27.12.2007 | 16:03
Sami söngurinn, launþegum kennt um verðbólguþrýsting
Það er ekkert hæft í þessum rammfalska kór þeirra sem reyna að halda við láglaunastefnunni. Það eru fjármagnseigendur, bankarnir, embættismenn, þingmenn og stjórnendur í stórfyrirtækjum sem sprengt hafa upp þensluna með ofurlaunum, starfslokasamningum og offjárfestingum.
Eitthvað kosta þessi ofurlaun og hvernig eru þau borguð? Með okurvöxtum og okurverði á húsnæði. Síðan þegar lág- og millitekjuhópar vilja fá sína þunnu sneið þá fer grátkór þeirra sem græða á láglaunastefnunni í gang.
Eru það umönnunarstéttir og leikskólakennarar sem eru að flytja inn samkynhneigða poppara fyrir hundruðir milljóna og láta þá syngja í afmælisveislum? Eru það ekki bankastjórarnir og útrásarmeistararnir?
Kaupmáttur jókst um 71% milli 1990 og 2007 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Banka og þingmenn?
Þingmenn eru ekki hálaunastétt, ekki þessi grunn laun sem þeir hafa.
Finnst þetta vera óttalegt væl í þér.
Íslendingar hafa öll þau spil sem þau þurfa, til að komast í hálaunastarf, það fer bara allt eftir því hvernig maður spilar úr þeim.
Sumir vilja fá ný spil ef þeir hafa spilað þeim vitlaust út. Þú fékst tækifæri til að efnast en af skrifum þínum að dæma, þá reikna þé með að þú hafir ekki spilað rétt úr þeim.
Ég er ómenntaður en er í mjög góðu starfi með laun yfir meðaltali (óþarfi að taka fram tölu).
Ég vann mig upp í þau laun með dugnaði.
P.s.
Ef að útrásarmeistararnir og bankamennirnir væru ekki á landinu, heldur þú að þú hefðir það eitthvað betra?
Þó að öðrum gangi vel, þýðir það ekki að þér gangi ílla. Gerðu bara eitthvað í málinu og hættu þessu væli.
Baldvin Mar Smárason, 27.12.2007 kl. 19:39
Baldvin þetta er auðvitað spurning um að vera verðugur launa sinna,og finnst þér eitthvað réttlæti í að sumir hafi 600 föld verkamannalaun fyrir að sitja í einhverjum forstjórastól.Eitt get ég sagt þó forstjórar og yfirmenn séu ekki við gengur vinnan fínt,en ef enginn er skúringarmaður eða kona fyllist allt af skít og þú verður var við það um leið.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 27.12.2007 kl. 22:24
Úlfar, ef þú heldur að Forstjórinn þurfi ekki að vera við, þá veistu lítið um rekstur fyrirtækja.
Þetta á kannski við um lítil fyrirtæki 2-30 starfsmenn , en í þeim fyrirtækjum eru yfirmenn ekki með 600 föld laun.
Þeir forstjórar sem eru með 600 föld laun eru með hundruði ef ekki þúsundir starfsmann á launaskrá í mörgum löndum, jafnvel.
þetta eru þungaviktar menn sem að eru horn steinninn í fyrirtækinu, það er ekkert mál að skipta út skúringarmanninum, en þú finnur ekki svo glatt forstjóra.
Ef forstjórinn fer, þá getur hallað all svakalega undir, hjá fyrirtækinu og atvinna hundruði manna getur verið í húfi.
Hvort heldur þú að t.d. "Hannes Smárason" eða "Gústi lyftukall", skipti meira máli fyrir fyrirtækið?
Ekkert mál að skipta honum "Gústa" út fyrir "Geir", en þú finnur ekki "Hannesa", svo glatt.
Fyrir utan að það sé mun meiri verðmætasköpun í "Hannesi" en "Gústa", fyrir fyrirtækið.
Svo ég svari spurningunni þinni, hvort það sé réttlæti að sumir fái 600 föld verkamannalaun.
þá finnst mér það vera réttlæti þar sem það er mun meiri verðmætasköpun í þeim.
Ef yfirmaður fyrirtækis eykur verðgildi þessa tug ef ekki hundraðfallt, þá finnst mér ekkert skrítið að hann fái laun í samræmi við það.
Ef ég má taka smá dæmi.
Við erum með 2 listamen annars þeirra heitir Erro en hinn heitir Pétur.
Pétur málar 30 myndir á dag en nær bara að selja þær á 100 kr. stikkið.
Erro málar 2 myndir á mánuði en selur þær á 100 miljónir
Pétur er með src. 30.000 á mánuði en erró er með 200 miljónir.
Pétur vinnur miklu meira en Erro. Er þetta sanngjarnt?
--- Þetta er ekki spurning um vinnuframlag, heldur verðmætasköpun.
Baldvin Mar Smárason, 27.12.2007 kl. 22:42
Afsakið hvernig þetta kemur út.
Mogga bloggið fjarlægði öll greinaskil.
Baldvin Mar Smárason, 27.12.2007 kl. 22:43
Hæ. Gott hjá þér Úlli að gefa þessum hroka á baukinn. Þó að fólk skrifi um að það mætti vera meira jafnræði á milli fólks í landinu sbr. laun er það ekki endilega af því að það sjálfthefur það slæmt .
Baldvin Mar gangtu á Guðs vegum. Kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir 27.12.2007 kl. 22:47
Dæmigert væl í vinstrisinna sem á í tilvistarkreppu. Tek undir orð Baldvins
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.12.2007 kl. 00:17
Hver er að væla hvað,lesið færsluna hún fjallar einmitt um væl sem alltaf heyrist um leið og aumi verkalýðurinn er með lausa samninga.Auðvitað er það svo að við þurfum auðvitað hæfa menn hér og þar sem eiga skilið góð laun,en þeir sem skapa auðinn með striti vöðva sinna eiga líka skilið að getað lifað af launum sínum,og það geta ekki allir verið forstjórar og jakkalakkar,heldur þarf líka dugandi vinnuhendur til og það fólk er alls ekki öfundsvert af launum sínum.
Árið sem er að líða bar okkur 100% meiri gjaldþrot einstaklinga heldur en árið á undan og árið framundan mun aftur færa okkur 100%aukningu miðað við þetta ár og ekki er nú hægt að segja að hagstjórn þessa lands sé einhvað til að dást að.Mín skoðun er sú að við getum ekki lengur verið með stýrivexti uppá 13,75% og verðtryggingu í 6-7 % verðbólgu sem seðlabankinn ræður ekki baun við sama hvað Davíð segir enda er hann svo sem enginn hagfræðingur heldur.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 28.12.2007 kl. 08:01
Úlli, þú stendur þig vel í eldlínunni. Fyrir það fyrsta þá er ég alls ekki að segja í þessum pistli mínum að þeir sem ávaxta sitt pund vel megi ekki njóta þess á einhvern hátt.
Þeir sem axla mikla ábyrgð eiga að fá ágætis laun. Baldvin þér kemur ekki við hvaða laun ég hef og ágiskanir þínar í þeim málum eru alveg úr lausu lofti gripnar.
Er það ekki ótrúverðugt þegar stjórnmálamenn og atvinnurekendur, sem margir hverjir hafa skammtað sjálfum sér óhófleg laun og lífeyrisréttindi, ganga fram fyrir skjöldu og segja að allt fari andskotans til, ef lág- og millitekjuhópar fara fram á sína þunnu sneið af kökunni?
Ef þeir virkilega trúa því sjálfir þá áttu þeir að ganga á undan með góðu fordæmi og gæta hófs í sjálftöku sinni, en það hafa þeir ekki gert. Og það er hinn raunverulegi þensluvaldur.
Peningarnir sem fara í kaupréttarsamningana, lífeyrisréttindi þingmanna, óhóflega starfslokasamninga og afmælisveislur með erlendum skallapoppurum, koma ekki af himnum ofan. Þeir eru afrakstur af verðmætasköpuninni, sem allir vinnandi menn og konur standa á bak við.
Theódór Norðkvist, 28.12.2007 kl. 10:10
Sælir drengir.
Hægri, vinstri snú. Skiptir engu hvort við erum til hægri eða vinstri. Það sem skiptir máli er að við högum okkur eins og kristið fólk og hjálpum þeim sem þess þurfa og ein af bestu leiðunum til þess er að hækka laun þeirra sem minnst hafa. Ég veit að Teddi og Úlli eru í ágætum málum og ég er þeim þakklát að þeir hafa gott hjarta að hugsa um þá sem minna mega sín. Það er annað en ég les í öðrum athugasemdum hér fyrir ofan. Hroki og aftur hroki. Viðkomandi hefur vonandi verið á hvolfi þegar hann skrifaði þessar færslur annars vil ég meina að viðkomandi sé með skítlegt eðli.
Teddi minn, fyrirgefðu hvað ég er hvöss en stundum getur orðið vestan hvellur hérna á Norð-Austurlandi.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir 28.12.2007 kl. 15:27
Þetta voru hörð orð.
Theódór Norðkvist, 28.12.2007 kl. 15:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.