Vaxtadagurinn

Hallur Magnússon bloggari skrifaði nýverið færslu í tilefni af því að hann hefur lokið störfum hjá Íbúðalánasjóði og horfið til annarra starfa. Ég óska Halli til hamingju með tímamótin og velgengni í nýju starfi. Við lestur færslu Halls fékk ég hugmynd:

Margir halda hátíðlegan skattadaginn, sem er síðasti dagur ársins sem menn vinna eingöngu fyrir sköttum og fara að njóta ávaxtarins af erfiði sínu sjálfir, ef skattar ársins eru reiknaðir sem hlutfall af heildartekjum ársins. Skattadaginn bar upp á 21. júní í ár.

Hvernig væri að halda hátíðlegan vaxtadaginn, þ.e. daginn sem laun ársins hætta að fara eingöngu í að greiða vexti til Íbúðalánasjóðs og annarra fjármálastofnana vegna íbúðalána, bílalána, yfirdráttarlána o.s.frv. og launþegar geta farið að nýta laun sín í eigin þágu?

Það væri jafnvel ráð að sameina báða þessa merku daga í skatta- og vaxtadaginn? Upp á hvaða dag skyldi hann nú bera? Ég giska á annan í jólum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Góður Teddi,og gleðileg jól minn kæri vin.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 23.12.2007 kl. 09:29

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Gleðileg jól, Úlli og hafið það nú gott, þú og þínir!

Theódór Norðkvist, 23.12.2007 kl. 11:45

3 identicon

Kæri vinur. Guð gefi þér gleðileg jól og farsæld um ókomin ár.

Drottinn blessi þig og varðveiti.

Hittumst á blogginu. Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir 23.12.2007 kl. 17:04

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gleðileg Jól Teddi minn.  Það sem menn þræta fyrir þarf ekki að þýða að menn séu ekki sekir. Tröllkonan Gilitrutt er gott dæmi um slíkt..."enginn veit hvað ég heiti og ligga ligga lá.."

Eða eins og vænisjúklingurinn sagði: "Það að maður sé vænisjúkur þýðir ekki endilega að enginn sé á eftir manni."

Jón Steinar Ragnarsson, 23.12.2007 kl. 20:19

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Takk sömuleiðis, Jón, við erfum þetta ekkert hvor við annan, gaman að þessu. Gleðileg jól og hafðu það gott yfir hátíðirnar.

Theódór Norðkvist, 24.12.2007 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 104763

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband