrannaríkin. Þetta virðist vera tæki til þess að gefa mönnum afsökun svo þeir þurfi ekki að sinna um þá sem eru úti á jaðrinum.
Bryndís Böðvarsdóttir, 29.11.2007 kl. 21:09
Mikið til í því, Bryndís og velkomin í bloggvinahópinn minn.
Theódór Norðkvist, 29.11.2007 kl. 22:16
Sælir Theódór og Úlfar.
Þegar ég las athugasemdina þína Úlli þá fékk ég nett hláturskast. Virkilega fyndinn. Sammála Bryndísi. Theódór hefur þú skoðað nýjustu færsluna hennar Ásthildar? Ég las athugasemd sem þú skrifaðir og þá er ég eiginlega örugg um hver þú ert. Ég man nefnilega eftir litlum gutta frá Ísafirði með sama nafni í denn. Ég er ættuð úr Djúpinu en móðir mín fæddist í Reykjafirði og ólst upp bæði í Ísafirði og Mjóafirði. Átti síðan heima í Hnífsdal og á Ísafirði. Hjartað mitt er klofið, tveir staðir, Vopnafjörður + Ísafjarðardjúp. Tvö hjörtu fyrir stöðunum mínum.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir 30.11.2007 kl. 15:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.